Jökull


Jökull - 01.12.1990, Blaðsíða 171

Jökull - 01.12.1990, Blaðsíða 171
Þórarinsson, Sigurður. 1984. Annáll Skaftárelda. In: Skaftáreldar 1783-1784. Ritgerðir og heimildir. (Ed. Gísli Ágúst Gunnlaugsson). Mál og menn- ing. Reykjavík. p. 11-35. Þórarinsson, Sigurður, and Guðmundur Sigvalda- son. 1972. The Tröllagígar eruption 1862-1864 (in Icelandic with English abstract). Jökull 22, 12-26. Þórarinsson, Sigurður, Kristján Sæmundsson, and R. S. Williams. 1973. ERTS-1 image of Vatna- jökull: Analysis of glaciological, structural and volcanic features. Jökull 23,7-17. Þórðarson, Þorvaldur. 1990. Skaftáreldar 1783 - 1785. 4. árs ritgerð. Háskóli íslands, Háskóla- útgáfan og Raunvísindadeild, 187 pp. ÁGRIP eldstöðvar undir vatnajökli, landslag, Jarðskjálftar og jökulhlaup Undir Vatnajökli leynast nokkur virkustu eld- stöðvakerfi landsins (1. mynd). Flest hafa gosið á sögulegum tíma með gjóskufalli og jökulhlaupum, sem oft ollu tjóni í byggð. Sjö megineldstöðvar hafa verið nafngreindar í jöklinum, Bárðarbunga, Gríms- vötn, Þórðarhyrna, Kverkfjöll, Breiðabunga, Esjufjöll og Öræfajökull (2. mynd) en þó er óvíst um upp- tök fjölmargra gosa (Sigurður Þórarinsson og fleiri, 1972; Kristján Sæmundsson, 1982). Sprungusveimar hafa verið raktir að jökuljaðrinum (Kristján Sæmunds- son, 1978; Sveinn Jakobsson, 1979), en tengsl þeirra við megineldstöðvamar undir jökli hafa verið óljós (1. mynd). Nú hefur hins vegar fengist nákvæmari mynd en áður af legu eldstöðvakerfa undir Vatnajökli með því að leggja saman nýfengin gögn um landslag undir jöklinum og upptök jarðskjálfta, ásamt vitneskju um jökulhlaup (Helgi Bjömsson 1988; Páll Einarsson og Sveinbjörn Björnsson, 1987; Páll Einarsson, 1991). Þessi gögn eru sýnd á 3., 4. og 5. mynd og í 1. töflu. Skjálftavirkni í stökum fjöllum er vísbending um að þar sé virk megineldstöð. Hryggir, sem líklega hafa hlaðist upp við sprungugos, sýna legu sprungusveima. Niðurstöður styðja þá skoðun að Bárðarbunga sé virk megineldstöð, miðja eldstöðvakerfis, sem liggur frá suðvestri um Veiðivötn, Vatnaöldur og Heljargjá og norðaustur á Dyngjuháls og Trölladyngju. I suðvestur frá Bárðarbungu liggur hryggur undir Köldukvíslar- jökli yfir í Hamarinn og undir Sylgjujökli er keilu- laga fjall sem gæti verið á framhaldi sprungusveims, sem tengir Bárðarbungu og Hamarinn. Hamarinn gæti verið sérstök megineldstöð á austurjaðri Veiðivatna- Bárðarbungu sprungusveimsins. Hins vegar tengist Hamarinn einnig hrygg, sem stefnir austur frá honum (hér nefndur Loki). Sá hryggur virðist tengdur Fögru- fjallasprungusveimnumog myndameðhonum eitt eld- stöðvakerfi, Loka-Fögrufjallakerfið. Eldstöðvakerfin á þessu svæði virðast hins vegar vera tengd. Hin mikla skjá'ftavirkni, sem hófst 1974 í Bárðarbungu kom einnig fram í Hamrinum og á Loka. Einnig dró úr styrk jarðhitasvæðisins í Grímsvötnum samtímis því að jarðhiti óx í Loka upp úr 1950. Grímsvötn eru talin miðja eldstöðvakerfis, sem nær um Háubungu, Þórðarhyrnu og Pálsfjall að sprungusveimunum við Rauðhóla og Lakagíga í suð- vestri, en óvíst hve langt það fer í norðausturátt. Þórð- arhyrna er líklega sérstök megineldstöð á þessu eld- stöðvakerfi. Kverkfjallaeldstöðvakerfið má greina 10 km suðvestur frá Kverkfjöllum en það virðist aðskil- ið frá Grímsvatnaeldstöðinni. Sprungusveimurinn frá Öskju fer undir Dyngjujökul og nær e.t.v. að norðan- verðri Grímsvatnaeldstöðinni. Landslag undir jökli á Breiðubungu styður hins vegar ekki þá hugmynd að þar sé megineldstöð. Frá landnámstíð hafa 63 gos verið rakin með vissu til Vatnajökuls, en 13 eru óviss (53 frá 1700, 1. tafla). Eldvirknin undir jöklinum hefur að mestu verið bund- in við eldstöðvakerfin, sem tengd eru Grímsvötnum og Bárðarbungu (sjá tilvitnanir í 1. töflu). í báðum þessum eldstöðvakerfum hefur eldvirknin verið tölu- vert sveiflukennd og bæði hafa þau haft óvenju kyrrt um sig undanfarna áratugi. Eftir mjög virkt tímabil frá 1823 til 1939 (116 ár), með gosum að meðaltali á 7-8 ára fresti, hefur ekkert verulegt gos orðið í Gríms- vötnum eftir goshrinuna 1934-39. Sambærilegt gos- hlé varðeftir Skaftáreldana 1783-84 (þ.e. til I816eða 1823,32 eða 39 ár). Talið er að eldar hafi að meðaltali komið upp í eldstöðvarkerfi Bárðarbungu á um 100 ára fresti en ekkert gos hefur orðið þar eftir að gaus í Tröllagígum 1862-64. Nokkur gos eru talin hafa orðið eftir landnám á eldstöðvakerfinu, sem liggur um JÖKULL, No. 40, 1990 167
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.