Jökull


Jökull - 01.12.1994, Side 72

Jökull - 01.12.1994, Side 72
minn kom fljótlega og fagnaði mér af mikilli alúð og bauð mér í bæinn. Þar var konan hans blessuð, Hólm- fríður Indriðadóttir, frá Ytra Fjalli í Aðaldal, og fór strax að huga að matargerð handa mér. Við Hólmfríð- ur höfðum ekki hittst áður en vissum þó deili hvort á öðru. Við Aðalsteinn höfðum hittst á ísafirði nokkrum sinnum að haustlagi í sláturtíðinni og líka átt nokkur viðskipti saman. Hann hafði skrifað mér falleg og vönduð sendibréf og pantað hjá mér rekaviðarstaura í túngirðingar o.fl. Það gerði hann með góðum fyrir- vara eins og forfeður hans höfðu áður gert þegar rekaviður af Ströndum var dreginn á hestum yfir jökulinn suður og vestur að Djúpi. Nú voru tímar breyttir á því sviði, en hann mundi þó eftir viðarferð- unum sem unglingur, og kunni að segja frá þeim. I ársriti Sögufélags ísfirðinga 1986 (bls. 124) er birt frásögn, undir fyrirsögninni „Viðarferðir“, sem skráð er eftir Aðalsteini. í annað skipti kom ég að Skjaldfönn haustið 1977 og vann hjá Aðalsteini fáeina daga. Kynntist ég þá heimilinu og fólkinu þar nokkru nánar, og bréfaskrift- ir á milli okkar jukust. Þrettánda mars 1978 skrifar Aðalsteinn mér yndislegt bréf og ræðir m.a. um veðurfarið. Þar segir: „Svell komu í nóvember og des. þunn himna yfir. Bætti svo ofaná svo hvergi sá stein uppúr alla leið uppá brúnir. A föstudag og laugardag var þíða og leysti smávegis. í gærdag hvessti og kóln- aði, frost komið í 8 gráður í gærkvöldi og hríðarkóf. Nú er ég orðinn hræddur um kal í túninu undir þess- um samfelldu svellum, sem búin eru að vera lengi. Gróður gömlu túnanna gat staðist svell í allt að þrem mánuðum, en þessar sáðgresissléttur með útlendu grasi þola miklu minna og er þá helst vallarfoxgrasið, sem þolir eitthvað, hitt fer allt á öðru ári“. - Síðar segir: „Þessi vetur verður líklega einn sá gjafafrekasti sem ég man. Nú eru komnir 93 dagar, sem ekki hefur verið dregið eitt einasta strá af kind vegna algjörs jarðleysis. Að vísu hefur sauðfé verið hleypt út þegar gott veður leyfði til að viðra sig, og til að fá gott loft í húsin, sem er mjög nauðsynlegt." Áður en lengra er haldið vitna ég í bréf, sem Aðal- steinn skrifar mér 22. apríl 1980. „Héðan er allt gott að frétta. Tíðin hefur verið mjög góð. Selá orðin auð. Það þótti áður ekki góðs viti. Var þá talið víst að hana legði aftur fyrir fardaga". Eg tek mér það bessaleyfi að vitna í blaðagrein - Morgunblaðið 11. des 1993. „Aðalsteinn var náttúrufræðingur af guðs náð og má segja að þar hafi hugur hans löngum dvalið. Hann annaðist um margra ára bil jöklamælingar í Kaldalóni og Skjaldfannardal. Hann færði allt markvert í dag- bækur hjá sér að kvöldi hvers dags.“ Veit ég að í þeim bókum er margan fróðleik að finna. Skólaganga Aðalsteins var ekki löng, 2-3 mánuðir í farskóla á vetri fram til 14 ára aldurs. En Nauteyrar- hreppur var mikið menningarhérað og nokkur þekkt býli og bændur voru þar nafngreindir, sem notið höfðu viðurkenningar og verðlauna fyrir sérstakt framtak í jarðarbótum og túnrækt s.s. Laugabólsmenn og Jón H. Fjalldal á Melgraseyri. Síðar bættist svo Aðalsteinn á Skjaldfönn í hópinn fyrir ræktun sauðfjár og snyrti- mennsku í búskap. Og menningarstraumar bárust um hreppinn á uppvaxtarárum Aðalsteins frá Höllu Eyjólfsdóttur skáldkonu á Laugabóli og Sigvalda Kaldalóns lækni og tónskáldi á Ármúla, en Ármúli var næsti bær við Skjaldfönn sömu megin jökulfljótsins Selár, sem oft var hinn versti farartálmi og ekki var brúuð fyrr en árið 1952. Aðalsteinn á Skjaldfönn var þrekmenni enda ekki öðrum hent að glíma við náttúruöflin undir rótum Drangajökuls langa ævi. Hann var einarður, mikill á velli, lá hátt rómur og skar sig úr fjöldanum. Þegar ég sé bak þessum góða vini og lít til baka, finnst mér að líkja mætti honum við skriðjökul, sem nær framrás úr meginísnum, fyrst þróttmikill og útþenslugjam, síðan kyrrstæðari og hopar að lokum til upprunans. Lái mér hver sem vill, gömlum manni, þó mér komi að lokum í hug vísa Hjálmars frá Bólu: Mínir vinir fara fjöld feigðin þessa heimtar köld ég kem eftir, kannske í kvöld með klofinn hjálm og rofinn skjöld, brynju slitna, sundrað sverð og syndagjöld. Bolungarvík 4/12 1994 Guðfinnur Jakobsson frá Reykjarfirði. 70 JÖKULL, No. 44

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.