Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2014, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2014, Blaðsíða 22
Helgarblað 10.–13. október 201422 Fréttir Erlent Kim Jong-un finnur fyrir „óþægindum“ n Hver er Kim Yo-jong? n Stundaði nám með bróður sínum í Sviss Segja má að það hafi farið frekar lítið fyrir stjórnvöldum Norður-Kóreu undanfarna daga og vikur. Það þykir hafa dregið úr spennuástandi og lítið hefur farið fyrir Kim Jong-un sem sagður er veikur og þreyttur, en til hans hefur ekki sést í rúmar fjórar vikur. Þess í stað hefur yngri systir hans, Kim Yo-jong, tekið að sér embættisverkefni og mun hafa tekið við stjórnartaumum á meðan bróðir hennar er vant við látinn. Þ að er ekki margt sem vitað er um Kim Yo-jong. Hún er fædd í september 1987 og fór til náms með bróður sínum til Sviss árið 1996. Hún stundaði nám við háskóla í Norður-Kóreu eftir heimkomuna. Hún er yngst sjö bræðra og systra, barna Kim Jong- il, fyrrverandi leiðtoga Norður- Kóreu. Fyrst birtist mynd af henni opinberlega árið 2010 og þegar faðir hennar lést árið 2011. Hún var þegar byrjuð að starfa fyrir stjórn- völd þegar faðir hennar var á lífi og hefur síðan starfað fyrir bróður sinn og með stjórnvöldum en kem- ur sjaldan fram opinberlega. Það var ekki fyrr en árið 2014 sem tilvist hennar var rædd opin- berlega af stjórnvöldum þar í landi, en þá fylgdi hún bróður sínum við opinbera athöfn og tók þátt í kosn- ingum á norðurkóreska þinginu. Þótti þátttaka hennar í kosningun- um gefa til kynna að verið væri að undirbúa hana fyrir stærra hlut- verk í stjórnsýslu Norður-Kóreu. Hún er nú sögð vera háttsett innan stjórnsýslunnar í Norður-Kóreu, þó að lítið fari fyrir henni opinberlega. Í fyrra bárust fréttir af því að helstu aðstoðarmenn og sam- starfsmenn Kim Jong-un hefðu verið teknir af lífi og er talið að það hafi flýtt fyrir framgangi hennar. Margir telja að Kim Yo-jong muni taka yfir hlutverk Kim Kyong-hui, föðursystur sinnar, en sú síðar- nefnda var afar náin Kim Jong- un. Raunar er ekkert vitað um það hvar Kim Kyong-hui er niðurkom- in. Venjan er sú að greint er frá því hvað verður um embættismenn eins og hana og eiginmann hennar, og hægri hönd Kim Jong-un, Jang Sung-taek sem var tekinn af lífi, öðrum til varnaðar. Það vekur því athygli hversu lítið hefur verið sagt um Kim Kyong-hui og afdrif henn- ar. Hún hefur ekki sést opinberlega frá því í september 2013. Talið er að hún hafi annaðhvort látist eða flust búferlum til Póllands. Tekur hún við? Þá eru einhverjir sem telja að Kim Yo-jong muni jafnvel taka við stjórnartaumunum af bróður sín- um. Hún er eini embættismað- urinn sem hefur fullan aðgang að Kim Jong-un og getur hitt hann þegar hún óskar þess. Þegar hún er ekki beinlínis að leysa hann af þá tekur hún þátt í öryggisskoðunum og stefnumótun fyrir hann. astasigrun@dv.is Hver er hún? Kim Yo-jong er yngsta dóttir Kim Jong-il og fékk að að- stoða hann meðan hann lifði Þ etta er ekki í fyrsta sinn sem Kim Jong-un hverfur í lengri eða skemmri tíma. Hann er slæmur til heilsunnar og þjáist hann meðal annars af þvag- sýrugigt og sykursýki auk þess sem hann hefur afar háan blóðþrýsting. Hann er sagður vera mikill nautna- seggur og drekki þar að auki stíft. Hann hefur verið fyrirferðarmikill bæði í heimspressunni og í heima- landi sínu en óútskýrðar fjarvistir hans vekja iðulega mikla athygli. Þær þykja sérstaklega tortryggi- legar nú, svo tortryggilegar raunar að fjölmiðlar í Norður-Kóreu tóku það sérstaklega fram á dögunum að Kim Jong-un hefði sinnt emb- ættisverkum þrátt fyrir að finna fyrir „óþægindum.“ Það er afar sjaldgæft að heilsa leiðtoga Norður-Kóreu sé rædd opinberlega eða í fjölmiðlum, hvað þá að látið sé að því liggja að leiðtoginn sé ekki við fulla heilsu. Árið 2012 hvarf Kim Jong-un í tuttugu og fjóra daga og var talinn af um tíma. Hann hefur að auki nokkrum sinnum ekki sést opinber- lega í tvær vikur í senn. Allt er þetta talið tengjast slæmri heilsu hans. Á dögunum var sýnd kvikmynd í ríkis- sjónvarpinu í Norður-Kóreu þar sem sást að hann átti erfitt með gang. „Þó að heilsa hans sé kannski ekki upp á tíu þá rígheldur hann enn í þau völd sem hann hefur,“ segir Yang Moo- jin, prófessor við Norður-Kóreu há- skólann í Seúl í Suður Kóreu. Hann og fleiri segja að ekki megi lesa of mikið í fjarveru leiðtogans, algengt sé að Vestur lönd og Suður- Kórea gangi út frá því versta þegar slíkt kemur upp. astasigrun@dv.is Hverfur oft Er veikur og finnur fyrir „óþægindum“ Sigurvegari Kim Jong-un reyndist vera sigurvegari leiðtogakosninga í Norður- Kóreu. Hann var raunar eini frambjóðandinn en mikið var gert úr 100 prósenta sigri hans í fjölmiðlum þar í landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.