Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2014, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2014, Blaðsíða 36
Helgarblað 10.–13. október 201436 Neytendur O któber er Meistaramánuð- ur hjá þúsundum Ís- lendinga þar sem fólk skorar sjálft sig á hólm og setur sér heilsusam- leg markmið af ýmsum toga. Mjög margir setja sér það markmið að vera duglegri í ræktinni, koma sér í form og stór liður í því er að taka mataræðið í gegn. Það felur þá í sér að fólk snýr baki við skyndibit- anum, gosi og sælgæti í von um að ná markmiðum sínum. Allar líkur eru á að þú komist ekki í gegnum daginn á samfélagsmiðlum án þess að rekast á hetjusögur einhverra úr vinahópnum af því hversu dugleg- ir þeir hafi verið. DV fór á stúfana og athugaði hvort skyndibitastað- ir og verslanir sem selja sælgæti og gos í stórum stíl finni virkilega fyr- ir höggi sem margur myndi ætla að fylgdi þessu heilsuæði. Ef marka má svör forsvarsmanna fyrirtækj- anna þá virðist sem þeir sigli nokk- uð lygnan sjó í gegnum Meist- aramánuð þó einhverjir veiti því athygli að heilsusamlegri kostir verði frekar fyrir valinu. Grænmetisborgarar seljast grimmt „Við seljum fleiri grænmetis- borgara núna en áður, að öðru leyti er ástandið óbreytt,“ seg- ir Tómas Andrés Tómasson, eig- andi Hamborgarabúllu Tómasar, en hamborgararnir hans Tomma hafa um árabil notið mikilla vin- sælda. Tómas hefur áður lýst því yfir að hann hafi borðað ham- borgara á dag í tíu ár og lítur ekki á þennan vinsæla skyndibita sem meira óhollustufæði en margt ann- að. Hamborgarar, franskar og gos sem jafnan er órjúfanlegur hluti af hamborgaramáltíð er þó nokkuð sem margir neita sér um þegar þeir reyna að tálga af sér aukakílóin. Selja meira en oft áður Annar vinsæll hamborgarastað- ur hefur ekki heldur fundið fyr- ir samdrætti á sölu vegna Meist- aramánaðar, þvert á móti segir Jón Garðar Ögmundsson hjá Metro að fólk sé að kaupa meira ef eitthvað er. „Hann hefur ekki haft áhrif á okkur samanborið við árið í fyrra. Svipaður fjöldi viðskiptavina hefur heimsótt okkur og kaupir svipað, eða örlítið meira, en í fyrra.“ Fleiri staðir verða þó varir við að hollari valkostir á matseðlinum verði frekar fyrir valinu í október en ella. Helgi Guðmundsson hjá Hlölla bátum segir að þar á bæ finni menn ekki fyrir neinum sam- drætti. „En sala á hollusturéttum hefur þó aukist.“ Aukning í lífrænum vörum En hvað með stóru matvöruversl- anirnar? Fólk er kannski ekki að leyfa sér skyndibita á hverjum degi en eitt er víst að flestir þurfa að gera sér ferð í matvöruverslun að minnsta kosti einu sinni í viku. Gos og sælgæti ratar oft í innkaupa- kerruna hjá fólki þegar það kaupir inn fyrir heimilið. DV spurðist fyr- ir um það hjá Hagkaupum, Bón- us og Krónunni hvort þar yrði vart minni sölu á gosi og sælgæti í byrj- un Meistaramánaðarins mikla. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, seg- ir að þar á bæ hafi þau ekki fund- ið fyrir niðursveiflu í sölu sætinda. „En sjáum hvað setur þegar líður á mánuðinn.“ Gunnar Ingi Sigurðs- son, framkvæmdastjóri Hagkaupa, segir að það sem mesta athygli hafi vakið þegar litið var yfir sölu í kjöl- far fyrirspurnar DV væri aukning í sölu á lífrænum vörum. „Það er einhver aukning í holl- ari vöruflokkum, og sætindin að- eins til baka en þó ekki mikið. Það sem vakti athygli okkar er að líf- rænar vörur hafa tekið töluvert við sér milli mánaða.“ Hann segir þó að skýrari mynd muni líklega fást að október liðnum. Forsvarsmenn Krónunnar hafa ekki orðið varir við breytingar í neyslumynstri viðskiptavina sinna, í það minnsta eru þær ekki komn- ar sérstaklega í ljós vegna Meistara- mánaðar. Hollustan vinsæl við kassana Kristinn Skúlason, fram- kvæmdastjóri Krónunnar, tekur þó undir með Gunnari Inga varðandi aukningu í sölu á lífrænum vörum. „Við höfum verið að leggja mikla áherslu á lífrænar vörur og heilsu allt árið í kring, höfum séð góð- an árangur í þeim vöruflokkum. Sala á ávöxtum og grænmeti hef- ur verið að aukast hjá okkur líka allt árið.“ Þá bendir hann á að til- raunir hafi verið gerðar með rekka við afgreiðslukassana í verslun- um Krónunnar á Granda og Bílds- höfða, þar sem til skiptis er sæl- gæti og heimilisvörur við einn kassa og svo heilsa og hollusta á hinum. „Þetta er að reynast okkur afar vel, heilsan og hollustan er að koma sterk inn hjá okkur.“ n Heilsuæðið bítur ekki á skyndibitann n Meistaramánuður bitnar ekki á skyndibitastöðum n Sælgæti og gos heldur velli Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Sér ekki högg á vatni Þó að svo geti virst að allir nema þú séu að taka líf sitt í gegn í tilefni Meistaramánaðar, af samfélagsmiðlum að dæma, þá segja forsvarsmenn skyndibitastaða og verslana að ekki gæti samdráttar í sölu. Anna eftirspurn en skortir pláss í verslunum Mikil söluaukning hjá Örnu nú þegar neytendur sniðganga MS í auknum mæli V ið erum auðvitað ekki með mikið pláss í hillunum og það klárast fljótt úr þeim og þá er bara vöntun. Það er vanda- málið sem við erum að glíma við núna að við erum ekki með nóg pláss í hill- um verslananna,“ segir Hálfdán Ósk- arsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda Örnu í Bolungarvík. Arna sérhæfir sig í framleiðslu á laktósafrí- um mjólkurvörum en fyrirtækið hefur fundið fyrir miklum meðbyr undan- farna daga þar sem fólk sniðgengur í auknum mæli vörur Mjólkursam- sölunnar (MS). Eins og fjallað var ítar- lega um í þriðjudagsblaði DV þá hef- ur MS mikla yfirburði hvað hillupláss í verslunum varðar auk þess sem fyr- irtækið teiknar upp mjólkurkælana sjálft með sérstöku forriti. Hálfdán segir að salan hafi aukist mikið á skömmum tíma en fyrirtæk- ið anni eftirspurn ennþá. „Við önnum þessu en það er mikil vöntun, við gæt- um selt meira, ég er alveg klár á því.“ Hálfdán segir að þegar salan auk- ist svona mikið á skömmum tíma þá taki það auðvitað smá tíma að aðlag- ast því og komast í rútínu. „En við get- um framleitt alveg heilmikið af mjólk, það á ekki að vera neitt vandamál.“ MS er með 95% markaðshlutdeild á mjólkurvörumarkaði og þessi ein- okunarstaða endurspeglast vel í því plássi sem vörur fyrirtækisins taka í mjólkurkælum verslana. Minni keppinautar þurfa að berjast fyrir sínu plássi og sífellt að vera á tánum. „Það eru eilíf slagsmál í þessum mjólkurkælum. Við fáum kannski út- hlutað einhverju smáplássi og svo koma MS-menn og ýta okkar vöru inn fyrir og setja sitt fyrir framan. Þeir eru mjög öflugir í þessum kælum og eru alltaf á ferðinni, ólíkt okkur, við höf- um ekki tök á því.“ Hálfdán segir að MS passi sitt pláss en svo sé fyrirkomulagið þannig í stórmörkuðum að fyrirtæki þurfi að sjá um sínar vörur sjálfir í kælunum. MS er með fjölda starfsmanna í vinnu við að sjá um kælana en minni fyr- irtæki hafa ekki bolmagn í slíkt. „Við getum ekki verið oft á dag í einni búð,“ segir Hálfdán. Það vakti athygli í úttekt DV í vik- unni að mjólkin frá Örnu hafði klárast í verslun Krónunnar á Granda og þess í stað var kominn vagn með Mysu frá MS í pláss fyrirtækisins. „Þeir eru fljótir að fylla á ef það losnar plássið okkar,“ segir Hálfdán um þetta. Ólafur Magnússon, eigandi Kú, gagnrýndi harðlega að MS fengi að teikna upp kælana með Spaceman- forritinu sem meðal annars er hugsað til að hafa áhrif á kauphegðun neyt- enda. Talaði hann um að það ætti að banna þetta. Hálfdán segir vissulega skrýtið að MS sé að stjórna hvaða vör- ur séu inni í búðunum og hvar þær eru. „Þeir teikna væntanlega upp fyrir sínar vörur. Þeir eru ekkert að hugsa um okkur. Svo er það undir verslun- armönnum komið hvort þeir sam- þykki þetta svona, myndi ég halda. MS gengur eins langt og þeir kom- ast auðvitað. Ef þeir fá að teikna upp kælana í búðinni þá gera þeir það. Við þurfum að berjast fyrir okkar því þeir eru djöfull frekir að ýta okkur til hlið- ar og þá er það undir verslunarmönn- um komið hvort þeir passi upp á okk- ur og ég veit að þessa dagana eru þeir að því. Þeir hafa verið okkur hliðholl- ir í búðunum og eru það enn frekar þessa dagana.“ n mikael@dv.is Eilíf barátta í mjólkurkælunum Hálfdán Óskarsson, einn eigenda Örnu í Bolungarvík, segir að fyrirtækið geti framleitt heilmikið af mjólk. Vandamálið sé bara að þeir fá ekki nóg pláss í kælum sem MS teiknar upp. „Svipaður fjöldi viðskiptavina hefur heimsótt okkur og kaupir svipað, eða örlítið meira, en í fyrra. Sælgætið siglir lygnan sjó Það er nauðsynlegt að fólk neiti sér um sælgæti og gos þegar kemur að því að taka mataræðið í gegn og tálga af sér aukakílóin. Kaupmenn finna þó ekki fyrir því að sala hafi minnkað. Hollari valkostir seljast betur Tómas á Búllunni segir að ástandið þar sé óbreytt þrátt fyrir Meistaramánuð þótt grænmetis- borgarar seljist nú betur en áður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.