Iðjuþjálfinn - 01.11.1993, Blaðsíða 31

Iðjuþjálfinn - 01.11.1993, Blaðsíða 31
29 inga fer að gæta. - Helstu vefjabreytingar eru fólgnar í rýrnun beina, en þar eru mikil tengsl milli aldurs, kyrrsetu, fæðuvals og annarra lífshátta. Liðbrjósk þynnist, sérstaklega á þungaberandi flötum. Vöðvar rýrna og styrkur þeirra þverr og draga fer úr myndun boðefni í taugakerfi. - Mjög athyglisvert er að í öndunar- vöðvum og vöðvum augna, sem eru sístarfandi, finnast ekki sömu hrörn- unarbreytingar og í öðrum þver- rákóttum vöðvum. - Vefir hjarta og æðakerfis missa teygjanleika sinn og dælukraftur hjartans minnkar, blóð- þrýstingur hækkar og veldur það álagi á viðkomandi líffæri en öruggt er talið að minnkandi blóðstreymi til höfuðs hafi áhrif á starfsemi heilans. Starfs- hæfni lungna minnkar vegna breytinga í lungnavef og liðamótum brjóstkassa. - Breytingar í miðtaugakerfinu valda minnkandi viðbragðsflýti og það dreg- ur úr hraða hreyfinga, samhæfingu og jafnvægi. - Sjón og heyrn daprast og snerti- og stöðuskyn minnkar. Skammtímaminni skerðist oft hjá gömlu fólki og veldur því að það kýs það þekkta og vanabundna og lær- dómshæfileikinn skerðist af þeim sökum. - Ég fjölyrði ekki frekar um lífeðlis- fræðilega aldursbreytingar líkamans heldur legg áherslu á aðra þætti. Um fertugt fer hrörnunar að gæta, sem kemur fram í minni afkastagetu til vinnu og minnkaðrar getu til lík- amsæfinga en vitsmunalegur þroski mannsins eykst langt fram eftir aldri. Ef einstaklingurinn verður ekki fyrir heilsutjóni, sem hefur áhrif á heila eða miðtaugakerfi, getur hann haldið andlegu heilbrigði óskertu til æviloka. Skilningur og hugsunarhæfni okkar er óbreytt allt lífið ef við þá nennum yfirleitt að hugsa og stunda huglæg verkefni og látum ekki fjölmiðlafirr- ingu nútímans trufla okkur um of. I dag er talið að heilbrigður maður nái hápunkti andlegs þroska um sjötugt ef hann hefur nýtt sér gáfur sínar og hæfileika. - Aður fyrr var talið að þessu marki væri náð mun fyrr á ævinni og mætti nefna þar mörg dæmi. Sköpunargáfan og þörfin til að tjá sig í handverki getur náð hámarki á efri árum þegar einstaklingurinn fer að hafa tíma og aðstöðu til að sinna áhugamálum sínum, getum við þar nefnt bandarísku listakonuna Grandma Moses, sem byrjaði að mála 67 ára gömul. - Aðlögunarhæfni gam- als fólks er oft aðdáunarverð. Það verður oft að aðlagast breyttum að- stæðum s.s. heilsubresti, láti maka og ástvina, verða fyrir tekjuskerðingu og missa þjóðfélagsstöðu sína. Oft og tíðum þarf það að skipta um búsetu og umhverfi, og ósjaldan býr það við einangrun og afskipt af þeim sem eftir lifa. Segja má að allar þessar félagslegu breytingar geta valdið biturleika, upp- gjöf og vonleysi en yfirleitt sér maður þessa einstaklinga takast á við aðstæð- ur sínar með reisn og í andlegu jafn- vægi. Það sem hinn aldraði hefur misst af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.