Iðjuþjálfinn - 01.12.1998, Blaðsíða 23

Iðjuþjálfinn - 01.12.1998, Blaðsíða 23
rannsóknir, menntun, þjálfun og hand- leiðsla og skjólstæðingsvinna. Hér verður bæði fjallað almennt um hvern flokk fyrir sig, en einnig eins og hann snýr að iðju- þjálfum á Reykjalundi sérstaklega. Ábyreðarsvið oe skyldur iðjuþjálfa • Stjórnun og skipulagning Hér er átt við það að skipuleggja vinnu sína, skrá komur og annað er varðar skjólstæðinga. Pöntun efna, tækja og tóla, undirbúningur og frágangur á vinnusvæðum, auk þess að viðhalda tækjum. • Almannatengsl Hér er átt við alla kynningu á faginu og deildinni fyrir samstarfsfólk jafnt og gesti og gangandi. • Þróun og rannsóknir Mikill áhugi er meðal iðjuþjálfa á framþróun og eflingu greinarinnar. Það hefur alla tíð verið stefna stjórn- enda iðjuþjálfunardeildarinnar, að skapa svigrúm fyrir þennan hluta starfseminnar. Slíkt eflir áhuga og metnað starfsmanna og bætir jafn- framt gæði íhlutunar auk þess að draga úr hættu á því að starfsmenn brenni út í starfi. Sá eldhugur sem ríkir í hópnum er vaxtarsproti sem oftar en ekki teygir anga sína inn í tómstundir iðjuþjálfanna sjálfra. Hópmeðferðartilboð svo sem bakskóli, slökun, neysluhæfing og streitustjórnun, hafa orðið til í þróunar- vinnu. Mótun slíkra þjálfunartilboða fel- ur í sér könnun og lestur ritaðs efnis, áætlanagerð, hönnun og gerð alls kyns kennslugagna og skipulagningu verk- legra æfinga. Öll fræðsludagskrá er end- urskoðuð jafnt og þétt. • Menntun, handleiðsla og þjálfun Iðjuþjálfar sækja fræðslu og símenntun bæði innan og utan stofnunar. Fræðslan hefur leitt af sér ýmsa þróunarvinnu, skilað ánægðari iðjuþjálfum og mark- vissari íhlutun til skjólstæðinga. Síðast nefndi þátturinn hefur þó enn ekki verið rannsakaður nægilega. Sú vinnuregla gildir að þeir iðjuþjálfar sem sækja nám- skeið á vegum stofnunarinnar miðli af þekkingu sinni til hinna. Síðast liðinn vetur kom upp ósk um að fræðast um skjólstæðingsmiðaða iðjuþjálfun (Client Centred Practice) og líkanið um iðju mannsins (Model of Human Occupation). Fólk skipaði sér í áhugahópa og afmarkaður tími var sett- ur í verkið. Sem dæmi má nefna þá kynnti einn hópanna sér bókina „Ena- bling Occupation: An occupational ther- apy perspective" (ritstýrð af Townsend, 1997), til að fá innsýn í skjólstæðings- miðaða iðju. Skjólstæðingsmiðað starf vísar til samvinnu skjólstæðings og iðju- þjálfa við það að efla iðju viðkomandi. Áætlun liggur nú fyrir um að kafa dýpra og markvissara niður í hvað felst í slíkri nálgun og hvernig hún birtist í starfi deildarinnar. Stefnt er að því að árið 2000 verði hún hluti af hugmynda- fræði hennar, samofin öllu starfi. Ymis- legt fleira er á döfinni sem ekki verður tíundað hér. Skjólstæðingur tilgreinir iðju sem hann á erfitt með að sinna á þann hátt sem honum líkar, eða þá sem veldur honum áhyggjum af einhverjum ástæðum og iðju sem hann vill auka færni sína við eða breyta á einhvern hátt. Handleiðsla hefur verið iðkuð reglu- lega í hópi iðjuþjálfa í tvö ár. Markmiðið hefur fyrst og fremst verið það að auka faglega og persónulega færni, en auk þess að efla traust og opin tjáskipti inn- an deildarinnar. Samkvæmt könnun sem gerð var í iðjuþjálfahópnum nú í haust, þykir flestum iðjuþjálfanna (92%) tímanum sem fer í handleiðslu vel varið og vilja halda henni áfram. • Vinna með skjólstæðingum Hér er átt við ferli iðjuþjálfunar til efling- ar fæmi við iðju (sjá 2. mynd). í grófum dráttum felur það í sér mat, forgangsröð- un verkefna, markmiðssetningu, áætlun- argerð, íhlutun og mat á árangri. Þetta er gert í samvinnu við skjólstæðing og í takt við gildismat hans og val. Fræðileg nálgun Líkan þeirra Fearing, Law & Clark (1997): „Occupational Performance Process Model", er haft að leiðarljósi (sjá 2. mynd). Þetta er starfslíkan, það er að segja það sýnir hvernig hugtök kanadíska færnilíkansins „Canadian Model of Occupational Performance „ CMOP" eru notuð í starfi. Líkanið er skjólstæðingsmiðað og lýtur að styrk skjólstæðinganna og úrræðum sem að þeim snúa, bæði í áætlun og fram- kvæmd iðjuþjálfunar. Þannig er það frá- brugðið fyrri líkönum og bætir þau upp að mati Stanton, Tompson-Franson og Kramer (1997). Eins og nafnið bendir til þá er færni skjólstæðinga við iðju alltaf í brennidepli. Fæmi við iðju verður til við að: skjólstæðingurinn prófar sig áfram og áttar sig þannig á eigin hæþii og möguleikum skjólstæðingurinn sýnir hæfni sem fullnægir þeim kröfum sem hann gerir til sjálfs sín og aðrir gera til hans skjólstæðingurinn nær árangri og stendur sig betur en krafist er, en það eykur sjálfstraust hans (Christiansen & Baum, 1991). í iðjuþjálfun í geðteymi er íhlutun byggð á fleiri en einu líkani. Líkanið um ferli iðjuþjálfunar til eflingar færni við iðju, byggir á kanadíska færnilíkaninu en eins og það er notað á Reykjalundi hefur það verið aðlagað töluvert. Hér er því farið fremur frjálslega með notkun þess. Líkanið er í sjö þrepum. Fyrst verður fjallað almennt um hvert þrep og í framhaldi af því dregið fram á hvern hátt það er notað í iðjuþjálfun geðteymis Reykjalundar. ^Ár VÁTRVGGIIMGAFÉLAG ÍSLVNDS HF - þar sem tryggingar snúast urn fólk IÐJUÞJÁLFINN 2/98 23

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.