Iðjuþjálfinn - 01.12.1998, Blaðsíða 33

Iðjuþjálfinn - 01.12.1998, Blaðsíða 33
Fyrsta verknámstímabil Annað og þriðja verknámstímabil Staða nemanda: Beiting þekkingar Staða nemanda: Yfirfærsla Hlutverk leiðbeinanda: Kennsla__________ Hlutverk leiðbeinanda: Þjálfun Tilgangur að veita nemendum tækifæri til að: • taka virkan þátt í vinnu með skjólstæðingum • þróa og þjálfa samskipti, matsaðferðir og faglega rökleiðslu • nýta þá þekkingu sem þeir hafa tileinkað sér fyrstu tvö námsárin í starfsumhverfi iðjuþjálfa • taka á móti og bregðast við uppbyggilegum leiðbeiningum °g gagnrýni • kynnast iðjuþjálfahlutverkinu • taka þátt í afmörkuðum iðjuþjálfaverkefnum og • byrja að tileinka sér starfshætti og faglegt atferli undir hand- leiðslu leiðbeinanda Þátttaka nemenda og leiðsögn verknámskennara Ahersla skal lögð á þróun samskiptafærni við skjólstæðinga, aðstandendur, leiðbeinendur og annað fagfólk. Nemendur skulu leitast við að nýta þá þekkingu sem þeir hafa aflað sér í náminu við raunverulegar aðstæður. Á þessu stigi hafa nem- endur þörf fyrir bein, tíð og afmörkuð samskipti við leiðbein- endur. Ráðgjöf skal því vera hnitmiðuð og aðgengileg. Leið- beinendur eru hvattir til að segja nemendum sögur af skjól- stæðingum og sýna/kenna faglegt atferli hvenær sem færi gefst. Nemendur skulu hvattir til að deila reynslu sinni og þekkingu á verknámsstað og leitast við að samþætta fræði- kenningar og það sem fyrir augu ber á staðnum. Mikilvægt er að nemendur fái tækifæri til að fylgjast með iðjuþjálfum að starfi og taka þátt í afmörkuðum iðjuþjálfaverk- efnum eftir aðstæðum. Þetta getur falið í sér að meta færni og virkni skjólstæðinga eftir mismunandi leiðum og gera grein fyrir matsniðurstöðum í töluðu og rituðu máli, samskipti við fjölskyldumeðlimi og fagfólk, auk faglegrar rökleiðslu af ýmsu tagi. Það ber að hvetja nemendur til að vera virkir og ábyrgir þátttakendur í því sem fram fer á verknámsstað. Leiðbeiningar til verknámsleiðbeinenda • komið væntingum ykkar um frammistöðu nemenda vel til skila • leggið áherslu á nám/lærdóm og að nemandinn nýti þá þekkingu sem hann hefur aflað sér fram til þessa á verk- námsstað • sýnið nemandanum hvað faglegt atferli felur í sér • veitið sértækar upplýsingar • leyfið nemandanum að spreyta sig á raunverulegum við- fangsefnum undir leiðsögn • örvið hann með viðeigandi spurningum • vísið honum á lesefni, úrræði og athuganir • gefið bein, skýr og tíð skilaboð • segið sögur af skjólstæðingum Tilgangur að veita nemendum tækifæri til að: • þróa faglega þekkingu, leikni og viðhorf • þróa faglega rökleiðslu og lausn viðfangsefna • þróa og samhæfa sjálfstæði í vinnubrögðum, t.d. hvað varð- ar tímastjórnun og setningu markmiða • taka þátt í að skipuleggja, framkvæma og meta alla þætti í áætlun skjólstæðingsins • nýta og samhæfa uppbyggilega ráðgjöf í starfi • nýta og samhæfa fyrri reynslu úr bók- og verknámi við það sem fram fer á verknámsstað Þátttaka nemenda og leiðsögn verknámsleið- beinenda Áhersla skal lögð á þjálfun og reynslu við lausn viðfangsefna á verknámsstað, svo sem við mat og íhlutun. Leiðbeinendur byrja að deila ábyrgð með nemendum, þannig að þeir taki þátt í öllum þáttum starfsins, svo sem frumgreiningu, mati, skipulagi og framkvæmd íhlutunar, útskrift og eftirfylgd. Nemendur skulu hvattir til að þróa eigin hugmyndir og inn- sæi um úrlausnir í málum skjólstæðinga. Mikilvægt er að þeir taki virkan þátt í umræðum um ýmsar leiðir til úrlausnar. Þannig þjálfast þeir í að beita mismunandi aðferðum og tækni í samræmi við þær kenningar sem íhlutun byggir á. Það ber að hvetja nemendur til að beita gagnrýnni hugsun, nýta þekk- ingu sína og fyrri reynslu og deila henni á verknámsstað. Töluverður munur er á fræðilegum bakgrunni nemenda á öðru og þriðja verknámstímabili. Hinir síðarnefndu hafa fengið greinargóða kennslu um íhlutun iðjuþjálfa út frá mis- munandi faglíkönum. Á seinni hluta tímabilsins eiga þeir að vera færir um að taka töluverða ábyrgð á öllum þáttum er varða íhlutun vegna skjólstæðinga og mikilvægt að þeir fái tækifæri til þess. Leiðbeiningar til verknámsleiðbeinenda • hvetjið nemandann til að draga ályktanir út frá fyrirliggj- andi upplýsingum og færa rök fyrir máli sínu. • veitið honum tíma og tækifæri til að skilgreina markmið og velja leiðir • ræðið málin við nemandann og örvið hann með viðeigandi spurningum • hvetjið hann til ýmissa leiða og ræðið kosti þeirra og galla • ýtið undir sjálfsgagnrýni • veitið hvatningu og stuðning • styrkið faglegt atferli í þróun, veitið nemendum tækifæri til að aðlaga vinnubrögð og aðferðir að nýjum viðfangsefnum • veitið hnitmiðaða og markvissa umsögn, hrósið þegar við á IÐJUÞJÁLFINN 2/98 33

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.