Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2009, Blaðsíða 25

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2009, Blaðsíða 25
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 85. árg. 2009 21 Umhuga.is er forvarnaverkefni á vegum Þjóðar gegn þunglyndi sem er starfrækt af landlæknisembættinu. Samstarfsaðilar verkefnisins eru Miðstöð heilsuverndar barna, Barnaverndarstofa, BUGL, Stuðlar, Lýðheilsustöð og Barnavernd Reykjavíkur. Verkefnisstjóri er Salbjörg Bjarnadóttir geðhjúkrunarfræðingur. Hún segir að mörg börn búi við áhyggjur og vanlíðan, ekki síst á þessum erfiðum tímum. Vefurinn var settur upp til þess að aðstoða almenning við að vera vakandi fyrir líðan barna og unglinga. Hann hefur fengið mjög góðar móttökur. Innlit eru nú allt að 200 á dag og gerir það umhuga.is að mest lesna vef landlæknisembættisins fyrir utan forsíðuna. „Ég hef kynnt vefinn í skólum og leikskólum og margir námsráðgjafar og skólahjúkrunarfræðingar vísa á Áhugaverðar vefsíður www.umhuga.is Umhuga.is er fræðsluvefur um geðheilsu barna sem var opnaður í október sl. Hér er að finna upplýsingar fyrir börn og unglinga en einnig fyrir foreldra og fagfólk. Gott er fyrir hjúkrunarfræðinga að þekkja til vefjarins og geta leiðbeint fólki þegar spurt er um mál sem lúta að geðheilsu barna. hann,“ segir Salbjörg. „Viðbrögðin hafa verið mjög góð. Nú erum við að fara að halda fyrirlestra um hvernig fólk getur brugðist við óvissu og atvinnuleysi með því að hlúa að fjölskyldunni. Einnig mun samstarfshópurinn „Náum áttum“ vera með morgunverðarfundi með ráð til að bregðast við sparnaði í heilbrigðiskerfinu.“ Á vefnum má finna efni um þunglyndi, uppeldi, vímuefni, lífsstíl og heilbrigði, og fleira. Einnig eru ráðleggingar um hvert á að leita. Að sögn Salbjargar mun nýtt efni bætast við á næstunni og verða meðal annars stuttar og hnitmiðaðar greinar eftir starfsfólk barna­ og unglingageðdeildar, skólahjúkrunarfræðinga og fleiri höfunda. Í lok febrúar bættist við tenging í efni um ofbeldi í samböndum ungs fólks á vef Lýðheilsustöðvar. Á dögunum skipaði heilbrigðisráðherra starfshóp sérfræðinga sem á að skila tillögum um það hvernig best er að verjast fylgifiskum efnahagskreppu á sálfélagslega sviðinu. Í því hlýtur að vera fólgið að vernda börnin og taka á áhyggjum þeirra og kvíða vegna efnahagsþrenginganna. Í starfshópnum er enginn hjúkrunarfræðingur en geð­ hjúkrunarfræðingar hafa mikla reynslu og þekkingu og verður hún vonandi nýtt í vinnu starfshópsins. Það er skoðun flestra að niðurskurður á sviði geðheilbrigði barna núna muni valda erfiðleikum í framtíðinni. Í Finnlandi fjölgar nú sjúkradögum ungs fólks og örorka eykst í þeim hópi. Er það talið vera afleiðing kreppunnar fyrir 15 árum. Vonandi getur umhuga.is hjálpað til að milda áhrif kreppunnar á börnin okkar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.