Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2009, Blaðsíða 42

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2009, Blaðsíða 42
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 85. árg. 200938 Í nefnd starfsmenntunarsjóðs sitja: Dagbjört H. Kristinsdóttir hjúkrunar fræðingur, formaður starfs menntunar­ sjóðs, Christer Magnusson hjúkrunarfræðingur, Birgir Björn Sigurjónsson fyrir hönd Reykja víkurborgar og Lárus Ögmundsson fyrir hönd fjármála­ ráðuneytisins. Markmið sjóðsins er að tryggja fjárhagslegan grundvöll sí­ og endurmennt­ unar hjúkrunarfræðinga í tengslum við störf þeirra. Nefndin fundar 4 sinnum á ári, í janúar, apríl, júní og október. Hver hjúkrunarfræðingur getur fengið styrk að upphæð 40.000 kr. á 3 ára fresti. Í júní á hverju ári eru þó einnig veittir tólf 80.000 kr. styrkir vegna lengra og dýrara náms. Hjúkrunarfræðingur, sem ekki sækir endur menntun reglu lega, safnar ekki upp réttindum í sjóðnum. Þannig hefur hjúkrunar fræðingur, sem hefur greitt í sjóðinn í 5 ár, sömu möguleika á að fá styrk og sá sem hefur greitt í sjóðinn í 20 ár. Samkvæmt reglum sjóðsins má það nám eða námskeið, sem sótt er um styrk vegna, ekki vera eldra en 9 mánaða. Þegar sótt er um í sjóðinn er mikilvægt að fylla vandlega út umsóknina sem má finna rafrænt á hjukrun.is. Hvað er styrkhæft? • Flestallt háskólanám sem gerir hjúkr unar fræð­ inginn hæfari í starfi. • Sérstök námskeið sem haldin eru fyrir hjúkrunarfræðinga. • Ráðstefnur sem tengjast hjúkrun. • Skipulagðar kynnisferðir á sjúkrahús erlendis þar sem einnig er farið á fyrirlestra um sjúkrahúsið og meðferðina sem þar er veitt. • Tungumálanám. • Tölvunámskeið. Nefndin skoðar allar umsóknir og metur vafatilvik. Hjúkrunarfræðingar geta dreift 40.000 kr. styrknum á fleiri en eitt ár eins og dæmið hér á eftir sýnir en sé það gert lengist tíminn þar til viðkomandi getur sótt um aftur í sjóðinn. Dæmi 1 Hjúkrunarfræðingur fær árið 2005 úthlutað 20.000 kr. vegna námskeiðs og árið 2006 fær hann 20.000 kr. Þá er hann búinn að fullnýta styrkinn og því verða að líða 3 ár þar til hann á aftur rétt á að fá úthlutað úr starfsmenntunarsjóði. Árið 2009 getur þá hjúkrunarfræðingurinn sótt aftur um styrk í starfsmenntunarsjóð. Dæmi 2 Hjúkrunarfræðingur fer í háskólanám árið 2005 og fær 40.000 kr. úthlutað í janúar vegna þess og getur sótt um aftur í janúar 2008. Í ljósi efnahagsástandsins verður farið varlega í allar breytingar á úthlutunarreglum sjóðsins. Markmið sjóðsins er þó ekki að safna peningum heldur greiða sem mest út til hjúkrunarfræðinga. Því eru úthlutunarreglur sjóðsins endurskoðaðar reglulega. Reglur starfsmenntunarsjóðs er að finna á hjukrun.is. STARFSMENNTUNARSJÓÐUR FÉLAGS ÍSLENSKRA HJÚKRUNARFRÆÐINGA Starfsmenntunarsjóður Félags íslenskra hjúkrunar fræðinga er sjóður sem vinnu­ veitendur hjúkr unar fræðinga greiða í 0,22% af dag vinnulaunum hjúkrunar ­ fræðinga. Ekki er dregið af launum hjúkrunarfræðinga heldur kemur greiðslan eingöngu frá vinnu veitendum. Dagbjört H. Kristinsdóttir, dagbjort@landsbjorg.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.