Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2009, Qupperneq 42

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2009, Qupperneq 42
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 85. árg. 200938 Í nefnd starfsmenntunarsjóðs sitja: Dagbjört H. Kristinsdóttir hjúkrunar fræðingur, formaður starfs menntunar­ sjóðs, Christer Magnusson hjúkrunarfræðingur, Birgir Björn Sigurjónsson fyrir hönd Reykja víkurborgar og Lárus Ögmundsson fyrir hönd fjármála­ ráðuneytisins. Markmið sjóðsins er að tryggja fjárhagslegan grundvöll sí­ og endurmennt­ unar hjúkrunarfræðinga í tengslum við störf þeirra. Nefndin fundar 4 sinnum á ári, í janúar, apríl, júní og október. Hver hjúkrunarfræðingur getur fengið styrk að upphæð 40.000 kr. á 3 ára fresti. Í júní á hverju ári eru þó einnig veittir tólf 80.000 kr. styrkir vegna lengra og dýrara náms. Hjúkrunarfræðingur, sem ekki sækir endur menntun reglu lega, safnar ekki upp réttindum í sjóðnum. Þannig hefur hjúkrunar fræðingur, sem hefur greitt í sjóðinn í 5 ár, sömu möguleika á að fá styrk og sá sem hefur greitt í sjóðinn í 20 ár. Samkvæmt reglum sjóðsins má það nám eða námskeið, sem sótt er um styrk vegna, ekki vera eldra en 9 mánaða. Þegar sótt er um í sjóðinn er mikilvægt að fylla vandlega út umsóknina sem má finna rafrænt á hjukrun.is. Hvað er styrkhæft? • Flestallt háskólanám sem gerir hjúkr unar fræð­ inginn hæfari í starfi. • Sérstök námskeið sem haldin eru fyrir hjúkrunarfræðinga. • Ráðstefnur sem tengjast hjúkrun. • Skipulagðar kynnisferðir á sjúkrahús erlendis þar sem einnig er farið á fyrirlestra um sjúkrahúsið og meðferðina sem þar er veitt. • Tungumálanám. • Tölvunámskeið. Nefndin skoðar allar umsóknir og metur vafatilvik. Hjúkrunarfræðingar geta dreift 40.000 kr. styrknum á fleiri en eitt ár eins og dæmið hér á eftir sýnir en sé það gert lengist tíminn þar til viðkomandi getur sótt um aftur í sjóðinn. Dæmi 1 Hjúkrunarfræðingur fær árið 2005 úthlutað 20.000 kr. vegna námskeiðs og árið 2006 fær hann 20.000 kr. Þá er hann búinn að fullnýta styrkinn og því verða að líða 3 ár þar til hann á aftur rétt á að fá úthlutað úr starfsmenntunarsjóði. Árið 2009 getur þá hjúkrunarfræðingurinn sótt aftur um styrk í starfsmenntunarsjóð. Dæmi 2 Hjúkrunarfræðingur fer í háskólanám árið 2005 og fær 40.000 kr. úthlutað í janúar vegna þess og getur sótt um aftur í janúar 2008. Í ljósi efnahagsástandsins verður farið varlega í allar breytingar á úthlutunarreglum sjóðsins. Markmið sjóðsins er þó ekki að safna peningum heldur greiða sem mest út til hjúkrunarfræðinga. Því eru úthlutunarreglur sjóðsins endurskoðaðar reglulega. Reglur starfsmenntunarsjóðs er að finna á hjukrun.is. STARFSMENNTUNARSJÓÐUR FÉLAGS ÍSLENSKRA HJÚKRUNARFRÆÐINGA Starfsmenntunarsjóður Félags íslenskra hjúkrunar fræðinga er sjóður sem vinnu­ veitendur hjúkr unar fræðinga greiða í 0,22% af dag vinnulaunum hjúkrunar ­ fræðinga. Ekki er dregið af launum hjúkrunarfræðinga heldur kemur greiðslan eingöngu frá vinnu veitendum. Dagbjört H. Kristinsdóttir, dagbjort@landsbjorg.is

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.