Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.2009, Blaðsíða 23

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.2009, Blaðsíða 23
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 85. árg. 2009 19 „Mörgum fannst erfitt fyrst að nota stutta viðtalið.“ Eydís hefur einnig látið hjúkrunarfræðinga svara spurningalista um viðhorf þeirra til fjölskylduhjúkrunar. „Svo hef ég fylgst með á deild og talað sérstaklega við þrjá hjúkrunarfræðinga. Mörgum fannst erfitt fyrst að nota stutta viðtalið og voru að velta fyrir sér hvort þeir myndu ráða við þetta. En þegar þeir svo fóru af stað gekk það mjög vel,“ segir hún. Athyglisvert er að hjúkrunarfræðingar með langa reynslu virðast hafa meira áhuga á að nota Calgary­aðferðirnar. Hugsanlega er það vegna þess að ekki sé nógu mikið af áhugaverðum verkefnum í boði fyrir „reynslubolta“. Þetta kemur meðal annars fram í rannsókn Maríu Einarsdóttur deildarstjóra um símenntun fyrir hjúkrunarfræðinga sem hún gerði í mannauðsnámi sínu. Reynslumiklir hjúkrunarfræðingar hafi því tekið vel í fjölskylduhjúkrunina en hún gefur starfinu meiri dýpt. Þetta hafi líka komið í ljós á fyrrverandi lyflækningasviði II sem var fyrsta sviðið til að byrja með fjölskylduhjúkrun samkvæmt Calgary­ aðferðinni. Eydís segir þetta vera efni í nýja rannsókn, að skipta hjúkrunarfræðingum eftir starfsaldri og meta viðhorf til og ánægju með fjölskylduhjúkrun í mismunandi hópum. Sumir hafa haft áhyggjur af því að hjúkrunarfræðingar, sem stunda fjölskylduhjúkrun, myndu „taka vinnu“ frá félagsráðgjafa. Í staðinn hefur komið í ljós að félagsráðgjöfum finnst tilvísanir til þeirra núna vera markvissari. Læknar eru einnig jákvæðir og nota gjarnan afrakstur fjölskylduviðtala. Þeir skoða til dæmis fjölskyldutré og nota upplýsingar úr þeim. Einn hjúkrunarfræðingur hafði orð á því að ef til vill væri fjölskyldumeðferð framlag hjúkrunar til þverfaglegs samstarfs. Eydís er sannfærð um að fjölskylduhjúkrun skipti máli. „Við eigum eftir að sjá uppskeruna en ég held að flestir hjúkrunarfræðingar muni sjá að þetta er góð vinnuaðferð. Hjúkrunarfræðingunum á göngudeild finnst þetta nú þegar,“ segir hún. „Við höfum lengi talið okkur vera með fjölskyldumiðaða þjónustu á geðsviði og þegar ákveðið var að taka upp Calgary­líkanið greip fólk það strax.“ Calgary­hugmyndafræðin var heldur ekki alveg óþekkt á geðsviði. „Svava Þorkelsdóttir kom á sínum tíma úr meistaranámi í Kaliforníu með Calgary­ líkanið í farteskinu. Vitneskja hennar var notuð að hluta til á geðsviðinu en þá var ekki búið að undirbúa jarðveginn eins og nú,“ segir Eydís. „Hjúkrunarfræðingar horfa oft á ný fagleg verk efni sem viðbót. En mark miðið er að verða betri í því sem við erum nú þegar að gera.“ Eydís segir að það hafi vissulega verið mikil uppörvun fyrir innleiðinguna á Landspítala að hafa ráðstefnu um fjölskylduhjúkrun hér á landi í vor. Heilmikið tengslanet varð til á ráðstefnunni og finnst Eydísi alþjóðasamskipti hafa aukist eftir ráðstefnuna. „Ég var sjálf í undirbúningshópnum. Í kjölfar bankahrunsins kom upp umræða um hvort við þyrðum að halda áfram. Til stóð um tíma að slá ráðstefnuna af. Sem betur fer héldum við áfram en vissulega var mikil óvissa. Við byrjuðum smátt en svo kom í ljós að skráningin var meiri en vonir stóðu til. Það var mikill stuðningur í því að vinna með fyrirtækinu Congress sem hefur mikla reynslu af því að halda ráðstefnur,“ segir Eydís. En mun kreppan hafa áhrif á upptöku fjölskylduhjúkrunar á Landspítala? Eydís segir að ekki sé talað um að slá alla símenntun af en það þurfi að forgangsraða betur. Fram undan verði minna af því að senda fólk til útlanda og í námsleyfi á launum ef námsefnið er ekki beint tengt verkefnum á Landspítala. Hins vegar hafi ekki verið uppi raddir um að slá af námskeið í fjölskylduhjúkrun í haust. Því verður haldið áfram að þjálfa hjúkrunarfræðinga í fjölskylduhjúkrun og fella hana inn í starfsemi Landspítala. „Ekki eru allir hjúkrunarfræðingar enn þá fullsáttir við þetta. Hjúkrunarfræðingar horfa oft á ný fagleg verkefni sem viðbót. En markmiðið með öllum slíkum verkefnum er að verða betri í því sem við erum nú þegar að gera. Calgary­líkanið, með sitt stutta meðferðarviðtal, miðar að því að við getum notað það í tímaþröng. Þær upplýsingar, sem safnast þannig, eru gagnlegar og gera hjúkrunarfræðinga að betri starfsmönnum á fjölskyldufundum og í allri þverfaglegu vinnu,“ segir Eydís að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.