Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.2009, Blaðsíða 14

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.2009, Blaðsíða 14
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 85. árg. 200910 Hildur fór utan í meistaranám 1987 við Calgaryháskóla í Kanada og var þar næstu tvö árin. Hún fylgdi í fótspor Svanlaugar Skúladóttur, sem hafði farið árið á undan, og stundaði nám í svokölluðu „clinical nurse specialist program“. Fjölskyldumeðferðareiningin við hjúkr­ unarfræðideild háskólans í Calgary var þá komin vel á veg. Af þeim sem byrjuðu í meistaranámi í hjúkrunarfræðideildinni fór helmingurinn í fjölskylduhjúkrun (family systems nursing). Í hinum helmingnum var hver með sína námslínu en hópurinn var saman í skyldufögum. Fyrir Hildi var það í upphafi frekar óljóst hvað fjölskylduhjúkrunarnámið gekk út á. Í því námi voru reyndir hjúkrunarfræðingar, margir með reynslu af geðhjúkrun, og það var erfitt að komast í námið. Deildarforseti hjúkrunarfræðideildar, Joy Calkin, var bandarísk og hafði á sínum tíma leiðbeint Sigríði Snæbjörnsdóttur í hennar meistaranámi í Madison. Einn af aðalkennurunum við fjölskyldueininguna hét hins vegar Lorraine Wright og er hún þegar orðin stórt nafn innan fjölskylduhjúkrunar. Hildur bar óttablandna virðingu fyrir Lorraine Wright sem var mjög ákveðin og metnaðargjörn og það gustaði af henni í kennslutímunum. Allir nemendur í fjölskylduhjúkrun dýrkuðu hana og fóru smám saman að tala og hegða sér Christer Magnusson, christer@hjukrun.is SJÓNARVOTTUR AÐ UPPHAFINU Á Landspítala er nú verið að taka upp fjölskyldu­ hjúkrun samkvæmt Calgary­aðferðafræðinni á öllum sviðum. Nánar er fjallað um það á öðrum stað í blaðinu. Hildur Helgadóttir, innlagnastjóri spítalans, segir hér frá kynnum sínum af fjölskylduhjúkrun í Calgary þegar kennslan var nýhafin. Hildur Helgadóttir er innlagnastjóri á Landspítala. eins og hún. Í hjúkrunarfræðideildinni var engin lognmolla, mikil barátta var milli fjöl skylduhjúkrunareiningarinnar og hinna eininganna um peninga og virðingu. Hildur segir frá: „Lorraine Wright kenndi okkur kerfishugsun og lét okkur lesa bók eftir Humberto Maturana sem heitir „The tree of knowledge“. Ég var alveg á nálum við að reyna að tileinka mér þetta og í kennslutímunum voru nemendur með margar spurningar um innihald bókarinnar. Þá sagði Lorraine Wright: „Eigum við ekki bara að hringja í Maturana í Chile og spyrja hann?““ Haldinn var símafundur með Maturana skömmu seinna þar sem nemendur gátu spurt þennan fræðimann beint og voru margir nemendur með spurningar. „Þetta var ótrúleg stund,“ segir Hildur. „Þekkingarfræði hans var flókið mál og Maturana var greinilega á öðru plani en reyndi að útskýra efnið á einfaldan hátt. Kerfishugsun fjallar um að allt sem maður gerir hefur áhrif á allt kerfið. Þetta hefur síðan verið mikið notað í fjölskylduhjúkrun og þegar hugsað er um hvað gerist innan fjölskyldunnar.“ Hildur segir að það hafi verið ævintýri líkast að hlusta á fyrirlestra Lorraine Wright. Hún fékk svo á seinna námsárinu að taka þátt í starfi fjölskyldueiningarinnar. „Ég fékk að vera með eins oft og ég vildi. Þá sat ég ásamt öðrum og fylgdist með viðtölum gegnum gler sem var spegill hinum megin. Þetta voru alvöru­ fjölskyldur og alvöru­vandamál. Þeir sem hlustuðu gátu hringt inn spurningar sem spyrjendur prófuðu svo á fjölskyldunni.“ Hildur segir að fjölskyldurnar hafi ekki verið truflaðar af þessu heldur beðið spenntar eftir spurningunum. Metið var svo hvaða áhrif hver spurning hafði. Þannig var spurningatækni fjölskyldueiningarinnar búin til. Lorraine Wright var forsprakki þess að nota opnar spurningar frekar en fyrirframákveðið fræðsluefni. Hún ráðlagði nemendum sínum að spyrja sjúklinginn: „Ef það væri eitthvað eitt sem þú vildir fá svar við, hver væri þá spurningin?“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.