Tölvumál


Tölvumál - 01.11.2009, Blaðsíða 4

Tölvumál - 01.11.2009, Blaðsíða 4
4 | T Ö L V U M Á L Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra Hlutverk upplýsingatækninnar Sp: Hvaða mynd hefur þú sem fyrrverandi starfs maður upp lýsingatækni­ fyrirtækis af hlutverki upplýsinga tækninnar? Það eru reyndar orðin 6 ár síðan ég starfaði sjálf við upplýsingatækni, en það er nóg til að ég sjái hversu gífurlegu hlutverki hún hefur að gegna. Upplýsingatæknin er náttúrulega eitthvað sem er bara orðin hluti af okkar samfélagi. Hún þróast áfram með því og jafnvel aðeins á undan því. Upplýsingatæknin er hluti af svo mörgu og ég held að í daglegu lífi taki menn hana sem sjálfgefnum hlut, en átti sig ekki á því hvað það er mikil vinna og sköpun þarna á bak við. Hlutverk nýsköpunar Sp: Er nýsköpun í upplýsingatækni leiðin út úr kreppunni? Ég lít svo á að nýsköpun muni færa okkur hið nýja Ísland og ég trúi því að við munum byggja endurreisnina á nýsköpun almennt, hvort sem það er í upplýsingatækni, ferðamálum eða hverju sem er. Nýsköpun er það sem við eigum að einbeita okkur að. Aðgerðir og stefna Sp: Hvaða stuðningsaðgerðir telur þú mikilvægastar? Það vill svo skemmtilega til að eitt af því sem er á verkefnasviði þessa ráðuneytis er nýsköpun og sprotar. Það er eitt af okkar stóru verkefnum og í tengslum við minn bakgrunn hef ég haft mikinn áhuga á þessum málaflokki, alveg síðan ég fyrst settist inn á þing, og síðan hér í iðnaðarráðuneytinu. Þarna eru gríðalega mikil og mörg tækifæri, en þetta er ekki sjálfgefinn hlutur, heldur eitthvað sem þarf að hlúa að. Nýsköpunarmiðstöð er aðalvettvangur ráðuneytisins fyrir þessi mál. Hún heldur uppi fjölbreyttum stuðningsaðgerðum við nýsköpun, í samstarfi við aðrar stofnanir og félög. Einnig hefur í ráðuneytinu verið settur á laggirnar svokallaður hátæknivettvangur, sem er í rauninni samstarfs- og samtalsvettvangur á milli sprota og hátækniiðnaðarins og ráðuneytisins um það almennt sem betur má fara í umhverfinu. Það má vænta þess að þaðan muni koma fjöldinn allur af tillögum, í næstu framtíð og til lengri framtíðar. Það er ætlun mín að halda þessum hátæknivettvangi áfram. Þannig að það er mjög margt í gangi hérna. Sp: Hvað geturðu sagt okkur um stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi nýsköpun og upplýsingatækni, og hvaða aðgerðir séu framundan? Svo ég nefni það helsta í nánustu framtíð sem við erum að vinna að, þá er í smíðum aðgerðaáætlun um að virkja atvinnulausa til nýsköpunar, sem ég get þó ekki farið nánar út í á þessari stundu. Annars er það ekki þannig að við séum að ákveða það innan ráðuneytisins hvað verði lögð mest áhersla á í nýsköpuninni, hvort það verði upplýsingatæknin eða eitthvað annað, heldur viljum við að stoðkerfið sé í lagi, þannig að nýsköpunin og markaðurinn ákveði það hvar áherslurnar eigi að liggja hverju sinni. En ég hef alltaf litið svo á að upplýsingatæknin verði ekki hólfuð svo auðveldlega af, sem einhver sér afmörkuð grein, vegna þess að hún er að verða undirlag undir öllu samfélaginu, öllu sem við gerum, og teygir anga sína út um allt. Bara það að stofna nýtt fyrirtæki á hvaða sviði sem er krefst upplýsingatækni og hún er að verða stærri og stærri hluti af ferðaþjónustu, við sjáum hana allsstaðar. Ekkert svið samfélagsins er ósnortið af upplýsingatækninni. Ef eitthvað er þá er hún að verða ein af undirstöðunum. ------- Um leið og við þökkum ráðherra góðar viðtökur og ágæt svör viljum við óska ríkisstjórninni góðs gengis í að hlúa að nýsköpun til endurreisnar. Í tilefni af tema þessa tölublaðs þótti ritstjórn Tölvumála við hæfi að gefa ráðherra iðnaðar og nýsköpunar kost á að tjá sig um nýsköpun og upplýsingatækni á Íslandi. Við munum byggja endurreisnina á nýsköpun almennt Ekkert svið samfélagsins er ósnortið af upplýsingatækninni. – Viðtal: Þorvarður Kári Ólafsson og Ásrún Matthíasdóttir Nýsköpun er framtíðin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.