Tölvumál


Tölvumál - 01.11.2009, Blaðsíða 37

Tölvumál - 01.11.2009, Blaðsíða 37
T Ö L V U M Á L | 3 7 Í tónlistarbúð vefsins má sjá lista yfir vinsælar plötur og lög innan ákveðinna tónlistargeira, hlusta á brot úr lögum. Fjölmargar aðrar tónlistarbúðir á netinu bjóða upp á svipaða þjónustu, og þar er iTunes vafalaust stærst. Á þessum vef njóta listamenn hins vegar betri kjara og verðleggja sjálfir sín lög og plötur, sem ætti að gagnast neytendum. Sumir hafa líkt gogoyoko við eBay tónlistar, því það eru listamennirnir eða rétthafar tónlistarinnar sem er til sölu sem fá ágóða af sölunni. Ólíkt öðrum tónlistarbúðum á netinu gengur viðskiptamódelið ekki út á að taka hlut af tónlistarsölunni sem á sér stað á síðunni. Sem þýðir aukinn ágóði fyrir listamennina. Samfélagsvefur Samfélagshluti þessa vefs snýst fyrst og fremst um tónlist. Notendum síðunnar gefst kostur á skoðanaskiptum um tónlist og tónlistartengd atriði, eins og tónleika og tónlistarhátíðir. Notendur geta verið í beinu sambandi sín á milli, sem og við tónlistarmenn og hljómsveitir – og öfugt. Hér er komið því komið tæki fyrir tónlistarmenn til að vera í beinu sambandi við sinn áhangendahóp, þar sem hann getur hlustað á og keypt tónlist beint af listamanninum. Með gogoyoko spilaranum er hægt að búa til og skiptast á spilunarlistum. Spilarann má færa og taka yfir á aðrar vefsíður og blogg, og gegnum hann má kaupa (eða selja) tónlist. Opnun vefsins Í janúar 2009 gekk fjárfestingafélag, sem er í 90% eigu Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og 10% eigu Vilhjálms Þorsteinssonar, frá samningum um fjármögnun á gogoyoko. Nú starfa rúmlega 20 manns hjá fyrirtækinu, sem er með aðsetur í Mörkinni í Reykjavík og með samstarfsaðila staðsetta í New York, London, Osló og München. Meðal samstarfsaðila er fyrirtækið Ignitas í Noregi, sem hefur víðtæka reynslu af áætlanaráðgjöf og starfsemi á netinu, og Sheridans lögfræðiskrifstofan í London, sem kemur að málum er snúa að lagahlið tónlistarbransans. Tónlistarvefur þess er í dag starfræktur í lokuðu prófanaumhverfi, þar sem aðeins boðsgestir fá aðgang. Opnað verður fyrir almenning á Íslandi og Skandinavíu á árinu 2009 og í kjölfarið um heim allan. Sanngjörn viðskipti þar sem listamenn og hljómsveitir hafa sem mesta stjórn á verkum sínum og geta haft af þeim tekjur, bæði í gegnum sölu og hlustun á tónlist sinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.