Tölvumál


Tölvumál - 01.11.2009, Blaðsíða 40

Tölvumál - 01.11.2009, Blaðsíða 40
4 0 | T Ö L V U M Á L Íslenski leikjaiðnaðurinn Flestir þekkja fyrirtæki eins og CCP sem framleiðir fjölspilunarleikinn EVE Online. CCP er stærst þeirra fyrirtækja sem framleiða leiki, en alls ekki það eina. Fyrirtækin í samtökum íslensks leikjaiðnaðar hafa 575 starfsmenn, þar af 311 á Íslandi. Hjá CCP starfa tæplega 400 manns frá 20 löndum í þremur heimsálfum. Velta fyrirtækisins er rúmlega 7 milljarðar á ári. Notendur EVE Online eru fleiri en 300.000 og má búast við að fljótlega verði þeir fleiri en allir íbúar á Íslandi. Betware er minna þekkt fyrirtæki sem framleiðir leiki. Fyrirtækið sérhæfir sig í íþrótta- og talnaleikjum fyrir ríkisrekin lottó- og getraunafyrirtæki. Hjá Betware starfa hátt í 100 manns í fimm löndum, þar af vel yfir 50 á Íslandi. Fyrir utan almenna happdrættisleiki eins og Lottó og Lengjuna, þá framleiðir fyrirtækið hátt í 200 leiki; skafmiðaleiki, Bingó, fjölspilunarleiki eins og t.d. Lúdó, Yatzy auk leikja eins og rúllettu og 21. Markaðssvæði Betware er aðallega erlendis þó ræturnar megi rekja til samstarfs við Íslenskar getraunir. Velta fyrirtækisins er að nálgast milljarð á ári. Gogogic er eitt af spútnik fyrirtækjum landsins. Fyrirtækið hefur náð athygli fjölmiðla og nýverið fjárfesti Nýsköpunarsjóður í fyrirtækinu. Gogogic sérhæfir sig í að hanna leiki fyrir vefinn og iPhone, en nýjasta afurð þeirra er Symbol 6. Fyrirtækið hefur einnig gert leiki fyrir Fésbókina. Gogogic fékk styrk til framleiðslu á fjölspilunarleiknum Vikings of Thule sem kemur á markað á árinu 2009. Hjá On The Rocks starfa 43 starfsmenn út um allan heim en 10 á Íslandi. Fyrirtækið sér um fjármögnun, hugmyndavinnu, grafískar útfærslur og hönnun leikja. Markmiðið er að gefa út 3-4 leiki á ári. Áherslan er á iPhone en sumum leikjum er dreift á annan máta. Meðal leikja má nefna iPhone leikinn Tiltafun sem nýtir sér veltitækni símans. Annar leikur er Thor sem byggður er á þrívíddarkvikmynd frá CAOZ. Leikurinn Legion of Amor er hlutverkaleikur þar sem spilari stjórnar brynvörðum hermanni sem berst Ólafur Andri Ragnarsson, aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík og hugbúnaðararkítekt hjá Betware Leikjaiðnaðurinn er alvöru iðnaður Í samtökum íslensks leikjaiðnaðar eru fyrirtæki með samtals 575 starfsmenn, þar af 311 á Íslandi Flestir sem lögðu leið sína á Balthazar bar í miðborg Reykjavíkur miðvikudagskvöldið 6. maí 2009 voru að koma til að horfa á undanúrslitaleik í meistaradeild Evrópu. Nokkrir einstaklingar lögðu þó leið sína framhjá áhorfendum og upp á efri hæðina. Þetta fólk var að var að koma til að gera allt annað en að fylgjast með fótboltaleik. Það var komið til að tala um aðra tegund af leikjum. Það sem sameinaði þennan fámenna hóp var áhugi þeirra á leikjum og hönnun þeirra. Þetta var fyrsti fundurinn í nýstofnuðum samtökunum sem heita Icelandic Gaming Industry, IGI. Leikjaiðnaðurinn er að verða alvöru iðnaður á Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.