Tölvumál


Tölvumál - 01.02.2008, Blaðsíða 43

Tölvumál - 01.02.2008, Blaðsíða 43
aðlaga hugbúnaðinn ættu að geta látið þá sem hafa hæfileika til þess að aðlaga hugbúnaðinn fá upprunalegu útgáfuna. Frelsi 3 er nátengt frelsi 1 en nær einnig til betrumbóta. Á sama hátt og hugbúnaðarframleiðendur geta ekki sérsniðið hugbúnað að þörfum allra þá er möguleiki á að notendur vilji bæta einhverju við hugbúnaðinn. Það þarf ekki að vera að framleiðendur hafi nægilega hæfileikaríka sérfræðinga á sínum böndum til þess að útbúa fullkomna lausn á öllum sviðum eins og til dæmis hvað varðar notendaviðmót, öryggi gagna og svo framvegis. Notendur ættu að geta betrumbætt hugbúnaðinn sjálfir (eða fengið aðra til þess) án þess að benda framleiðandanum á og bíða svo eftir því að framleiðandinn gefi út nýja útgáfu sem mögulega lagfærir hugbúnaðinn viðeigandi hátt. Dæmi um þetta frelsi er atvikið sem var upphafið að frjálsum hugbúnaði þegar Stallman vildi bæta við hugbúnað prentarans að senda út tilkynningu þegar hann bilaði. Eins og með frelsið um aðlögun á hugbúnaði er nauðsynlegt að hafa aðgang að frumkóða hugbúnaðarins til þess að gera betrumbætur á honum. Opinn hugbúnaður Opinn hugbúnaður (e. Open Source Software) er í raun frábær markaðs­ setning á frjálsum hugbúnaði. Árið 1991 hóf Linus Torvalds, finnskur háskólanemi, að skrifa stýrikerfiskjarna sem varð þekktur undir nafninu Linux. Hann gerði kjarnann frjálsan undir GPL leyfinu. Auk þess leyfði hann öllum að sjá frumkóðann og senda inn breytingar og betrumbætur sem hann gat bætt inn í kjarnann hvenær sem er. Linus skilgreindi þannig notendur Linux sem alla sem hafa áhuga á og vildu taka þátt. Þessi þróunaraðferð hafði til þessa aðeins tíðkast í minni frjálsum hugbúnaðarverkefnum og var ekki talin ákjósanleg fyrir eins flókinn hugbúnað og stýrikerfiskjarna. Þrátt fyrir það er Linux kjarninn eitt þekktasta og velheppnaðasta frjálsa hugbúnaðarverkefni í heiminum og þróunaraðferðin náði alla leið upp Það er óhugsandi að framleiðandi hugbúnaðarins geti mætt þörfum allra þeirra sem vilja nota hugbúnaðinn Það er mikilvægt að þessir hópar og aðilar geti aðlagað hugbúnaðinn að sínum þörfum án þess að bíða eftir því að framleiðandi hugbúnaðarins sjái sér hag í því að svara kröfum þeirra á pallborðið hjá Netscape sem ákváðu að gefa vafrann sinn frjálsan (sem nú er þekktur undir nafninu Firefox). Nokkrir fylgismenn frjálsu hugbúnaðarstefnunnar tóku eftir því að hugbúnaður sem var þróaður á þennan hátt varð betri á marga vegu og þróaðist hraðar en svipaður hugbúnaður sem var þróaður með lokaðri aðferð. Þeir sáu sér því leik á borði og hófu að markaðssetja þessa tilteknu þróunaraðferð án þess að tala um frelsi notenda. Hugbúnaður sem var þróaður með þessari sömu aðferð og Linux kjarninn var kallaður ,,opinn hugbúnaður.” Ástæðan fyrir öðru nafni má rekja til þess að orðið frjáls á ensku (e. Free) hefur tvær merkingar (ókeypis og frjáls). Frjáls og opinn hugbúnaður Það er ekki gefið að opin hugbúnaðarleyfi séu frjáls hugbúnaðarleyfi. Opnu leyfin miðast við að gera þróunaraðferðina mögulega en frjálsu leyfin miðast við að gefa notendum hugbúnaðarins frelsin fjögur. Hugbúnaður sem er bæði frjáls og þróunaraðferðinni er beitt er gjarnan kallaður frjáls og opinn hugbúnaður. Það má því segja að frjáls hugbúnaður og opinn hugbúnaður taki í raun fyrir sama viðfangsefnið en markaðssetningin á því sé mismunandi. Í þeim fyrrnefnda er talað um frelsi notenda en í þeim seinni um árangursríka þróunaraðferð. T Ö L V U M Á L | 4 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.