Tölvumál


Tölvumál - 01.02.2008, Blaðsíða 39

Tölvumál - 01.02.2008, Blaðsíða 39
T Ö L V U M Á L | 3 9 Önnur kerfi: • IXOS skönnunarkerfi • Þjóðskrá Glitnis • Upplýsingaveita um viðskiptavini • EST kerfi (lán og reikningar viðskiptavina) • SKUMS (skjala­ og umsóknakerfi) Tölulegar staðreyndir Nokkrar einfaldar tölulegar staðreyndir geta gefið einhverja hugmynd um umfang verkefnisins. Mat á umfangi hugbúnaðarverkefna er þó almennt flóknara en svo að hægt sé að lýsa því fyllilega með þessum hætti. Fjöldi kóðalína1: ............................................................................. 50.275 Fjöldi taflna í gagnagrunni ..................................................................... 40 Fjöldi notkunartilvika2 ........................................................................... 28 Fjöldi breytinga3 ................................................................................. 580 Aðferð Ákveðið var að MiFID verkefnið yrði unnið skv. nýju hugbúnaðarferli bank­ ans sem byggir á Microsoft Solution Framework (MSF). Auk MSF var tölu­ vert sótt til annarra aðferða eins og Scrum og aðferða sem hafa prófanir á hugbúnaðinum í brennidepli (Test driven development). Hugbúnaðarferlið er dæmigert fyrir kvikar aðferðir. Verktímanum var skipt niður í 5 ítranir eða spretti. Í upphafi hverrar ítrunar var ákveðið hvað skyldi útfært, gerð áætlun og skilgreind verk fyrir sérhvern meðlim hópsins. Í upphafi hvers dags var haldinn „scrum“ fundur þar sem farið var yfir stöð­ una. Í lok ítrunar var síðan gefin út útgáfa af hugbúnaðinum í heild sinni. Verkefnishópurinn var skipaður 12 einstaklingum: verkefnisstjóra (Project Manager), viðskiptagreini 4 (Business Analyst), 8 forriturum og 2 prófurum. Uppgjör MiFID hugbúnaður Glitnis fór í loftið þann 1. nóvember eins og áætlað var 5. Engin vandamál komu upp og í heildina gekk verkefnið mjög vel. En að hve miklu leyti má þakka góðan árangur því hugbúnaðarferli sem beitt var? Það sem virkaði Hafa sérstakan viðskiptagreini (Business Analyst): Lang flestir þátttakendur í verkefninu nefndu þetta sem lykilástæðu en viðkomandi aðili hefur það hlutverk að miðla upplýsingum milli verkefnishópsins og notenda og þeirra sem eiga verkefnið. Það að einhver hafi sérstakt hlutverk í hópnum fyrir þetta (og ekkert annað) skiptir miklu máli. 1 Að meðtöldum auðum línum (whitepaces) en frátöldum kóða í gagnagrunni. 2 Í MSF er þetta kallað „Atburðarás“ (Scenario). 3 Með breytingu er átt við breytingu á kóða sem forritari skilar inn í einu lagi. Oft nefnt „Changeset“. 4 Þetta orð er líklega ekki til í íslensku. Hafi mér sést yfir augljósari þýðingu á hugtakinu sem um ræðir er beðist forláts. 5 Raunar var hluti hans settur í loftið 29. október. Var þar um að ræða netbankahluta verkefnisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.