Tölvumál


Tölvumál - 01.02.2008, Page 39

Tölvumál - 01.02.2008, Page 39
T Ö L V U M Á L | 3 9 Önnur kerfi: • IXOS skönnunarkerfi • Þjóðskrá Glitnis • Upplýsingaveita um viðskiptavini • EST kerfi (lán og reikningar viðskiptavina) • SKUMS (skjala­ og umsóknakerfi) Tölulegar staðreyndir Nokkrar einfaldar tölulegar staðreyndir geta gefið einhverja hugmynd um umfang verkefnisins. Mat á umfangi hugbúnaðarverkefna er þó almennt flóknara en svo að hægt sé að lýsa því fyllilega með þessum hætti. Fjöldi kóðalína1: ............................................................................. 50.275 Fjöldi taflna í gagnagrunni ..................................................................... 40 Fjöldi notkunartilvika2 ........................................................................... 28 Fjöldi breytinga3 ................................................................................. 580 Aðferð Ákveðið var að MiFID verkefnið yrði unnið skv. nýju hugbúnaðarferli bank­ ans sem byggir á Microsoft Solution Framework (MSF). Auk MSF var tölu­ vert sótt til annarra aðferða eins og Scrum og aðferða sem hafa prófanir á hugbúnaðinum í brennidepli (Test driven development). Hugbúnaðarferlið er dæmigert fyrir kvikar aðferðir. Verktímanum var skipt niður í 5 ítranir eða spretti. Í upphafi hverrar ítrunar var ákveðið hvað skyldi útfært, gerð áætlun og skilgreind verk fyrir sérhvern meðlim hópsins. Í upphafi hvers dags var haldinn „scrum“ fundur þar sem farið var yfir stöð­ una. Í lok ítrunar var síðan gefin út útgáfa af hugbúnaðinum í heild sinni. Verkefnishópurinn var skipaður 12 einstaklingum: verkefnisstjóra (Project Manager), viðskiptagreini 4 (Business Analyst), 8 forriturum og 2 prófurum. Uppgjör MiFID hugbúnaður Glitnis fór í loftið þann 1. nóvember eins og áætlað var 5. Engin vandamál komu upp og í heildina gekk verkefnið mjög vel. En að hve miklu leyti má þakka góðan árangur því hugbúnaðarferli sem beitt var? Það sem virkaði Hafa sérstakan viðskiptagreini (Business Analyst): Lang flestir þátttakendur í verkefninu nefndu þetta sem lykilástæðu en viðkomandi aðili hefur það hlutverk að miðla upplýsingum milli verkefnishópsins og notenda og þeirra sem eiga verkefnið. Það að einhver hafi sérstakt hlutverk í hópnum fyrir þetta (og ekkert annað) skiptir miklu máli. 1 Að meðtöldum auðum línum (whitepaces) en frátöldum kóða í gagnagrunni. 2 Í MSF er þetta kallað „Atburðarás“ (Scenario). 3 Með breytingu er átt við breytingu á kóða sem forritari skilar inn í einu lagi. Oft nefnt „Changeset“. 4 Þetta orð er líklega ekki til í íslensku. Hafi mér sést yfir augljósari þýðingu á hugtakinu sem um ræðir er beðist forláts. 5 Raunar var hluti hans settur í loftið 29. október. Var þar um að ræða netbankahluta verkefnisins.

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.