Jón á Bægisá - 01.10.2009, Page 94

Jón á Bægisá - 01.10.2009, Page 94
Ólafur Bjarni Halldórsson II. þáttur Þáttur álfanna í verkinu á ekki hvað minnstan þátt í að gera það að því meistarastykki sem það er. I gegnum þá kemur fram þekking Shakespeares á náttúrunni og trúin á álfa sem hefur lifað með þjóðum um aldir. I verkinu verður inngrip álfanna í líf hinna mennsku til þess að skapa skoplega ring- ulreið sem að lokum regla kemst á og niðurstaðan verður farsæl endalok. I upphafi annars þáttar spyr Bokki álfur annan úr sveit álfa hvert eigi að halda, er þeir hittast í skógi í nágrenni Aþenu: Puck\ How now, spirit! whither wander you? Fairie: Over hill over dale, Thorough bush, thorough brier, Over park, over dale Thorough flood, thorough fire, I do wander every where, Swifter than the moon's sphere; And I serve the fairie Queen To dew her orbs upon the green. Bokki-. Segðu mér álfur litli, hvert skal halda? Álfur. Yfir vorgrænan völl eins og vindur ég held yfir fannþakin íjöll, undir foss, gegnum eld um engi og skóga flýg ég fljótt sem folur mána geisli um nótt og úða dögg á grösin græn; svo gengur Alfadrottning væn í dans; Oft er það sagt að þegar ljóð sé þýtt verði til annað ljóð á nýju tungu- máli, sem byggi á efni þess frumsamda, en fari þó sínar eigin leiðir sem betur þykja henta. Þetta á a.m.k. að einhverju leyti við hér. Svo virðist sem þýðandi ferðist með álfinn úr skógum Aþenu (sem kannski eru þó endur- sköpuð mynd af breskri náttúru) norður til íslands. Hinn suðræni álfur ferðast um hæðir og dali, kjarr, runna, garða og girðingar, en sá norræni um vorgrænan völl og eins og vindur um snæþakin íjöll og undir foss. Norræna álfa-drottningin gengur í dans að hætti okkar álfa. Setningin „to dew her orbs upon the green“ gæti merkt að álfurinn hygðist þjóna drottn- ingu sinni með því að vökva augu hennar (e. her orbs) með döggvotu grasi, en hér skal þó ekki fullyrt að sú getgáta eigi við rök að styðjast. í heild er íslenska útgáfan af álfaljóðinu mjög góð. Þýðandi endurskapar anda frum- textans í nýju umhverfi og fylgir um leið heíðum íslensks skáldskapar. Hér er því dæmi um hvernig flytja má höfund til lesenda með árangursríkum hætti. Álfakonungur og drottning deila um yfirráð yfir indverskum dreng sem drottning hefur tekið að sér, en konungur vill fá í sína þjónustu. Tít- anía álfadrottning rökstyður hér hvers vegna hún vill ekki láta drenginn af hendi: 92 á .óSœy/.já — Tímarit um þýðingar nr. 13 / 2009
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.