Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Blaðsíða 16

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Blaðsíða 16
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 87. árg. 201112 þá gætu sparast stórar fjárhæðir í heilbrigðiskerfinu. Við erum þó fyrst og fremst að vinna að betri líðan sjúklinga.“ Vantaði rannsóknir Sigríður er í hálfu starfi á Landspítala og gegnir þar stöðu forstöðumanns fræðasviðs í krabbameinshjúkrun auk þess sem hún er í hálfu starfi sem dósent við Háskóla Íslands. Rannsóknin er samvinnuverkefni þessara tveggja stofnana. Sigríður útskrifaðist í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1997. „Mér fannst mjög gefandi að starfa við hjúkrun eftir útskrift. Ég starfaði á krabbameinsdeild, skurðdeild og bráðamóttöku og notaði tímann til að undirbúa mig fyrir áframhaldandi nám. Mér fannst það trufla mig svolítið hvað vantaði oft rannsóknir sem hægt væri að styðja sig við. Það vakti því fljótlega áhuga minn á að fara út í rannsóknir. Ég hélt í meistaranám til Bandaríkjanna árið 1998 og fór í doktorsnámið í beinu framhaldi af því,“ segir Sigríður en eiginmaður hennar, Magnús Haraldsson, var samtímis í sérnámi í geðlækningum. Þau stunduðu nám sitt í Madison í Wisconsin. Sigríður kom heim árið 2003 og lauk doktorsritgerðinni. Auk þess starfaði hún á Rannsóknarstofnun í hjúkrunarfræði og eignaðist sitt fyrsta barn árið 2004, sama ár og hún varði ritgerðina. eiga eftir að koma góðar niðurstöður ef allt fer vel. Það er svo ótalmargt sem spilar inn í að þetta gangi upp. Sigríður Zoega hjúkrunarfræðingur hefur unnið mikið með mér en hún byrjaði í doktorsnámi við Háskóla Íslands í janúar og mun nýta hluta af rannsóknargögnunum í sinni doktorsritgerð. Síðan er svigrúm til að vera með tvo nema í meistaraverkefni. Ég hef því trú á að ýmislegt áhugavert eigi eftir að koma fram,“ segir hún. „Mér finnst afar mikilvægt að við sem störfum í hjúkrunarsamfélaginu séum tilbúin til að vinna saman að rannsóknum. Það þarf að sameina kraftana og hugsa til framtíðar. Þessi rannsókn snýr bæði að sjúklingum og hjúkrunarfræðingum. Þegar við söfnuðum svörum frá sjúklingunum fengum við um 80% svarhlutfall og þar er um mjög veikt fólk að ræða. Þessir einstaklingar gáfu sér tíma til þess að vera með. Það gekk hins vegar hægar í upphafi að fá hjúkrunarfræðingana með. Til að hægt sé að meta árangur skiptir öllu máli að hjúkrunarfræðingarnir séu tilbúnir að taka þátt líka. Ég veit að það gefst ekki mikill tími í vinnunni og mann langar ekki til að setjast yfir spurningablöð þegar heim er komið. En þar liggur árangurinn að rannsókninni. Það er því mikill ábyrgðarhluti að vera þátttakandi í svona rannsókn,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir að lokum. „Mér fannst það trufla mig svolítið hvað vantaði oft rannsóknir sem hægt væri að styðja sig við.“ Sumum finnst hjúkrunarfræðin vera langt og mikið nám, jafnvel of mikið. Sigríður er ekki sammála því. Hún segir að það hafi verið allt önnur hugsun í hjúkrun á árum áður. „Við erum í fararbroddi í Evrópu varðandi hjúkrunarmenntun á háskólastigi. Ég tel að við ættum að fjölga hjúkrunarfræðingum sem hafa lokið meistara­ og doktorsnámi til að efla sérfræðiþekkingu okkar. Það er afar mikilvægt í breyttri og kröfuharðari heilbrigðisþjónustu. Öll meðferð er flóknari en áður var. Fólk lifir lengur, er með flókin heilbrigðisvandamál og það þarf mjög þjálfað fólk til að annast það. Einnig er verið að sinna veikara fólki úti í samfélaginu á göngudeildum og í heimaþjónustu. Það er því mikil þörf fyrir sérfræðiþekkingu í hjúkrun. Þótt Háskóli Íslands sé góður skóli er ég hlynnt því að fólk sæki sér að auki menntun í útlöndum. Það eykur víðsýni og maður kynnist nýjum hlutum. Við megum ekki verða einsleit í faginu.“ Hugsað til framtíðar Þegar rannsóknarverkefni Sigríðar lýkur verður það kynnt víða um heim. „Vonandi Hugsaðu dæmið til enda Fáðu ráðgjöf í síma 595 3400 Hvar er þínum séreignarsparnaði best borgið? Allianz Ísland hf. | Digranesvegi 1 | 200 Kópavogi | 595 3300 | allianz@allianz.is | allianz.is Ó · 1 31 75 Í desember sl. gaf Háskólaútgáfan út bókina „Ofbeldi: margbreytileg birtingar mynd.“ Haldið var málþing 2. desember þar sem bókin var kynnt. Höfundar eru fjórir íslenskir hjúkrunarfræðingar. Þeir eru Erla Kolbrún Svavarsdóttir prófessor, sem jafnframt er ritstjóri bókarinnar, Kolbrún Kristiansen meistara nemi, Sigríður Sía Jónsdóttir, ljós- móðir og hjúkrunarfræðingur, og Brynja Örlygsd óttir lektor. Ofbeldi gegn konum er víðtækara samfélags- mein en flestir gera sér grein fyrir. Umfang og afleiðingar ofbeldis koma vel fram í þeim rannsóknum sem kynntar eru í bókinni. Á málþinginu, sem var haldið í samstarfi við Rannsókna stofnun í hjúkrunarfræði, var farið vel yfir efni bókarinnar og sagt frá niðurstöðum rannsóknanna fjögurra sem fjallað er um í bókinni. Í bókinni eru einnig klínískar leiðbein ingar fyrir fagfólk til að auðvelda því að greina vandamálið. Þar er hægt að fræðast um hvernig best er talið að bregðast við og veita fagleg úrræði til að vinna að því að draga úr víðtækum áhrifum ofbeldis. Bók um ofbeldi gegn konum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.