Iðjuþjálfinn - 01.05.2003, Blaðsíða 30

Iðjuþjálfinn - 01.05.2003, Blaðsíða 30
(Bailey, 1997) eftir ábendingum frá starf- andi iðjuþjálfum. Skilyrði fyrir þátttöku voru að nemendur hefðu líkamlega skerð- ingu, gætu tjáð sig á skiljanlegan máta, væru ekki með staðfesta þroskahömlun og væru á aldrinum 10 til 15 ára. Tveir þátttak- endur notuðu hjólastól að staðaldri til að komast um og átta voru fótgangandi. Teg- und skerðingar meðal þátttakenda var af ýmsum toga. Fimm voru með heilalömun, þar af fjórir með helftarlömun og einn með fjórlömun með breytilegri vöðvaspennu, tveir með hryggrauf, einn með taugasjúk- dóm og tveir með tauga- og vöðvasjúkdóm. Sex drengir og fjórar stúlkur tóku þátt í rannsókninni. Niðurstöður og umræða Allir þátttakendur upplifðu að þörfum þeirra væri ekki fyllilega mætt í skólaum- hverfinu á einu eða fleiri sviðum. Hér verð- ur greint frá helstu niðurstöðum. Að skrifa Flestir viðmælendur áttu erfitt með að skrifa. Sumir höfðu þegar fengið aðlögun við verkið sem fólst ýmist í því að stuðn- ingsfulltrúi skrifaði, notuð var tölva, hjálp- argrip á skriffæri eða nemendur fengu af- hentar glósur frá kennara. Ýmsar ástæður lágu að baki erfiðleikum nemenda við að skrifa. Má þar nefna rangt grip um skriffæri, þreytu, stífleika eða „krampa í hendi.“ Enn aðrir voru lengi að skrifa eða gátu það ein- faldlega ekki. Erfiðleikar stöfuðu enn frem- ur af völdum annarra áhrifaþátta eins og einbeitingarskort, aukaverkunum lyfja eða sjúkdómum óháðum líkamlegri skerðingu. Athyglisvert var hve margir þátttakenda þurftu og vildu nota tölvu án þess að kom- ið væri til móts við þær þarfir. Vegna erfið- leika við að skrifa voru sumir nemendur háðir aðstoð allan daginn. Aðrir sögðust eyða allri sinni orku í að reyna að skrifa glósur og áttu litla eða enga eftir til að fylgj- ast með í tímum og taka þátt í verkefnum. Viðmælendur voru margir hverjir við það að ljúka grunnskólanámi og höfðu enn ekki fengið tölvu til eigin umráða. Þeir sem höfðu tölvu voru yfirleitt nýbúnir að fá hana. Tölvan nýttist þó ekki alltaf sem skyldi og gátu margar ástæður legið þar að baki. Sem dæmi má nefna að tölva var ekki fyrir hendi í öllum kennslustofum eða stað- setning hennar var óhentug. Þátttakendur nefndu einnig þekkingarleysi kennara og aðstoðarmanna á tölvunotkun og hentug- um forritum. Með aukinni tölvunotkun töldu ýmsir sig geta eflt sjálfstæði sitt og námsárangur sem kann einnig að hafa áhrif á sjálfsmat og vellíðan. Þess ber að geta að Tryggingastofnun ríkisins hefur nýlega hert úthlutunarreglur sínar um tölvubúnað og er nú mun erfiðara að fá tölvu en áður vegna skriftarörðugleika. Þannig átti eng- inn viðmælenda rétt á tölvu samkvæmt nýju úthlutunarreglunum en nokkrir hefðu getað fengið tölvu samkvæmt eldri reglum (Reglugerð heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytis um styrki Tryggingarstofnunar ríkisins vegna hjálpartækja, nr. 460/2003, flokkur 21.12.) Að taka próf Nær allir þátttakendur höfðu fengið aðlög- un við að taka próf. Af þeim fengu flestir að taka prófin í sérherbergi þar sem kennari, sérkennari eða stuðningsfulltrúi veittu að- stoð. Aðstoðin fólst m.a. í að spurningar voru lesnar upp fyrir nemendur og þeir svöruðu ýmist munnlega, skriflega eða svörin voru skrifuð niður fyrir þá. Margir fengu lengri próftíma og einn notaði tölvu til að svara ritgerðarspurningum. Að taka próf var það verksvið þar sem nemendur töldu helst vera komið til móts við þarfir sínar. Aðlögunin var yfirleitt einföld í fram- kvæmd, svo sem lengri tími. Ýmsir þátttak- enda höfðu þörf fyrir frekari aðlögun, svo sem að taka próf á tölvu. Þess má þó geta að ekki er hægt að fá samræmd próf í tölvu- tæku formi. Svo virðist sem starfsfólk skóla telji úrbætur varðandi próftöku nemenda með líkamlega skerðingu vera mikilvægan þátt í skólastarfi svo hægt sé að meta árang- ur þeirra líkt og annarra jafnaldra. Þó þarf að koma enn betur til móts við nemendur og gæta þess að allir hafi sömu tækifæri til- próftöku. Íþróttir Helmingur viðmælenda var hættur í íþrótt- um. Mismunandi ástæður voru nefndar, ýmist að kröfur væru of miklar eða ekki væri tekið mið af þörfum nemenda og getu. Auk þess voru sumir útilokaðir frá þátttöku með bekknum og voru einir afsíðis í leik með bolta. Viðmælendur lýstu óánægju með að vera skildir útundan og að fá ekki tækifæri til að fylgja bekkjarfélögum eftir. Þeim fannst tilgangslaust að mæta í íþrótta- tímana og kusu því að hætta. Einn þátttak- andi okkar sem notaði hjólastól að stað- aldri, var hættur í íþróttum og ástæðuna sagði hann m.a. vera: Ég fór alltaf í tímana en hérna, ég meina ég var annað hvort að horfa á eða bara með körfubolta eða eitthvað...var bara einn skilurðu. Allir sem höfðu hætt eða upplifðu þörf fyrir aðlögun voru í almennum bekk. Að- eins einn þátttakandi var í aðlöguðum íþróttatíma og var hann í sérdeild. Flestir nemendur sem voru hættir í íþróttum vildu taka þátt á ný ef tímarnir yrðu aðlagaðir að getu þeirra og þörfum en trú á breytingar var þó ekki fyrir hendi. Íþróttir var yfirleitt sú námsgrein sem fyrst féll út af stundaskrá nemenda. Svo virðist að ef nemendur gætu ekki tekið fullan þátt í þeim íþróttagreinum sem boðið var upp á væri betra að nýta tím- ann í annað „nytsamlegra“. Kennslustofa og aðgengi innan og utan skóla Flestir þátttakendur höfðu hvorki mikla þörf fyrir aðlögun í kennslustofu né að- gengi innan og utan skóla en hvorugur vettvangurinn hafði þó verið mikið aðlag- aður. Einungis tveir nemendur þurftu að- lögun við að komast um utan dyra en báð- ir fóru um í hjólastól. Við teljum að hindr- anirnar sem þeir mættu hafi haft töluverð- ar afleiðingar á þátttöku í skólastarfi innan veggja skólans og á skólalóð. Annar nem- andinn var ósáttur við þessar aðstæður og óskaði þess að þær væru betri. Í því sam- hengi sagði hann meðal annars: Þá gæti ég...kannski verið með leiksystk- inum mínum í staðinn fyrir að sitja bara, standa og gera ekki neitt eða horfa á og gera ekki neitt. Báðir nefndu að þeir ættu enga nána vini en fjölmargar rannsóknir leiða í ljós að aðgengismál og aðrar hindranir í ytra um- hverfi geta haft mikil áhrif á félagslegt sam- neyti (Prellwitz og Tamm, 2000; Law, 2002; Snæfríður Þóra Egilson; 2003, Hemmings- son, o.fl., 2003). Frímínútur Frímínútur hafa mikil áhrif á mótun félags- legra tengsla í skólanum en þar taka nem- endur þátt í frjálsum leik á eigin forsend- um. Meirihluti viðmælenda í rannsókninni hafði hins vegar takmarkað félagslegt sam- neyti við skólafélaga í frímínútum. Flestir virtust vera einir, nýttu tímann til að borða, eða gengu um skólann. Fram kom að lítil sem engin aðstoð var veitt til að stuðla að þátttöku nemenda í frímínútum. 30 - IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2003 Algengt er að nemendur með fötlun eigi í erfiðleikum með að mynda fé- lagsleg tengsl við skólafélaga og við- halda þeim.

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.