Iðjuþjálfinn - 01.05.2003, Blaðsíða 38

Iðjuþjálfinn - 01.05.2003, Blaðsíða 38
38 - IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2003 Jóna Kristófersdóttir fyrsti íslenski iðjuþjálfinn féll frá í septem-ber síðastliðnum og þykir okkur ástæða til að minnast hennarmeð fáeinum orðum. Jóna fæddist á Blönduósi 20. apríl 1918. Hún stundaði nám í Kvennaskólanum á Blöndósi 1936-37 og stun- daði framhaldsnám í vefnaði á sama stað. Jóna fór til náms í iðjuþjálfun til Danmerkur 1939 og kom heim til Íslands fullnuma í iðjuþjálfun 1946. Helgi Tómasson þáverandi yfirlæknir á Kleppsspítala réði Jónu til starfa strax við heimkomu og þar starfaði hún nær samfellt til ársins 1986, eða í 40 ár. Við tókum Tómas Helgason geðlækni og fyrrverandi samstarfsmann Jónu tali. „Jóna var einstaklega dugleg og helgaði sig starfi í þágu geðsjúkra. Fyrstu árin fór iðjuþjálfunin að mestu fram í matsölum sjúkradeildanna og því var Jóna á stöðugum farandsfæti með allt það sem fylgdi handverkinu. Allan dagtíma notaði hún til að sinna sjúklingum en kvöld og helgar var hún að undirbúa störfin og laga ýmislegt handverk fyrir sjúklinga. Jóna var kröfuhörð við samstarfsfólk en þó ekki hálft á við þær krö- fur sem hún gerði til sjálfrar sín. Lengi vel var hún eini lærði iðjuþjálfinn en hafði margar flinkar konur sem kunnu til verka og gátu annast sjúklinga undir hennar leiðsögn. Starfsemin jókst jafnt og þétt undir styrkri handleiðslu Jónu og var iðjuþjálfunin í mik- lum blóma þegar hún lét af störfum.“ Jóna var mikill frumkvöðull ekki einungis á sviði iðjuþjálfunar geðsjúkra á Íslandi heldur iðjuþjálfunar almennt. Nýliðun í stéttin- ni gekk hægt og þegar iðjuþjálfafélag Íslands var stofnað árið 1976 voru meðlimir þess einungis 10 talsins. Jóna hafði þá starfað í yfir 30 ár en nú tæpum 30 árum síðar eru þeir komnir á annað hundrað. Með bættri menntun og fjölgun iðjuþjálfa verður brautryðjandans Jónu Kristófersdóttur best minnst. Hún var elsku- leg og kurteis kona sem barðist fyrir hugsjónum sínum af miklum eldmóð“. KRV/SG Minning: Jóna Sigríður Kristófersdóttir - Rætt við Tómas Helgason geðlækni

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.