Iðjuþjálfinn - 01.05.2003, Blaðsíða 35

Iðjuþjálfinn - 01.05.2003, Blaðsíða 35
þátta sem getur ákvarðað að hvaða marki börn geta tekið þátt í skólastarfi. Nákvæm greining og túlkun hreyfiörðugleika eykur möguleika á áhrifaríkri íhlutun. Hérlendis eru stöðluð hreyfiþroskapróf af skornum skammti. Íslenskt fagfólk hefur notast við óformlega þýdd próf þar sem erlend viðmið eru notuð við túlkun niðurstaðna. Eitt þess- ara prófa er matstækið Movement Assess- ment Battery for Children (M-ABC) og til- gangur rannsóknarinnar var að forprófa það. Með forprófuninni var frammistaða ís- lenskra sjö og átta ára barna könnuð. Aflað var upplýsinga um hver heildarframmi- staða sjö til átta ára íslenskra barna væri á matstækinu, hvort munur væri á heildar- frammistöðu íslenskra barna og bandarísku prófstaðlanna og í framhaldi af því hvort merkjanlegur munur væri á frammistöðu þeirra á einstökum prófþáttum. Til að fram- kvæma forprófun á M-ABC var valin meg- indleg rannsóknaraðferð sem flokkast und- ir aðferðafræðilegar rannsóknir og lýsandi tölfræði var notuð við greiningu gagna. Þátttakendur í rannsókninni voru sjö til átta ára nemendur í öðrum bekk Giljaskóla á Akureyri eða alls 47 nemendur. Kannaður var sá hluti matstækisins sem snýr að ald- urshópi þátttakenda. Niðurstöður rann- sóknarinnar sýndu að aðeins var merkjan- legur munur á frammistöðu íslensku og bandarísku barnanna á einum prófþætti innan matstækisins. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að merkjanlegur munur var á fín- hreyfiverkefninu „blómaslóð" en á því verkefni stóðu bandarísku börnin sig betur. Einnig var það tilfinning matsmanna að jafnvægisþættir matstækisins greindu ekki nægilega vel á milli barna með og án hreyfiörðugleika. Þessar niðurstöður ættu að veita gagnlegar vísbendingar um hvern- ig túlka beri niðurstöður íslenskra barna á M-ABC og auka líkur á vali réttrar íhlut- unar. Rannsókn á matstækinu Sensory Profile Höfundar: Alís Freygarðsdóttir og María Þórðardóttir Leiðbeinandi: Snæfríður Þóra Egilson Tilgangur verkefnisins er að kannaframmistöðu íslenskra barna á aldrinum þriggja til tíu ára á matstækinu Sensory Profile. Rannsakendur þýddu matstækið úr ensku síðastliðið sumar. Matstækið veitir sértækar upplýsingar um hvernig og hversu vel börn á aldrinum þriggja til tíu ára bregðast við skynáreitum í daglegu lífi. Notkun matstækisins auðveldar markvissa þjónustu við börn með færnivanda svo sem vegna ofvirkni, einhverfu og misþroska. Þegar niðurstöður Sensory Profile eru born- ar saman við niðurstöður annarra matsað- ferða fæst dýpri skilningur á færni barnsins sem nýtist við greiningu og skipulagningu íhlutunar. Áður en almenn notkun matstækisins hefst er mikilvægt að forprófa það með til- liti til notagildis þess á Íslandi. Framkvæmd rannsóknarinnar var á þann veg að úrtak tæplega 100 barna var valið úr tveimur grunnskólum og tveimur leikskólum á Akureyri. Matstækið var sent til foreldra þessara barna sem fylltu það út og sendu aftur til rannsakenda. Vonast er til að niðurstöður rannsóknar- innar gefi vísbendingu um notagildi mats- tækisins og íslenskrar þýðingar þess og veiti matstækinu gott brautargengi á Íslandi. IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2003 - 35

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.