Iðjuþjálfinn - 01.05.2004, Blaðsíða 10

Iðjuþjálfinn - 01.05.2004, Blaðsíða 10
Skýrsla fer einnig í sjúkraskrá sjúklings. Í skýrslu til (heimilis)læknis þarf að taka fram hvort sótt er um skilyrt ökuleyfi vegna hjálpartækja og þá hvenær. Afrit af bréfi varðandi skilyrt ökuleyfi þarf að fylgja með skýrslu um ökumat. Mælt er með að skrifað sé bréf til ríkislögreglustjóra eða sýslu- manns, ef þörf er á skilyrtu ökuleyfi eða takmörkuðu ökuleyfi. Ef niðurstaðan er sú að ekki sé raunhæft að viðkomandi aki bif- reið ber heimilislækni að koma skriflegum upplýsingum um aksturshæfni til lögreglu- stjóra. Það sama á við ef viðkomandi þarf tiltekinn búnað til að geta ekið örugglega (Lilja Ingvarsson og Sigrún Garðarsdóttir, 2004). Stundum er hægt með þjálfunartímum hjá ökukennara að ná færninni að nýju og fara aftur í ökumat. Ef til þess kemur að leggja þurfi bifreiðinni til langframa, þá er ekki síður mikilvægt að aðstoða viðkom- andi við að komast leiðar sinnar á annan hátt. Það að geta ekki ekið og komist um í samfélaginu getur leitt til þunglyndis, fé- lagslegrar einangrunar og minni þátttöku almennt í samfélaginu. Það getur reynst erfitt að þurfa að treysta á ættingja/ vini og geta ekki nýtt sér almennar samgöngur vegna heilbrigðisástands s.s lélegrar göngu- færni (Liddle og McKenna, 2003). Heimilislæknir ánægður með upplýsingar Þegar ég var nýlega búin að kynna mér hvernig ökumat færi fram og framkvæma nokkur möt hafði heimilislæknir samband og þakkaði mér fyrir góðar upplýsingar. Hann sagði þetta vera í fyrsta skipti sem hann hefði fengið skýrslu frá iðjuþjálfa og kynnst þeirra starfi. Hann sagði starf okkar vera mjög þarft. Þessi stutta símhringing varð frekari hvatning til að einblína enn meira á þessa iðju. Mikilvægt er fyrir iðju- þjálfa að gefa gaum að þessari mikilvægu iðju í nútíma samfélagi. Iðjuþjálfar þurfa að kynna sér reglugerðir varðandi ökuskír- teini, sérstakan búnað ökutækja og aðlög- un s.s. skilyrt ökuleyfi. Einnig þurfa þeir að kynna sér Reglugerðir Tryggingastofnunar ríkisins varðandi styrki vegna bifreiða t.d vegna reksturs bifreiða, bifreiðakaupa og hjálpatækjakaupa. Eins og staðan er í dag vantar þessa þjónustu úti í þjóðfélaginu og gæti verið vettvangur iðjuþjálfa í heilsu- gæslunni í framtíðinni, þar sem mikilvægt er að meta hvert tilfelli fyrir sig. Heimildir Guðrún Pálmadóttir, Kristjana Fengur, Rósa Hauksdóttir, Sigrún Garðarsdóttir, Snæfríður Þóra Egilsson, Þóra Leósdóttir, (1996). Íðorð í iðjuþjálfun - Hugtök og skýringar. Reykjavík: Iðjuþjálfafélag íslands. Hjördís Jónsdóttir (1999, nóvember). Hvernig er best að fá aldraða ökumenn sem ekki eru lengur færir um að keyra bíl til að hætta því? Erindi flutt á ráðstefnu Umferðarráðs, Reykja- vík. FAAS fréttir (2003, nóvember). Akstur aldraðra. Höfundur ekki nefndur. (bls. 42). Liddle. J. and McKenna. K. (2003). Older Driv- ers and Driving Cessation, British Journal of Occupational Therapy, March. (bls. 125-132). Lilja Ingvarsson og Sigrún Garðarsdóttir (2004.) Mat á færni við akstur - Gátlisti, Atvinnuleg endurhæfing Reykjalundi, Lilja Ingvarsson og Sigrún Garðarsdóttir. Margrét Sigurðardóttur, (2002, 21. febr.) Iðju- þjálfun.Glósur úr kennslustund í Iðjuþjálfun- Háskólinn á Akureyri. Pierce, S.I. (1998). Driving. Í G. Miller og A.Burkhardt (ritstj.), Stroke Rehabilitation - A Function Based Approach (bls. 385-406). St.Louis, Mosby Inc. Stefán Ingvarsson, (2003, apríl). Mat á aksturs- hæfni. Fyrirlestur fluttur á ráðstefnu um bifreiðarmál fatlaðra - kynning á reglugerðum og vinnuferli varðandi bifreiðamál fatlaðra m.t.t. mats á aksturshæfni, hjálpartækja og breytinga á bifreiðum, Reykjavík. 10 - IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2004

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.