Iðjuþjálfinn - 01.05.2004, Blaðsíða 28

Iðjuþjálfinn - 01.05.2004, Blaðsíða 28
Þjónusta iðjuþjálfa á Landakoti Starf iðjuþjálfa á Landakoti felst aðallega í mati og þjálfun á eigin umsjá, svo sem að klæðast, snyrta sig og borða. Einnig er unn- ið með þætti sem lúta að heimilishaldi og tómstundum. Til að meta færni við iðju eru aðallega notuð eftirtalin matstæki: ADL- Barthel index, A-One og AMPS, sem öll eru stöðluð. Auk þess er notað áhorf, þar sem fylgst er með einstaklingum vinna ýmis verk. Minnisprófið MMSE (Mini Mental State Examination) er notað til að skima vitræna getu skjólstæðinga. Mikilvægur þáttur í starfi iðjuþjálfa á Landakoti er prófun, ráðgjöf og aðlögun á hjálpartækjum. Í tengslum við útskrift fara iðju- og sjúkraþjálfari gjarnan í heimilisat- hugun og meta þörf á úrbótum eða hjálpar- tækjum til að auðvelda skjólstæðingum að athafna sig á eigin heimili. Einnig er ökumat með skjólstæðingum orðinn hluti af þjónustu iðjuþjálfa á Landa- koti. Fh. iðjuþjálfa á Landakoti, Ása Lind Þorgeirsdóttir, iðjuþjálfi 28 - IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2004 Ása iðjuþjálfi ásamt skjólstæðingum. Tómstundirnar eru margskonar t.d. tauþrykk, málun, smíðar og margt fleira.

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.