Iðjuþjálfinn - 01.05.2004, Blaðsíða 27

Iðjuþjálfinn - 01.05.2004, Blaðsíða 27
Iðjuþjálfun á Landakoti er staðsett á þriðju hæð K-álmu ásamt sjúkraþjálfun. Alls starfa þar sex iðjuþjálfar í 5,4 stöðugildum og tveir aðstoðarmenn. Á öllum deildum er lögð áhersla á teymisvinnu og er iðjuþjálfi hluti af henni. Nemar í iðjuþjálfun frá Há- skólanum á Akureyri koma í vettvangsnám á Landakot. Húsnæði iðjuþjálfunar á Landakoti er rúmgott og bjart. Í vinnustofu er skjólstæð- ingum gefið tækifæri til að hittast og ræða saman á meðan unnið er að ákveðnum tómstundartengdum verkefnum sem veita ánægju. Tómstundirnar eru margskonar t.d. tauþrykk, málun, smíðar og margt fleira. Einnig er rúmgóður æfingasalur, með vaxpotti og hinum ýmsu æfingatækjum til að þjálfa samhæfingu, fínhreyfingar og styrk handa. Vaxhópar eru fyrir þá sem eru með gigt í höndum eða verki og stirðleika. Hitinn dregur úr verkjum og auðveldar hreyfingu handa. Handaæfingar eru gerðar eftir vaxmeðferð. Í æfingaeldhúsi er hægt að meta skjól- stæðinga og prófa hin ýmsu smáhjálpar- tæki sem eru á markaðnum t.d. hnífapör með þykkari sköptum og ýmislegt til að auðvelda opnun á krukkum. Einnig er bað- herbergi á deildinni þar sem hægt er að sýna og þjálfa skjólstæðinga í notkun hjálpartækja, ásamt því að meta færni á baðherbergi. Á deildinni er tölvuherbergi fyrir skjól- stæðinga, þar sem hægt er að kynna áhuga- sömum internetið og ferðast þar um landið og heim allan. Betri stofan er okkar stolt og yndi að kynna öllum. Það er gamaldags heimilisleg stofa, sem minnir á heimili frá síðustu öld. Þar hefur verið komið upp safni ýmissa hluta sem fólk þekkir frá fyrri tíð. Þar fer fram margvíslegt skipulagt hópa- starf fyrir skjólstæðinga frá öllum deildum hússins. Dæmi eru endurminningahópar fyrir minnisskerta, þar sem rifjaðar eru upp góðar minningar frá liðnum æviskeiðum og bætir það oft líðan og styrkir sjálfstraust. Einnig eru umræðuhópar þar sem mark- miðið er að auka tjáningu og draga úr ein- manaleika og félagslegri einangrun. Rætt er um málefni líðandi stundar og/eða rifjaðir upp gamlir tímar. Deildir á Landakoti Á Landakoti eru átta deildir. Fyrst má nefna dagdeild sem tekur á móti 64 skjólstæðing- um. Þangað koma heimabúandi eldri borg- arar 2-3 sinnum í viku, í færnimat og end- urhæfingu. Skjólstæðingarnir eru frá 4-12 vikur á dagdeildinni. Ýmist koma skjól- stæðingar beint úr heimahúsi eða í áfram- haldandi meðferð af öðrum deildum. Tvær 18 rúma deildir fyrir minnissjúka eru starfræktar í húsinu. Mjög misjafnt er hversu löng innlögnin er hjá hverjum skjólstæðingi. Sumir koma í 3 vikna hvíld- arinnlögn, aðrir í nokkrar vikur þar sem fram fer færnimat, greining og endurhæf- ing og enn aðrir bíða alllengi eftir viðeig- andi hjúkrunarrými. Tvær 5-daga endurhæfingardeildir eru starfræktar með 20 rúmum hvor. Skjólstæð- ingar koma annað hvort að heiman eða frá öðrum deildum spítalans og eru í 4-8 vikur. Á þessum deildum fer fram færnimat og endurhæfing. Þar eru skjólstæðingarnir frá mánudegi til föstudags og eru heima um helgar. Ein 7-daga endurhæfingardeild með 18 rúmum er í húsinu. Hún skiptist í níu rúm fyrir sjúklinga með langvinna lungnasjúk- dóma og níu rúm fyrir 7-daga endurhæf- ingu þar sem sjúklingarnir eru í meiri þörf fyrir hjúkrun og eru almennt veikari fyrir en þeir sem koma á 5-daga deild. Líknardeild er í húsinu með níu rúmum. Þar er aðallega fólk sem fær líknandi með- ferð vegna langt gengins krabbameins. Þjónusta iðjuþjálfa á þessari deild felst aðal- lega í að stuðla að virkni skjólstæðinganna og sækja um hjólastóla fyrir þá sem þurfa. Göngudeildarþjónusta í húsinu felst í al- mennri mótttöku, minnismóttöku og byltu- og beinverndarmótttöku. Iðjuþjálfi er starfandi í Byltu- og beinverndarmót- tökuteymi og felst þjónustan í viðtali þar sem metin er hræðsla viðkomandi við að detta (stuðst er við Fear of falling-spurning- arlistann), gefnar ráðleggingar varðandi byltuvarnir og heimilisathugun. Þjónusta iðjuþjálfa við skjólstæðinga á minnismóttöku er í mótun. IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2004 - 27 Iðjuþjálfun á öldrunarsviði LSH Landakoti Í vinnustofu er skjólstæðingum gefið tækifæri til að hittast og ræða saman á meðan unnið er að ákveðnum tómstundartengdum verkefnum sem veita ánægju.

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.