Iðjuþjálfinn - 01.11.2007, Blaðsíða 15

Iðjuþjálfinn - 01.11.2007, Blaðsíða 15
IÐJUÞJÁLFINN 2 / 2007 • 15 m.a. gengið út frá reynslu einstakl ings­ ins og hans merkingu á viðfangs efninu en rannsakandi kemur inn án nokkurra fyrir fram mótaðra hugmynda um efnið. Við vettvangs athuganir voru skráð ar nákvæmar lýsing ar á umhverfi, samskiptum og atburðum og jafnframt þátttöku rann sakanda (Bogdan og Biklen, 1998). Úrtak Úrtakið í rannsókninni var þæginda­ úrtak. Leitað var til forstöðumanna þeirra staða sem sinna eftirfylgd geðsjúkra úti í samfélaginu á höfuð­ borgarsvæðinu, hjá Geðhjálp, Rauða­ krossathvörfunum og Geysi. For stöðu­ mennirnir fengu í hendur kynn ingar bréf þar sem rannsóknin var kynnt og forsendur þátttökunnar skýrðar. Forsendur fyrir því að taka þátt í rannsókninni voru að við­ mælendur væru með geðsjúkdóm sem staðfestur hefði verið með sjúkdóms­ greiningu en hefðu náð að vera virkir þátttakendur í samfélaginu, hvort sem það var með því að vera í vinnu, í skóla eða gegna öðrum hlutverkum sem höfðu þýðingu og gildi fyrir þá. Tengsl við geðheilbrigðisþjónustu á þeim tíma þegar rannsóknin var gerð útilokaði ekki fólk frá þátttöku. Forstöðu menn­ irnir höfðu samband við einstakl inga sem uppfylltu þessar kröfur og í kjöl­ farið fékk rannsakandi að hafa samband við þá einstaklinga sem lýstu áhuga á að taka þátt. Leyfi fyrir vett vangs­ athugunum var fengið hjá for stöðu­ mönnum tveggja staða sem sinna eftir­ fylgd og létu þeir gesti sína vita um tilgang veru rannsakanda og rann­ sóknarinnar. Rannsóknin var samþykkt af Vísinda siðanefnd og tilkynning um hana var send til Persónuverndar. Þegar á rannsóknina leið tengdust henni iðjuþjálfanemarnir Anna Krist­ rún Sigurpálsdóttir, Harpa Guðmunds­ dóttir, Harpa Ýr Erlendsdóttir og Ingibjörg Ólafsdóttir (Anna Kristrún Sigurpálsdóttir og Harpa Guð munds­ dóttir, 2003; Harpa Ýr Erlendsdóttir og Ingibjörg Ólafsdóttir, 2005). Fyrir viðtölin skrifuðu allir við­ mælendur undir upplýst samþykki sitt. Þar var lögð áhersla á þagnarskyldu og persónuleynd og þá staðreynd að við­ komandi gæti dregið sig út úr rannsókninni hvenær sem væri. Öllum nöfnum, hvort sem um var að ræða nöfn staða, þátttakenda eða starfsfólks, var breytt strax við afritun viðtala og var tilviljun hvaða nöfn voru valin hverju sinni. Í viðtölum var lögð áhersla á jákvæða þætti en undirstrikað var í kynn ingar­ blaði að hægt væri að hafa sam band við rannsakanda ef einhverjar spurningar eða eftirþankar kæmu upp í kjölfar viðtala. Rannsóknaraðilar höfðu einir aðgang að rannsóknar gögnunum sem verður eytt að fimm árum liðnum frá lokadegi rannsókn arinnar. Framkvæmd rannsóknar Viðtöl fóru fram á heimili rann­ sakanda, á skrifstofu rannsakanda, vinnustað viðmælenda eða á heimili viðmælenda. Viðmælendur völdu sjálf­ ir hvar einstaklingsviðtölin fóru fram. Tvö hópviðtöl voru tekin, við þrjá einstaklinga í einu. Í vettvangs athug­ unum var farið þrisvar sinnum á vett­ vang þar sem geðsjúkir hittast í eftirfylgd og takast á við daglegt líf utan stofnana og þar dvalist hluta úr degi til að öðlast innsýn í daglegt líf og aðstæður þeirra. Í viðtölum var stuðst við atriði s.s. það hvað hefði verið að gerast í lífi viðmælanda þegar hún/hann missti tökin, hvaða þættir það voru sem að mati viðmælanda voru batahvetjandi og skýringar viðmælanda á því hvað varð til þess að hún/hann náði tökum á tilverunni, þrátt fyrir alvarlegan geð­ sjúkdóm. Megináhersla í viðtölunum var að hvetja fólk til að lýsa reynslu sinni með eigin orðum og á eigin forsendum. Öll viðtöl, þar með talin hópviðtöl, voru tekin upp á segulband og afrituð síðar með athugasemdum rannsakanda. Að lokinni hverri vettvangsathugun voru ítarlegir minnispunktar strax skráðir. Undirbúningur rannsóknarinnar hófst árið 2001 en öflun gagna lauk 2005. Þátttakendur Þátttakendur í rannsókninni urðu í allt um 40. Opin viðtöl voru tekin við 25 einstaklinga, þar af voru 19 ein­ staklingsviðtöl en tvö hópviðtöl voru tekin, hvort við þrjá einstaklinga. Átta af einstaklingsviðtölunum tóku iðju­ þjálfanemar á fjórða ári við Háskólann á Akureyri. Talað var við 15 konur og 10 karla. Yngsti viðmælandinn var 21 árs og sá elsti 59 ára, meðalaldur var 37 ár. Flestir áttu að baki margar innlagnir á geðdeildir. Fimm höfðu aldrei lagst inn á geðdeild en höfðu nýtt sér dag­ eða göngudeildarþjónustu. Flestir höfðu fengið fyrstu geðrænu einkennin á barns­ eða unglingsaldri. Þeir höfðu þó ekki fengið neina aðstoð þá, þar sem þeir leyndu einkennunum eða nær umhverfi þeirra brást ekki við þeim. Samkvæmt eigin orðum við­ mælenda hafði tæpur þriðjungur þeirra tekist á við þrálátt þunglyndi, annar þriðjungur var með persónuleikaröskun af einhverju tagi, fimm viðmælenda höfðu fengið geðklofasjúkdóms grein­ ingu, fjórir höfðu fengið greininguna geðhvörf og fjórðungur viðmælenda tók fram að þeir hefðu samhliða geð­ veikinni tekist á við áfengis­ /eða vímuefnafíkn. Meira en helmingur þátttakenda tók fram að þeir hefðu á sjúkdómsferli sínum reynt eina eða fleiri alvarlegar sjálfsmorðstilraunir. Tíu af einstaklingunum 25 bjuggu einir, níu voru giftir eða í sambúð, þrír voru einstæðir foreldrar og aðrir þrír bjuggu í foreldrahúsum. Ellefu við­ mælenda áttu tvö til fjögur börn en 10 voru barnlausir. Meirihluti þátttakenda fékk einhvers konar stuðning frá hinu opinbera í formi örorkubóta. Ellefu voru í vinnu, tæpur helmingurinn af þeim þáði jafnframt örorkubætur, fimm voru í skóla og níu voru virkir sem uppalendur, umönnunaraðilar eða tengdust öðrum hlutverkum sem höfðu þýðingu og gildi fyrir þá. Skráning og úrvinnsla gagna Öll viðtöl voru afrituð nákvæmlega og athugasemdir rannsakanda strax settar inn (Bogdan og Biklen, 1998). Til að vera ekki með fyrir fram ákveðnar hugmyndir kynnti rann sak­ andi sér ekki svipaðar erlendar rann­ sóknir fyrr en eftir skráningu fyrstu fjögurra viðtalanna. Hugmyndir um þemu voru prófaðar strax og hliðstæður og samlíkingar skoðaðar. Gögnin voru kóðuð að hætti Emer­ son, Fretz og Shaw (1995). Kóðunin var bæði opin (Bogdan og Biklen, 1998; Miles og Huberman, 1994; Wolcott, 1994) eða á seinni stigum öxul­ eða afmörkuð kóðun til að þróa grundaða kenningu (Strauss, 1987) um bataferlið. Út frá textanum voru mynstur greind, hliðstæður, samlík­

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.