Iðjuþjálfinn - 01.11.2007, Blaðsíða 26

Iðjuþjálfinn - 01.11.2007, Blaðsíða 26
26 • IÐJUÞJÁLFINN 2 / 2007 „Við höfum reynt að teygja hana hér heima en það er aldrei eins vel gert og þarna niður frá.“ Einnig komu fram efasemdaraddir um gildi þjálfunar, sér í lagi hjá for eldrum eldri barnanna. Móðir 11 ára drengs sagði að sonur hennar væri búinn að vera árum saman í sjúkra þjálfun þar sem áhersla væri lögð á teygjur og æfingar til að halda í horfinu. Hún bætti við: En maður veit ekki alveg um gagn semi þessarar sjúkraþjálfunar ... Hann fær náttúrulega sitt sumarfrí, það er kannski tveir mánuðir og ríflega það. Og ég teygi hann ekki, við erum löngu hætt að fara í sjúkraþjálfarahlutverkið þegar fríin eru. Og það sem mér finnst svolítið sérkennilegt og eiginlega svo lítið hræðilegt er að ég sé ekki neinn mun á honum á vorin og haustin, ég sé ekki að honum hafi hrakað neitt. Takmarkað samráð var haft við marga foreldra um markmið með þjálf­ uninni og sumir vissu vart hvað gerist í þjálfunartímunum. Eða eins og ein móðirin komst að orði: „Sko, barnið fer inn, við sitjum fyrir utan, svo er lokað, svo kemur hann fram. Og mað­ ur spyr: „Var hann duglegur í tíman­ um?“ Þrátt fyrir þetta óskuðu flestir ein dregið eftir öflugri sjúkra þjálfun barni sínu til handa og töldu hana nauð synlega. Hreyfiþjálfunar í tengsl­ um við iðjuþjálfun var mun sjaldnar getið og þá helst í tengslum við hand­ beitingu. Þjálfun í daglegum athöfnum Nokkur börn höfðu fengið þjálfun í daglegum athöfnum, svo sem við snyrtingu, hreinlæti og að ferðast um í samfélaginu. Hins vegar töldu foreldrar að almennt væri ekki lögð nægjanleg áhersla á þessa þætti. Ein móðirin lýsti ánægju með að iðjuþjálfi færi með fatlaða dóttur hennar í vettvangsferðir um bæinn með það að markmiði að telpan lærði að ferðast um og versla ein. Þetta var undantekningartilvik. Faðir 13 ára drengs nefndi að sonur hans hefði lært ýmis hagnýt atriði í iðjuþjálfunartímum, svo sem við að klæða sig og beita verkfærum. Hann hafði hins vegar áhyggjur af yfirfærslu þjálfunaratriða: Hann heimfærir þetta ekkert upp á alla þá hluti sem hann er að gera hér heima og uppi í skóla. Því er svo víðs fjarri. Auðvitað heldur hann áfram að gera þetta eins og hon um finnst létt, þó það sé kannski ekki rétt og þó það séu kannski til miklu betri aðferðir fyrir hann. Foreldrar þeirra barna sem við hvað mesta skerðingu bjuggu og foreldrar eldri barnanna lögðu að auki áherslu á að vel væri hugað að framtíðinni, svo sem með því að velja og styrkja tiltekna þætti þannig að barnið þeirra gæti orðið sjálfstæður, dugmikill og ham­ ingju samur einstaklingur. Ein móðirin vildi t.d. aðstoð við „að finna við­ fangsefni sem hann getur dund að sér við og haft ánægju af í frítíma sínum þegar hann verður orðinn fullorðinn“. Vera kann að þjálfarar hafi haft fram­ tíðina í huga en ef svo var þá náðu þeir vart að miðla nægilega skýrt til foreldra að hverju var stefnt. Staðsetning og tilhögun þjónustu Tvö meginstef voru ríkjandi í um­ ræðu um staðsetningu þjónustu. Ann­ ars vegar mikilvægi öflugrar þjón ustu í nærsamfélaginu, svo sem í skól an um, á heilsugæslustöðvum eða á þjálfunar­ stöðvum í næsta nágrenni við fjöl­ skylduna. Hins vegar kom fram sterk ósk um samhæfða þjónustu á vegum GRR. Nærsamfélagið Öll börnin höfðu aðgengi að sjúkra­ þjálfun á meðan á gagnaöflun stóð en sum þurftu að ferðast allt að 20 km hvora leið til að sækja þjálfun. Aðgengi að iðjuþjálfun var mun minna og vart til staðar í nærumhverfi fjölskyldna utan höfuðborgarsvæðisins. Tvö börn bjuggu í samfélagi þar sem boðið var upp á heildstæðari þjónustu en annars staðar. Hins vegar var þjálfunin ekki hluti af samræmdu þjónustutilboði enda ekki á vegum sveitarfélagsins. Allir viðmælendur óskuðu eftir þjón­ ustu í nærsamfélaginu. Fram kom að þjálfunarferðir tækju mikinn tíma, yllu álagi á fjölskyldulífið og takmörkuðu tíma til félagslegs samneytis við önnur börn. Foreldrar nokkurra barna af lands byggðinni sóttu þjónustu á höfuð borgarsvæðið, jafnvel hálfan mán uð á sumri hverju. Flestum var tíðrætt um erfiðleikana sem ferðalög­ unum fylgdu og umræðan tengdist gjarnan innihaldi og gagnsemi þjálf­ unarinnar, þ.e. hvort þetta væri þess virði. Nokkrir lýstu yfir efasemd um um að rétt væri að verki staðið. Ástandið endurspeglast m.a. í orðum móður 12 ára drengs: „Barnið sækir þjónustuna á stofnanir, má segja, úti í bæ, sem hvergi koma nálægt raun­ veruleika barnsins. Það er bara svona. Þau eru bara þar.“ Síðar í viðtalinu sagði hún: Þjálfun á bara hreinlega bara að vera í dag­ lega lífinu eins mikið og hægt er. Hún á að vera á heimilinu, hún á að vera í leik­ skólanum, hún á að vera í skólanum. Þar sem barnið er. Skoðanir voru hins vegar skiptar á því hvernig bæri að standa að málum og margir höfðu ekki velt hugsanlegum valkostum fyrir sér. Sumir töldu æski­ legt að þjálfunin væri hluti af heilsu­ gæslunni eins og hver önnur heil­ brigðisþjónusta en aðrir voru hug­ myndinni mótfallnir, sér í lagi hvað iðjuþjálfun varðar: „Ekkert endilega heilsugæsluna, það er eitt hvað svo sjúklegt við hana,“sagði móðir 9 ára telpu. Nokkrir nefndu í fyrstu að það þyrfti að vera þjálfunarstöð í nærum­ hverfinu. Þegar ég spurði hvort þjón­ ustan ætti hugsan lega heima í skólanum leist öllum afar vel á þá hugmynd þótt sumir teldu að það yrði erfitt í fram­ kvæmd. Móðir 13 ára drengs sagði: „Ég held einhvern veginn að praktískt sé þetta illframkvæmanlegt, þó svo að ég vilji fá ykkur í skólann.“ Þegar henni var tjáð að þannig væri þetta sums staðar erlendis sagði hún: Sko, það er það sem ég vil ... Ég vil miklu frekar fá iðjuþjálfann heim og út í skólann þar sem barnið er að vinna við daglega iðju, heldur en að láta hann fara í grjón, eða hvað sem er gert. Eiginmaður hennar bætti við: „Ég held að það sé alveg deginum ljósara fyrir mér að þjónustan á að vera í skólanum, númer eitt, tvö og þrjú. “Nokkrir viðmælendur nefndu að auki að þeir vildu fá iðjuþjálfa inn á heimili sitt í ríkara mæli. Þar eð doktorsrannsóknin mín fjall­ aði um þátttöku barnanna í skólastarfi beindist umræðan óhjákvæmilega tölu­ vert að skólanum. Meirihluti foreldra taldi að þekkingu til að mæta sérþörfum barnanna í skólanum væri ábótavant og óskaði eftir nánara samstarfi milli þjónustukerfa. Þeir vildu sjá þjálfara í tengslum við skólann til að kanna aðgengismál, notkun hjálpartækja og til að ráðleggja um hagnýt atriði. Áhersla foreldra á nærumhverfið beind­

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.