Skólavarðan - 01.05.2004, Blaðsíða 6

Skólavarðan - 01.05.2004, Blaðsíða 6
6 GESTASKRIF Íslandi en annars staðar á Norðurlönd- um. Samkvæmt rannsókn á '75-árgangin- um kom fram að um 48% karla og 38% kvenna sem fædd eru 1975 höfðu ekki lok- ið prófi úr framhaldsskóla við 24 ára ald- ur þegar rannsókn lauk. Þar kom fram að því minni menntun sem foreldrar höfðu og því lægri einkunn sem fólk fékk á sam- ræmdu prófi í 10. bekk því meiri hætta var á brottfalli. Einnig var meiri hætta á brott- falli meðal þeirra sem líkaði betur verk- legt nám en bóklegt í grunnskóla. Ástæð- ur virtust einnig nokkuð kynbundnar: Af brottfallshópnum hættu 24% karla á móti 10% kvenna vegna þess að þeim leiddist námið, 20% kvenna hættu vegna þess að þær eignuðust barn en aðeins 3% karla og 13% karla hættu vegna þess að þeim bauðst gott starf en aðeins 2% kvenna. Á Norðurlöndum skila sér mun fleiri í verk- nám. Hins vegar má segja að þær stúlkur sem finna sig ekki í bóknámi hafi færri kosti en drengir þar sem verknám virðist mun frekar vera tengt karlmennskuhug- myndum. Eins virðast þær bundnari börn- um og hafa ómenntaðar minni möguleika á að fá gott og vellaunað starf. Leiði í námi er umtalsvert meiri hjá körlum á framhalds- skólastigi en þar hafa karlar lengst af verið talsverður hluti af kennurum og því ansi langsótt að telja að kvenkennarar valdi frekar þessum leiða og þ.a.l. brottfalli. Orsakir fyrir þessum leiða þarf hins vegar að rannsaka nánar og hvers vegna körlum hugnast síður kennslu-, uppeldis-, hjúkrun- ar- og þjónustustörf. Sjálfstraust kvenna eykst með aukinni menntun Í upphafsorðum mínum nefndi ég einnig bágt hlutfall karla í háskólanámi þar sem konur eru um 61% nemenda. Ef rýnt er frekar í þessar tölur kemur fram að körlum hefur ekki fækkað í háskólanámi en þeim hefur hins vegar ekki fjölgað jafn hratt og konum. Konur eru fjölmennar í öllum aldurshópum. Árið 2002 voru að- eins 38% af kvennemendum á aldrinum 20-24 ára en 44% karlnemenda voru á þeim aldri. Hugsanlegar skýringar á þessu er uppsöfnuð menntunarþörf kvenna, að barneignir hafi meiri áhrif á námsferil þeirra og að fyrirvinnuímynd karlmanns- ins leyfi honum síður að fara í nám síðar á ævinni. Konur virðast einnig þurfa að hafa meiri menntun á bakvið sig til að komast í sambærilegar stöður og karlar. Að lok- um má geta þess að á meðan kvenlægar greinar voru færðar upp á háskólastig, s.s. hjúkrunarfræði, leikskóla- og grunn- skólakennaranám, var karllægt starfsnám áfram á framhaldsskólastigi. Framhalds- skólanemendur á iðn- og tæknibrautum (3634 manns) voru 90% drengir árið 2002. Konur eru samt sem áður fjölmennari í menntakerfinu og það má skýra m.a. með því að þær hafa minni möguleika á vellaunuðum störfum án menntunar, eins og kom vel fram í áðurnefndum brott- fallstölum, og þær eru að sækja sér sjálfs- traust. Rannsóknir hafa sýnt að sjálfstraust stúlkna á unglingastigi er mun minna en meðal drengja en með aukinni menntun eykst það. Sjálfstraust karla virðist hins vegar ekki eins háð menntunarstigi. Án fordæminga og fyrirframgefinna sökudólga Af framantöldu má ekki skilja mig sem svo að ég sé að gera lítið úr því að skoða þurfi hlut drengja í skólum. Ég tel mjög mikilvægt að allir þeir þættir sem geta haft áhrif á skólagöngu okkar séu skoð- aðir út frá kyni þar sem kyn er breyta sem hefur mikil áhrif á líf einstaklinga, viðhorf og væntingar til þeirra. Það sem hefur orðið algerlega útundan í þessari umræðu að undanförnu er að skólastarf getur einnig haft áhrif á hitt kynið. Sem dæmi má nefna að drengir fá mun meira af bæði neikvæðri og jákvæðri athygli og skiptir engu máli hvors kyns kennarinn er. Hin neikvæða snýst gjarnan um truflandi hegðun og beinist oftast að námslega getuminni drengjum en hin jákvæða að getumiklum drengjum (Howe, 1997). Í rannsóknum hefur komið fram að drengir taka sér oftar mun meira rými í skólastof- unni og á skólavöllum svo fátt eitt sé nefnt sem skoða mætti í tengslum við skarðan hlut stúlkna. Í stað þess að kljást endalaust um hvort við eigum að hlúa að strákum eða stelpum og hverjir eigi sökina á vandanum ættum við miklu frekar að kynna okkur þær rann- sóknir sem nú liggja fyrir, vinna að frekari rannsóknum og nýta okkur þær niðurstöð- ur til að bæta skólastarfið. Það er nauð- synlegt að taka rannsóknir alvarlega og bregðast við án fordæminga og fyrirfram- gefinna sökudólga. Fleira fer fram í skólum en bóklegt nám Mikilvægt er að velta fyrir sér hvort einkunnir séu góður mælikvarði á það hvernig til hefur tekist að mennta sjálfsör- uggan, sjálfstæðan, virkan og gagnrýninn borgara. Ef litið er á kyngreindar tölur um þá sem taka ákvarðanir um samfélag okkar og skapa og miðla þekkingu, þá hallar mjög á konur þrátt fyrir að þær hafi lengst af fengið hærri einkunnir og hafi verið fjölmennar á háskólastigi í tvo til þrjá áratugi. Í skólanum fer nefnilega margt annað fram en nám í tveim til sex bóklegum greinum eins og mætti halda ef litið er til þess hvernig árangur skóla- starfs er metinn. Til að varpa skýrara ljósi á þetta tel ég mikilvægt að árangursmat skóla sé víðfeðmara og taki m.a. á þátt- um eins og jafnrétti. Í jafnréttislögum er bent á að búa skuli bæði kynin jafnt undir virka þátttöku í samfélaginu, fjölskyldulífi og atvinnulífi. Í sérriti um jafnréttismál, Menning og menntun - forsenda framtíð- ar, sem menntamálaráðuneytið gaf út er lögð áhersla á að vinna gegn því að nem- endur festist um of í farvegi hefðbund- innar verkaskiptingar og að styrkja beri sjálfsmat nemenda. Hefur eitthvað verið gert í því? Erum við að framfylgja þessum ákvæðum? Afar erfitt er að segja nákvæm- lega til um það en af öllu framantöldu má ætla að víða sé pottur brotinn. SKÓLAVARÐAN 5.TBL. 4. ÁRG. 2004 Leiði í námi er umtalsvert meiri hjá körlum á fram- haldsskólastigi en þar hafa karlar lengst af verið tals- verður hluti af kennurum og því ansi langsótt að telja að kvenkennarar valdi.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.