Skólavarðan - 01.05.2004, Blaðsíða 16

Skólavarðan - 01.05.2004, Blaðsíða 16
16 EINHVERFA SKÓLAVARÐAN 5.TBL. 4. ÁRG. 2004 Námstefnan Einhverfa - leikur - félags- færni, sem haldin var 15. og 16. apríl á Grand hotel í Reykjavík, var liður í þró- unarverkefni Greiningar- og ráðgjafar- stöðvar ríkisins og Fræðsluskrifstofu Kópavogs. Markmið með verkefninu er að vinna að aukinni þekkingu og færni fagfólks til að kenna börnum með ein- hverfu í nánu samstarfi við foreldra þeirra sem eru jafnframt virkir þátttak- endur í þróunarverkefninu. Rúmlega 270 manns sóttu námstefn- una, bæði foreldrar og fagfólk af öllu landinu. Fyrirlesarar voru tveir danskir fræði- menn, þau Jannik Beyer kennari og sál- fræðingur og Lone Gammeltoft talmeina- fræðingur. Jannik hefur átt drjúgan þátt í stefnumótun skóla- og kennslumála vegna nemenda með einhverfu og skyld- ar raskanir í Danmörku. Hann gegnir nú starfi forstöðumanns þekkingarseturs um einhverfu, „Videnscenter for Autisme“. Lone starfar sem ráðgjafi við sérskóla fyr- ir börn á leik- og grunnskólaaldri sem greinst hafa með raskanir á einhverfurófi. Þau hafa bæði áralanga reynslu í starfi og rannsóknum á sviði einhverfu og hafa haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra um raskanir á einhverfurófi. Á undanförnum árum hefur þeim, sem greinast með röskun á einhverfurófi, fjölg- að verulega. Nýjar faraldsfræðilegar rann- sóknir, sem gerðar hafa verið hér á landi, sýna mikla fjölgun greindra tilvika. Þannig greinast a.m.k. 20 börn í hverjum árgangi með einhverfu og skyldar raskanir. Gríðar- legur áhugi og þörf hefur verið á fræðslu um kennslu og meðferðarleiðir fyrir börn með einhverfu og fer sú þörf vaxandi eins og sjá má af þessari góðu þátttöku þeirra sem sóttu námstefnuna. Á námstefnunni var félagsfærnin í brennidepli. Börn með einhverfu búa við skerta færni til félagslegra samskipta og er það stór hluti af fötlun þeirra. Þau ná ekki að nýta sér leik og samskipti til þroska að sama marki og önnur börn. Til þess að efla félagsfærnina þurfa þau markvissa þjálfun og stuðning. Jannik talaði um að boðskipti, félagslegt samspil og ímyndun- arhæfileiki væru eins og þríhyrningur. Einkenni einhverfu eru af misalvarleg- um toga, allt eftir því í hve miklum mæli einkennin koma fram á þessum þremur sviðum, þ.e í félagslegu samspili, máli og tjáskiptum, sérkennilegri og áráttutengdri hegðun. Mál og boðskipti eru órjúfan- legur þáttur í félagslegum samskiptum. Á námstefnunni var fjallað um hvernig mætti auka færni barna með einhverfu við leik og í félagslegum samskiptum og hafa þannig áhrif á félagsþroska og hegð- un. Það kom sterklega fram að leikur barna með einhverfu mótast af þroska og áhuga viðkomandi barns, uppeldisumhverfi og bakgrunni þess. Því er mikilvægt að nota leikinn markvisst sem aðferð í kennslu barna með einhverfu og þjálfa þannig leik- og félagsfærni. Lone kom með marg- ar góðar hugmyndir um hvernig hægt væri að vinna með leikinn og gera börn- in sjálfstæð í honum, jafnvel þó að talmál væri ekki til staðar. Hún greindi frá aðferð- um þar sem sjónrænn stuðningur væri not- aður í leiknum og í örvun á boðskiptum. Leikurinn er skipulagður á afmörkuðu svæði, til dæmis við borð þar sem dregin er lína á milli svæða barnanna og þau fá eins leikföng til að leika sér með. Derhúfa er mikið notuð til að afmarka hver á að „gera“, til dæmis þegar verið er að spila, en einnig í fleiri leikjum. Leikurinn Flösku- stútur er vinsæll og eru notaðar myndir með hinum ýmsu eftirhermum. Leikurinn er settur í stundatöflu barnsins, hlutverk hvers og eins er skýrt afmarkað og einnig upphaf og endir leiksins. Barnið hefur möguleika á að vera „stikkfrí“ þegar það vill og eru notaðar myndir til að gefa það til kynna. Leikíhlutun er skipulögð þannig að hún tekur mið af þroskastigi barnsins í leiknum, áhugasviði og styrkleikum. Sköp- uð eru tækifæri og viðfangsefni sem efla færni barnsins. Það felur meðal annars í sér aðlögun á umhverfinu þannig að hún dragi úr hindrunum og geri barninu kleift að nýta styrkleika sína. Áberandi var í allri umfjöllun á nám- stefnunni að leggja beri aðaláherslu á það í vinnu með börnum með einhverfu að sníða nám að þörfum hvers einstaklings. Jannik og Lone fengu mjög margar fyr- irspurnir frá námstefnugestum og spunn- ust líflegar og lærdómsríkar umræður út frá þeim. Óhætt er að segja að námstefnan hafi tekist sérstaklega vel og er vonandi upp- haf að markvissri og jákvæðri vinnu sem eflir leik og félagsfærni barna með sér- þarfir. f.h. undirbúningsnefndar, Erla Stefanía Magnúsdóttir Gríðarlegur áhugi og þörf á fræðslu

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.