Skólavarðan - 01.05.2004, Blaðsíða 22

Skólavarðan - 01.05.2004, Blaðsíða 22
22 KJARAMÁL FRAMHALDSSKÓLI SKÓLAVARÐAN 5.TBL. 4. ÁRG. 2004 Aðalheiður Steingrímsdóttir varafor- maður Félags framhaldsskólakennara var einn frummælenda á sameiginlegri ráðstefnu BHM, BSRB og KÍ um stefnu- mörkun og þróun í kjarasamningum opinberra starfsmanna sem haldin var á Hótel Sögu 15. apríl 2004. Erindi henn- ar fjallaði um tvær meginspurningar: „Hvernig kjarasamningar og hvernig starfsumhverfi hæfir framhaldsskólum sem opinberum stofnunum? Hvert skal stefna í komandi kjarasamningum FF?“ Að mati Aðalheiðar er mikilvægasta verkefnið í næstu kjarasamningum fram- haldsskólakennara að hækka grunnlaun þeirra verulega, enda sýni nýlegar launa- kannanir að á sama tíma og laun ýmissa annarra sambærilegra hópa háskóla- manna hafi hækkað vegna launaskriðs standi laun framhaldsskólakennara í stað. Aðalheiður segir að annað meginvið- fangsefni í næstu kjarasamningum sé að ákveða örlög hins dreifstýrða hluta kjara- samningsins, þ.e. stofnanasamninganna. Félag framhaldsskólakennara hefur með tvennum hætti reynt að nálgast skoð- anir félagsmanna á stofnanasamningum. Annars vegar með SVÓT-greiningu (grein- ingu á styrkleikum, veikleikum, ógnunum og tækifærum), sem samstarfsnefndir í framhaldsskólum gerðu haustið 2003, og hins vegar með viðhorfskönnun meðal félagsmanna á svipuðum tíma. SVÓT-greiningin leiðir í ljós ýmsa kosti og galla á stofnanahluta kjarasamnings fram- haldsskólakennara. Helstu kostir eru: • Stofnun samstarfsnefnda hefur með ýmsum hætti haft jákvæð áhrif á skoðana- skipti stjórnenda og starfsfólks og á stefnu- mörkun skóla. • Störf, samhliða kennslu, hafa orðið fjöl- breyttari og meira sniðin að þörfum hverrar stofnunar. • Sjálfstæði skóla hefur aukist og meiri sveigjanleika gætir í starfi þeirra. • Dreifstýrður kjarasamningur gefur tæki- færi til launaumbununar, umfram miðlæg ákvæði, sem eflir getu skóla til að halda í og ná til sín vel menntuðu fólki. Helstu ókostir eru: • Óljóst starfsvið samstarfsnefnda. • Einhvern vantar til að skera úr um ágreining. • Erfitt er að meta umfang verkefna og frammistöðu starfsfólks. •Tortryggni gætir gagnvart starfi nefnda. • Starfsfólk á erfitt með að fóta sig í þessu nýja umhverfi. • Störf samhliða kennslu eru illa launuð. • Sumir stjórnendur koma sér hjá því að nota fjármagn til samninga um störf, laun og starfskjör. • Umbúnaður um fjármagn til stofnana- samninga er ekki nægilega tryggur. • Hallarekstur skóla og stærð þeirra hef- ur áhrif á getu þeirra til stofnanasamninga. • Fjárskortur hamlar framkvæmd stofn- anasamninga. Í viðhorfskönnun meðal félagsmanna FF kemur fram miklu afdráttarlausari og nei- kvæðari afstaða til stofnanasamninga en SVÓT-greiningin gefur til kynna. Kennarar eru almennt ekki sáttir við þennan hluta kjarasamninganna og meiri- hluti þeirra er andvígur því að stigin verði fleiri skref í átt til dreifstýrðra kjarasamn- inga. Þeir gefa vinnustöðum sínum „fall- einkunn í gerð og framkvæmd stofnana- samninga“, eins og Aðalheiður kemst að orði. Hún segir að skólarnir hafi verið illa undir þessa kerfisbreytingu búnir og marg- ir þeirra alls ekki færir um að axla hana. Ástandið hafi lítið batnað á samningstím- anum, m.a. vegna ónógs stuðnings frá menntamálaráðuneyti og fjármálaráðu- neyti svo og vegna fjárskorts. Um þetta sagði Aðalheiður í erindi sínu: „Samstarfsnefndir eru að sýsla með alltof litla fjármuni til samningagerðar í skólum sem hrökkva engan veginn til. Reiknilíkan menntamálaráðuneytis, sem skammtar skólum fjármagn, hefur ennfremur mikil miðstýringaráhrif á innri starfsemi þeirra. Einstakir skólar njóta ekki þess árangurs sem þeir hafa skapað í rekstri sínum, þrátt fyrir opinber markmið þar um, og skólar Mikilvægasta verkefnið í næstu kjarasamningum framhaldsskólakennara er að hækka grunnlaun þeirra verulega. Meginverkefnið snýst ekki um tískubólur í samningagerð heldur að bæta kjörin Aðalheiður Steingrímsdóttir

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.