Skólavarðan - 01.08.2004, Blaðsíða 14

Skólavarðan - 01.08.2004, Blaðsíða 14
14 SUZUKI-NÁM Lilja Hjaltadóttir er skólastjóri Suzuki- tónlistarskólans Allegro en hann var stofnaður af kennurum og foreldrum haustið 1998. Um sjötíu nemendur stunda nám við skólann hjá tíu kennur- um. Hugmyndafræði Shinichis Suzuki er til grundvallar þeim kennsluaðferð- um sem beitt er í daglegu starfi skólans, en þar er kennt á fiðlu, selló og píanó. Fyrstu starfsárin var skólinn á hrakhól- um en á fimm ára afmælinu, fyrir ári, flutti hann í bjart og glæsilegt húsnæði í Trana- vogi 5. Skólinn er þar í nágrenni við ýmiss konar vinnuvéla- og trukkafyrirtæki líkt og skrautblóm í stórgrýttri urð. Skólavarðan náði tali af Lilju og lagði fyrir hana nokkrar spurningar um stöðu mála í tónlistarkennslu og um skólann hennar. Lilja komst snemma í kynni við hug- myndafræði Suzukis, sem stundum er nefnd móðurmálsaðferðin, og heillað- ist svo af henni að hún ákvað að gera hana að sinni. Fyrst Íslendinga lauk hún meistaragráðu í Suzuki-kennslufræðum frá háskóla í Illinois í Bandaríkjunum fyr- ir tuttugu árum. Með meistaragráðunni öðlaðist Lilja einnig réttindi til að þjálfa verðandi Suzuki-kennara. Nú hafa um fjórir tugir íslenskra tónlistarkennara til- einkað sér þessa aðferð og dreifast þeir um allt land. Þriggja ára börn í hljóðfæranámi Sérkenni aðferðarinnar marka sérstöðu Suzuki-skólans Allegro gagnvart almenn- um tónlistarskólum. Megin munurinn er sá að ekki er um forskóla að ræða held- ur byrja börnin mjög ung, eða frá þriggja ára aldri, í hljóðfæranámi. Foreldrar fylgja börnum sínum náið í náminu, mæta í tíma og þurfa sjálfir að læra nokkuð á hljóðfær- ið kunni þeir ekki á það fyrir. Tónlistin er lærð eftir eyra í byrjun en nótnalestur er kenndur síðar. Lilja hóf kennsluferil sinn í Tónlistar- skóla Akureyrar en þar var fyrir Michael Clarke sem hafði sótt námskeið í Suzuki- kennslufræðum og þekkti því aðferðina. Það varð til þess að hugmyndir Lilju féllu í góðan jarðveg þar strax frá upphafi. Síðan þá hefur verið Suzuki-kennsla á Akureyri og kennararnir hafa margir lært hjá Lilju. „Ég vissi ekki hvernig þetta myndi allt þróast þegar ég byrjaði að kenna hér fyrir rúmum tuttugu árum. Hér er allt öðru vísi þjóðfélag en í Japan eða Bandaríkjunum. Ég fékk að heyra ýmsar gagnrýnisraddir og sumir voru hreinlega á móti þessari aðferð, álitu að krakkar spiluðu bara sam- an í hópum og það væri engin músík. En annað hefur komið á daginn. Nú sækjast flestir fiðlukennarar mjög eftir að fá til sín Suzuki-nemendur í framhaldsnám og þeir ná frábærum árangri sem blasir við á tónlistarsviðinu um þessar mundir. Mik- ill fjöldi þeirra er í Tónlistarskólanum í Reykjavík og allir fiðlunemendur í Lista- háskóla Íslands, að einum undanskildum, byrjuðu sem Suzuki-nemendur. Það hefur sýnt sig að aðferðin er mjög árangursrík.“ Fræjum sáð til framtíðar Nokkrir efnilegustu fiðluleikarar lands- ins hófu nám sitt hjá Lilju og þeir setja markið hátt. Má þar nefna Elfu Rún Krist- insdóttur, dóttur Lilju, sem stundar fram- haldsnám í Þýskalandi, Ingrid Karlsdóttur og Helgu Þóru Björgvinsdóttur en báðar síðarnefndu luku námi frá Listaháskóla Íslands. Lilja brosir og bætir við að sumir eldri nemenda hafi valið að helga líf sitt öðru en tónlist en séu nú komnir til baka með börnin sín. „Þannig að starfið skilar sér ekki bara í afreksfólki, það sáir líka fræjum frá kynslóð til kynslóðar.“ Nýsköpun í anda Suzukis Að sögn Lilju hefur Suzuki-aðferðin staðist tímans tönn og grundvallar hugmyndin óumdeilanlega. „Kennsluefn- ið, tíu kennslubækur sem Suzuki gaf út um 1950, eru mjög góðar en nú er kennurum farið að finnast þær nokkuð einhæfar og kannski svolítið gamaldags. Suzuki-kennar- ar eru núorðið að bæta ýmsum nýjungum inn í námskrána, þar má nefna tækniæf- ingar og annað kennsluefni. Þetta skilar enn frekari árangri. Kennarar, ekki síst í SKÓLAVARÐAN 6.TBL. 4. ÁRG. 2004 Blómlegt starf í Suzuki-tónlistarskólanum Allegro Alltaf nýr Nú sækjast f lestir f iðlukennarar mjög eftir að fá til sín Suzuki- nemendur í framhaldsnám og þeir ná frábærum árangri sem blasir við á tónlistarsviðinu um þessar mundir. Lilja Hjaltadóttir

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.