Skólavarðan - 01.08.2004, Blaðsíða 24

Skólavarðan - 01.08.2004, Blaðsíða 24
24 SÍMENNTUNARSTOFNUN KHÍ Sólrún Björg Kristinsdóttir hefur veitt Símenntunarstofnun Kennaraháskóla Íslands forstöðu undanfarin tvö ár á tímum mikilla umbrota í símenntun kennara sem enn sér ekki fyrir endann á. Að sögn Sólrúnar er það símenntun grunnskólakennara sem hefur breyst mest, en auk þeirra sinnir stofnunin aðallega leikskólakennurum og þroska- þjálfum. „Símenntun grunnskólakennara hafði verið mjög öflug á árum áður,“ segir Sól- rún, „en hún lagðist að kalla má af eftir síðustu kjarasamninga þar sem felld voru út ákvæði um að kennarar gætu fengið námskeið, sem þeir tóku, metin til launa- hækkana. Nú er staðan þannig hjá kenn- arastéttinni að símenntunaráætlanir eru meira og minna innan skólanna. Kennarar fá námskeið sem eru í anda þessara áætl- ana. Þar sem símenntunaráætlanir skóla ná ekki yfir einstaka fagkennara er hins vegar enn þörf á sérstökum námskeiðum fyrir ýmsa hópa. Eftirspurnin er fyrir hendi en óvissa ríkir um hver eigi að borga þau námskeið sem standa utan símenntunará- ætlana.“ Þegar Sólrún kom til starfa árið 2002 voru um 400 nemendur í símenntun en ári síðar voru þeir ríflega 1300 talsins. „Þetta er mikil aukning á einu ári," segir Sólrún og brosir. „Það má segja að starfsemi okk- ar stofnunar sé þrískipt; í fyrsta lagi nám- skeið sem við bjóðum mánaðarlega sem fólk getur sótt hingað í Kennaraháskól- ann. Þau eru opin öllum áhugasömum, ekki bara þeim starfsstéttum sem við út- skrifum. Svo eru það valnámskeið í mennt- unarfræðum og loks námskeið sem kennd eru á vettvangi, ýmist í skólunum sjálfum eða í húsnæði sem fræðslumiðstöðvar leggja til, hver á sínum stað. Auk kennara við Kennaraháskólann fáum við utanað- komandi fræðimenn á viðkomandi sviði til að sinna kennslunni. Valnámskeið fyrir starfandi kennara Símenntunarstofnun er eitt af kennslu- sviðum Kennaraháskólans en rekin sjálf- stætt og án fjárveitinga frá skólanum. „Við njótum hins vegar góðs af þeirri sér- fræðiþekkingu sem er innan Kennarahá- skólans og komum henni á framfæri vítt og breitt, auk þess sem skólinn útvegar húsnæði fyrir starfsemina,“ segir Sólrún. „Við leggum áherslu á að bjóða námskeið fyrir þær stéttir sem útskrifast héðan og einn liður í því er að opna starfandi kenn- urum og þroskaþjálfum aðgang að tiltekn- um valnámskeiðum í menntunarfræðum sem eru kennd við grunndeild KHÍ. Þetta eru yfirleitt tveggja til þriggja eininga námskeið og ýmist kennd á vorönn eða haustönn. Við byrjuðum lítillega á þessu síðastliðið ár og viljum gjarnan koma því á framfæri, því þetta hefur ekki verið auglýst. Fólk getur valið úr fjölbreyttum námskeiðum og tekið þau annaðhvort í staðnámi eða fjarnámi. Námskeiðin eru kennd ýmist einu sinni eða tvisvar í viku. Þeir sem sækja þessi námskeið og önnur, sem standa utan við símenntunaráætlanir, verða að sækja um styrki til endurmennt- unarsjóða. Grunnskólakennarar fara síður á svona námskeið en hinir hóparnir. Sú hefð skap- aðist í grunnskólanum að nýta sumrin til sí- og endurmenntunar en hefðin hjá leik- skólakennurum og þroskaþjálfum er önn- ur. Gert er ráð fyrir því á þeirra vinnustöð- um að þeir fari úr starfi á vinnutíma til að sækja sér menntun. Í grunnskólanum hef- ur þetta ekki þróast á þann hátt og grunn- skólakennarar eiga miklu erfiðara með að komast frá en aðrar stéttir. Vonandi mótast hefð í þessa veru í grunnskólanum líka, en helstu breytingar þar síðastliðin ár eru reyndar þær að símenntunin færist æ meira inn í skólana. Vettvangsnámið má ekki verða allsráð- andi Mig dreymir um að Símenntunarstofn- un verði mjög öflug og virk, allsherjarmið- stöð fyrir endur- og símenntun þessara stétta. Ég vil gjarnan sjá fleiri koma hing- að að sækja sína endurmenntun. Þótt það sé gott að fara með námskeið á vettvang er líka mjög gott að fólk víða að hittist. Við erum aðeins byrjuð á þessu með því að bjóða valnámskeiðin sem eru kennd SKÓLAVARÐAN 6.TBL. 4. ÁRG. 2004 Dreymir um allsherjarmiðstöð símenntunar fyrir kennara Grunnskólakennarar eiga miklu erf iðara með að kom- ast frá til að sækja námskeið og fyrirlestra en aðrar stéttir.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.