Skólavarðan - 01.03.2005, Blaðsíða 28

Skólavarðan - 01.03.2005, Blaðsíða 28
28 SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 5. ÁRG. 2005 WWW Vefur Námsgagnastofnunar hefur tekið nokkrum breytingum að undanförnu. Þegar nýtt vefumsjónarkerfi var kynnt fyrir stuttu hóf vefsíðan Í dagsins önn göngu sína. Með henni vill Námsgagnastofnun miðla efni til kennara og nemenda sem fjallar um það sem efst er á baugi hverju sinni í samfélaginu eða kann að vekja áhuga í skólunum. Umsjónarmaður síð- unnar er Jón Guðmundsson. Í dagsins önn er þróunarverkefni þannig að mikilvægt er að fá viðbrögð frá kennurum. Senda má óskir og athuga- semdir á netfangið jong@nams.is. Dæmi um efni sem nú þegar er á síð- unni er umfjöllun um jólin, þorrann, dag íslenskrar tungu og alþjóðlega tungumála- daginn. Þar má líka finna skemmtilega pistla frá íslenskum börnum sem búa í Malaví í Afríku og flokk sem kallast Úr ríki náttúrunnar. Einnig hefur talsvert verið gert af því að krækja í aðra vefi svo sem vef BBC, Morgunblaðsins, Heimilis og skóla o.fl. Hingað til hefur aðallega tvenns konar efni birst Í dagsins önn. Annars vegar eru það ábendingar til kennara og upplýs- ingar um námsefni og hins vegar efni sem nemendur geta nýtt á eigin spýtur. Heimsóknum á vef stofnunarinnar fjölgar sífellt. Í janúar sl. var vefur Náms- gagnastofnunar í 23. sæti í samræmdri vefmælingu sem fyrirtækið Modernus stendur fyrir og hefur notkunin tvöfaldast á skömmum tíma. Á vef Námsgagnastofnunar eru fjöl- margir metnaðarfullir vefir sem kennarar eru hvattir til að kynna sér, sérstaklega síður sem bera nöfnin Krakkasíður og Unglingasíður. Þar er að finna mikið af gagnvirkum vefjum fyrir nemendur sem Námsgagnastofnun hefur gefið út að undanförnu. Nýlega kom út vefurinn Tón- list í tímans rás og í vor verður opnaður glæsilegur vefur um fugla. Jón Guðmundsson

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.