Skólavarðan - 01.03.2005, Blaðsíða 33

Skólavarðan - 01.03.2005, Blaðsíða 33
SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 5. ÁRG. 2005 33 Trúnaðarmenn eru umboðsmenn stétt- arfélaga á vinnustöðum. Þeir þurfa að þekkja efni kjarasamninga til hlítar og standa vörð um hag samstarfsmanna sinna. Starf þeirra krefst umtalsverðrar vinnu og getur oft og tíðum tekið á, en þeir sem hafa tekið starfið að sér vita að það getur líka verið gefandi. Kennarar og aðrir starfsmenn skóla eru önnum kafið fólk og margir veigra sér við að taka að sér hlutverk trúnaðarmanns. En það er allra hagur að kynna sér vel réttindi sín og skyldur og sá sem tekur að sér starf trúnaðarmanns fær tæki- færi til að setja sig vel inn í mál sem varða hann sjálfan og samstarfsmenn. Hann eða hún fær um leið tækifæri til að hafa margvísleg áhrif, til dæmis á undirbúning og gerð kjarasamninga. Fjöldi trúnaðarmanna ræðst af fjölda starfsmanna Á hverjum vinnustað þar sem a.m.k. fimm menn vinna er starfsmönnum heimilt að kjósa einn trúnaðarmann úr sínum hópi en tvo séu starfsmenn fimmtíu eða fleiri. Trúnaðarmenn eru kosnir til tveggja ára í senn. Val trúnaðarmanna skal strax til- kynna vinnuveitanda og stjórn stéttarfé- lags. Trúnaðarmenn hafa margþætt hlutverk Trúnaðarmenn eiga að gæta þess að vinnuveitandi og fulltrúar hans virði kjarasamninga. Þeir gæta þess að réttur starfsmanna sé virtur í hvívetna, einkum hvað varðar orlof, vinnuvernd, öryggi og hollustuhætti á vinnustað og það er hlut- verk þeirra að grípa til aðgerða ef brotið er á rétti starfsmanna. Trúnaðarmenn hafa aðstöðu til að meta hvaða ákvæðum kjarasamninga og reglna er æskilegt að breyta og benda á vandamál sem upp geta komið við framkvæmd kjarasamn- ings. Þeir gera síðan stéttarfélaginu grein fyrir því þegar kröfugerð vegna kjara- samninga er í undirbúningi. Trúnaðarmenn kynna félagsmönnum stefnu stéttarfélagsins og verkefni hverju sinni. Þeir sjá til dæmis um framkvæmd atkvæðagreiðslna þegar kosið er til ábyrgðarstarfa félagsins. Þeir taka á móti nýjum starfsmönnum, gera þeim grein fyrir starfskjörum sínum og réttindum og kynna þeim stéttarfélagið og starfsemi þess. Síðast en ekki síst fylgjast þeir með hvernig atvinnurekandi framfylgir jafn- réttislögum. Starfsmaður leiti til trúnaðarmanns Starfsmönnum ber að snúa sér til trúnað- armanns telji þeir á sér brotið. Trúnaðar- maður rannsakar málin þegar umkvart- anir berast eða hann hefur ástæðu til að ætla að vinnuveitandi gangi á rétt starfs- manna eða stéttarfélags. Eigi umkvartanir við rök að styðjast ber honum að krefja vinnuveitanda um lagfæringu. Trúnað- armaður gefur starfsmönnum og stéttar- félagi skýrslu um efni umkvartana eða brota og hvaða lagfæringar hafi fengist. Yfirmenn hafa skyldur gagnvart trúnaðarmönnum Yfirmönnum ber að gefa trúnaðarmanni upplýsingar um stöður sem losna eða ef í ráði er að bæta við starfsmanni. Jafnframt skal láta honum í té upplýsingar um ráðn- ingarkjör og hverjir sæki um starfið. Réttindi og vernd trúnaðarmanna Trúnaðarmaður á rétt á að rækja skyldur sínar í vinnutíma en gera yfirmanni sínum grein fyrir erindi sínu hverju sinni. Trún- aðarmaður skal hafa aðstöðu til einkavið- ræðna við samstarfsmenn sína og halda með þeim fundi. Hann skal hafa aðgang að síma til að rækja starf sitt. Trúnaðar- mönnum er heimilt að sækja þing, fundi, ráðstefnur og námskeið á vegum stétt- arfélagsins í allt að eina viku einu sinni á ári, án skerðingar á reglubundnum launum. Í lögum um trúnaðarmann segir að hann skuli í engu gjalda þess að hann hefur valist til þessa trúnaðarstarfs. Á hinn bóginn nýtur hann verndar sem getur komið honum til góða. Sjá nánar: www.ki.is Trúnaðarmenn á heimasíðum einstakra aðildarfélaga. Gísli Þór Sigurþórsson er einn margra félags- manna sem tekið hafa að sér störf trúnað- armanna. ���������� �������������� �������������������� �������������������� ������������������ ����� ���������������������������������������� �������������������������������������� ����� ������������������������������� ����������������������������������������� ������� ������������������������������ �������������������������������

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.