Skólavarðan - 01.04.2005, Blaðsíða 9

Skólavarðan - 01.04.2005, Blaðsíða 9
9 SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 5. ÁRG. 2005 sýn, en hún er í raun klofin í tvennt og það er mjög miður. Ef maður horfir aftur þá var það eitt af markmiðunum með sameiningunni að nýta hagkvæmni stærðarinnar og lækka félagsgjöldin. Það hefur tekist. Félags- gjöldin voru 2,4% hjá HÍK og KÍ fyrir sam- einingu og á nýliðnu þingi var samþykkt að lækka þau í 1,6% af grunnlaunum. Auðvitað var margt sem tók á í byrjun. Ekki var aðeins verið að sameina félög heldur einnig vinnustaði. Starfsfólk af þremur vinnustöðum var flutt yfir á einn og sumir fengu nýtt eða breytt hlutverk. Það tók dálítinn tíma að finna rétta taktinn en það tókst og í Kennarahúsinu er að mínu mati gott að vinna og notalegt andrúmsloft.“ Þurfum að fá til okkar fólk sem segir á okkur kost og löst Þorsteinn Gunnarsson rektor Háskólans á Akureyri gagnrýndi Kennarasambandið í erindi sínu á nýliðnu þingi og sagði umhugsunarvert að ekkert í stefnu- mörkun KÍ sem lægi fyrir þinginu lyti að rannsóknum á fræðasviði kennara. Hann benti líka á að flestar fagstéttir sem vildu láta taka sig alvarlega stæðu að útgáfu ritrýnds fagtímarits. -Hvernig finnst þér að Kennarasambandið eigi að bregðast við þessari gagnrýni? „Þessi gagnrýni er sett fram á jákvæðan hátt og þannig eigum við að nota hana. Mér finnst þetta sýna að það er rétt ákvörðun hjá okkur að fá utanaðkomandi aðila, eins og við höfum gert á undan- förnum tveimur þingum, til að halda erindi við setninguna og opna þar með nýjar víddir. Þar fáum við aðila sem horfa á okkur utan frá og segja okkur hvað þeim finnst. Við þurfum að fá til okkar fólk sem segir á okkur bæði kost og löst. Ég lít á orð Þorsteins sem ábendingu um akur sem við ættum hugsanlega að plægja betur. Ég er hins vegar ekki sammála því að við séum ekkert að gera á þessu sviði. Kennarasambandið er fjármagnað af félagsmönnum sjálfum og fær enga styrki á faglega sviðinu. Þess vegna verður til ákveðin forgangsröðun. Stefna okkar í skólamálum liggur fyrir en þær tillögur sem lagðar voru fyrir nýliðið þing lutu að breytingum á stefnuskrá svo að ekki má horfa eingöngu á þau þingmál sem nú voru rædd. Við höfum skólastefnu og styðjum margvísleg fagmál og verkefni. Þar má nefna hina árlegu ráðstefnu Rann- sóknarstofnunar KHÍ þar sem kynnt eru rannsóknar- og nýbreytnistörf. Kennara- sambandið er beinn þátttakandi í þessari ráðstefnu og tekur þátt í að kosta hana. Oft eru það félagsmenn KÍ sem kynna þar vinnu sína. Rannsóknir þeirra hafa þá verið studdar með styrkjum úr vísinda- eða endurmenntunarsjóðum KÍ. Hvað varðar útgáfumál þá var ákveðið við sameininguna að leggja niður Ný menntamál og BK blaðið og búa til nýtt blað, Skólavörðuna, sem væri blanda af hinum tveimur. Ég met það svo að vel hafi tekist til. Útgáfumál þurfa þó alltaf að vera í endurskoðun og í ljósi umræðna á þinginu þarf stjórnin að skoða möguleika á netútgáfu, okkur hefur til dæmis staðið til boða að koma inn í Netluútgáfuna og svo er spurning hvort KÍ eigi að gefa út veg- legt fagtímarit sem kæmi kannski út einu sinni á ári. Þetta eru mál sem við skoðum á kjörtímabilinu. Svo má ekki gleyma því að Kennarasambandið styrkir útgáfustarfsemi fagfélaga, s.s. Samaka móðurmálskennara o. fl. Í þetta fara nokkrar milljónir á ári.“ Samningurinn er tvöfalt betri en það sem var í boði fyrir verkfall Verkfallið í haust tók mjög á kennara og forystu þeirra. Hvað ávannst í þessu stranga verkfalli? Eiríkur syndir gjarnan 1,5 km í senn og eftir að hafa stundað golf í tvö ár er forgjöfin 20,9! „Við vitum ekki hvað hefði áunnist ef við hefðum ekki farið í verkfall en ef við horfum á þetta verkall eitt og sér þá tókst að brjóta ákveðna múra sem varða kennsluskyldu í grunnskólum. Þeir aðilar á vinnumarkaði sem höfðu samið á undan okkur voru nánast orðnir sammála um að samningur til fjögurra ára með 16 -18% kostnaðarauka væri það sem kæmi í hlut grunnskólakennara og stjórnenda. Það er alveg ljóst að sá samningur sem gerður var inniber 33% kostnaðarauka þannig að verk- fallið braut niður þá láglaunastefnu sem búið var að marka. Þau félög, sem gerðu samninga á eftir Félagi grunnskólakennara og Skólastjórafélaginu, hafa notið góðs af því að samningsumhverfið breyttist. Það er yfirleitt þannig þegar félög eins og FG og SÍ lenda í hörðum kjaradeilum að þá eru KYNNING FORYSTUMANNA

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.