Skólavarðan - 01.04.2005, Blaðsíða 16

Skólavarðan - 01.04.2005, Blaðsíða 16
16 MINNINGARGREIN SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 5. ÁRG. 2005 Jónas B. Jónsson, fyrrverandi fræðslustjóri í Reykjavík, andaðist á Landakotsspítala í Reykjavík aðfararnótt 1. apríl, tæplega 97 ára að aldri. Með honum er horfinn á braut litríkur og mikilvirkur skólamaður. Hann átti ríkan þátt í mótun og framkvæmd kennslu- og skólastarfs í Reykjavík á seinni hluta tuttugustu aldar. Einnig var hann einn helsti forystumaður á sviði æskulýðs- og íþróttamála um langt árabil. Hann samdi kennslubækur og skrifaði fjölda greina um uppeldis- og fræðslumál í blöð og tímarit. Jónas fæddist að Torfalæk í Austur- Húnavatnssýslu 8. apríl 1908. Hann lauk kennaraprófi 1934 og námi við kennaraskóla í Gautaborg 1938. Jónas hóf feril sinn sem kennari í heimabyggð sinni en kenndi síðan við Laugarnesskólann í Reykjavík. Hann var Merkur skólamaður kvaddur fræðslufulltrúi og síðan fræðslustjóri í Reykjavík til 1973. Auk þess var hann m.a. formaður Barnaverndarráðs Íslands 1953 - 1957 og framkvæmdastjóri Íþróttaráðs Reykjavíkur frá stofnun þess 1962 til 1973. Þá átti hann sæti í stjórn Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands í 30 ár og í stjórn Rauða kross Íslands 1975 - 1979. Jónas átti lengi sæti í stjórn Bandalags íslenskra skáta og var skátahöfðingi Íslands 1958 - 1971. Jónas var formaður kennarafélags Laugarnesskóla 1935 - 1943, sat í stjórn Stéttarfélags barnakennara í Reykjavík 1939 - 1942 og stjórn Sambands íslenskra barnakennara 1942 - 1950. Hann var kjörinn heiðursdoktor við Kennaraháskóla Íslands 2001. Eftirlifandi eiginkona hans er Guðrún Ö. Stephensen. Þau eignuðust fjögur börn. HEH Jónas B. Jónsson

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.