Skólavarðan - 01.04.2005, Blaðsíða 25

Skólavarðan - 01.04.2005, Blaðsíða 25
25 ENDURMENNTUN SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 5. ÁRG. 2005 Heildarframlög menntamálaráðuneytis til samstarfsnefndar um endurmenntun framhaldsskólakennara verða 21 milljón króna fyrir árið 2005 og lækka þar með um tæpan þriðjung frá því árið áður. Árið 2004 voru framlögin alls 29 milljónir króna þar sem reiknað var með fram- lögum til upplýsingatækni, faglegrar endurmenntunar og skólaþróunar. Allmiklar hækkanir hafa orðið á öllum kostnaði milli áranna 2004 og 2005. Miðað við þennan niðurskurð á framlögum er ljóst að draga verður úr framboði á end- urmenntun og stuðningi við kennara, náms- og starfsráðgjafa og stjórnendur í framhaldsskólum sem vilja sækja sí- eða endurmenntunarnámskeið. Nauðsynlegt verður að skerða framboð á vettvangs- námi, sem er mjög miður því það hefur gefið góða raun, auk þess sem minnka verður framboð námskeiða í faggreinum, á sviði upplýsingatækni og skólaþróunar. Aðalfundur FF sem haldinn var í febrúar sl. mótmælti þessari skerðingu fjárfram- laga til endurmenntunar harðlega og krefst þess að framlögin verði hækkuð að raungildi miðað við árið 2004. Ljósmynd Gerður Steinþórsdóttir. Skert framlög til endurmenntunar framhaldsskólakennara Séra Baldur Vilhelmsson í Vatnsfirði fræddi móðurmálskennara um heimaslóðir sína á endurmenntunarnámskeiði sumarið 2004.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.