Skólavarðan - 01.09.2006, Blaðsíða 10

Skólavarðan - 01.09.2006, Blaðsíða 10
10 NÁMSMAT SKÓLAVARÐAN 6.TBL. 6. ÁRG. 2006 Fyrir ráðstefnu Samtaka áhugafólks um skólaþróun sem haldin var í Fjöl- brautaskólanum í Garðabæ 14. ágúst síðastliðinn vorum við beðnar um að gera grein fyrir hvernig námsmati væri háttað í framhaldsskólum. Við höfum báðar kennt íslensku við Menntaskólann við Hamrahlíð á annan áratug og vitum því allvel hvernig námsmati er háttað í þeirri grein, a.m.k. við okkar skóla. En við gerðum okkur grein fyrir því að hæpið væri að alhæfa um námsmat í framhaldsskólum út frá því. Við lögðum því í þá vinnu að skoða námsáætlanir eins og þær voru á síðustu önn í nokkrum kjarnagreinum, sem flestir nemendur bóknámsskóla þurfa að taka, til að sjá hvað þar væri sagt um námsmat. Eftir að hafa skoðað nokkra skóla völdum við að lokum þrjá og gættum þess að taka dæmi bæði um bekkjarskóla og fjölbrauta- skóla. Þessir skólar eru Menntaskólinn við Hamrahlíð, Menntaskólinn á Akureyri og Fjölbrautaskólinn í Garðabæ. Upplýs- ingarnar nálguðumst við á heimasíðum skólanna og tekið skal fram að við fórum ekki í skólana og töluðum ekki heldur við kennara heldur unnum bara út frá því sem segir í námsáætlunum enda er markmið okkar með því sem hér fer á eftir fyrst og fremst að gefa gróft yfirlit yfir námsmatsleiðir framhaldsskólanna. Hvaða leiðir eru farnar í námsmati í íslenskum framhaldsskólum? Menntaskólinn við Hamrahlíð Menntaskólinn á Akureyri Fjölbrautaskólinn í Garðabæ Ísl103/102 50% lokapróf (engar upplýsingar) 60% lokapróf Ísl203/202 50% lokapróf 70% lokapróf 45% lokapróf Ísl303 35% próf á miðri önn og 25% próf í lok annar 80% lokapróf 55% próf á miðri önn og 35% próf í lok annar Ísl403 30% próf á miðri önn og 30% próf í lok annar (engar upplýsingar) (engar upplýsingar) Ísl503 40% lokapróf 65% lokapróf 50% lokapróf Menntaskólinn við Hamrahlíð Menntaskólinn á Akureyri Fjölbrautaskólinn í Garðabæ Stæ103 70% lokapróf 60% lokapróf 60% lokapróf Stæ203 70% lokapróf 60% lokapróf 60% lokapróf Stæ303/313 (engar upplýsingar) 70% lokapróf 60% lokapróf Stæ603 50% lokapróf (engar upplýsingar) (engar upplýsingar) Menntaskólinn við Hamrahlíð Menntaskólinn á Akureyri Fjölbrautaskólinn í Garðabæ Ens103 50% lokapróf (engar upplýsingar) (engar upplýsingar) Ens202/203 (engar upplýsingar) 60% lokapróf 50% lokapróf Ens303 50% lokapróf 60% lokapróf 50% lokapróf Við byrjuðum á því að skoða námsáætlanir í íslensku. Eins og sjá má á töflunni er áhersla á yfirlitspróf þó nokkur í íslenskuáföngum. Alls staðar er tiltekið að nemendur taki lokapróf og gilda þau frá 40% (Ísl503 í Menntaskólanum við Hamrahlíð) til 90% (Ísl303 í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, sem virðist hafa e.k. lotukerfi þar sem um er að ræða tvö lokapróf) af lokaeinkunn í áfanga. Annað námsmat sem tilgreint er í námsáætlunum felst t.d. í ritgerðum og ýmsum ritunarverkefnum, munnlegum kynningum, frammistöðu í kennslustundum, lestrarkönnunum, ástundun og mætingu. Í námsmati í ensku virðist vera minni breidd en í íslensku, þ.e. námsmatið er líkara milli skóla. Lokaprófin eru 50-60% og hér tíðkast ekki lotukerfi eins og sást t.d. í íslenskunni. Sem dæmi um annars konar námsmat sem tilgreint var má nefna munnleg próf, tímapróf, verkefnavinnu, ritgerðir og ástundun. Athygli okkar vakti að í ensku 303 í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ gildir verkmappa (portfolio) 10% af heildareinkunn áfangans og þar er tekið fram að gert sé ráð fyrir sjálfsmati. Þetta var eina dæmið um sjálfsmat sem við fundum í þeim námsáætlunum sem við skoðuðum, hvergi er minnst á jafningjamat. Í stærðfræðinni er hlutur yfirlitsprófa gjarnan orðinn meiri en í íslenskunni, eða 50-70%. Þetta sýnist okkur fela í sér minni fjölbreytni í námsmati. Annars konar námsmat sem tilgreint var fólst t.d. í heimaverkefnum, tímaæfingum, skyndiprófum og ástundun. Einu sinni var samvinnuverkefni nefnt. Var það í stærðfræði 313 í Menntaskólanum á Akureyri og gilti verkefnið 15% af heildareinkunn í áfanganum en ekkert var nánar tilgreint í hverju það fólst. Tafla 1 Tafla 2 Tafla 3 LOKAPRÓF VEGA ÞYNGRA Í RAUNGREINUM Rósa Maggý Grétarsdóttir og Sigurbjörg Einarsdóttir LJ ó sm yn d f rá h ö fu n d u m

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.