Skólavarðan - 01.09.2006, Blaðsíða 30

Skólavarðan - 01.09.2006, Blaðsíða 30
30 SKIPTING MENNTASVIÐS, RÁÐSTEFNA SKÓLAVARÐAN 6.TBL. 6. ÁRG. 2006 Fólk er orðið svo upptekið að ráðstefnu- haldarar eru farnir að auglýsa með árs fyrirvara og dugir stundum ekki til. Á næsta ári verður haldin ráðstefna um sérkennslu í Kaupmannahöfn, nánar tiltekið 4. – 6. október 2007. Norrænu sérkennslusamtökin NFSP (Nordiska Förbundet för specialpeda- gogik) halda norræna ráðstefnu um málefni sérkennslu (specialpedagogik) í Kaupmannahöfn dagana 4.-6. október 2007 í samvinnu við danska mennta- málaráðuneytið, Landssamband danskra sveitarfélaga og Kennarasamband Dan- merkur. Þema ráðstefnunnar er „Inklusion/ rummelighed i Europa med særlig op- mærksomhed pa Norden.“ Hugtakið inklusion eða aðlögun allra nemenda í almennar bekkjardeildir skólanna hefur verið eitt af aðalmarkmiðum í skóla- málum Norðurlanda. Í mörgum hinna Evrópulandanna eru sérkennsluúrræði einnig skoðuð í þessu ljósi. Á ráðstefnunni verður aðlögun fatlaðra barna og barna með ýmsar sérþarfir skoðuð út frá mismunandi sjónarmiðum. Sömuleiðis verður rætt hvað er líkt og ólíkt með Norðurlöndum og öðrum löndum Evrópu hvað varðar þennan málaflokk. Kennarar, skólastjórnendur, fræðimenn, stjórnmálamenn, embættismenn og aðrir sem tengjast sérkennslu/sérrúrræðum í skólum eru velkomnir á ráðstefnuna. Þeir sem vilja fá nánari upplýsingar um ráðstefnuna geta snúið sér til Leif Sort, Speciallærerforeningen ls@s81.dk, sími +45 33 14 50 65. • Um kröfur foreldra segir meðal annars: „Foreldrar gera undantekningalítið kröfu um leikskóladvöl fyrir börnin um leið og fæðingarorlofi lýkur ... Þegar kemur að því að börnin flytjast milli skólastiga er það almenn krafa foreldra að það sé vel undirbúið af hendi kennara á báðum skólastigum svo að flutningurinn verði sem eðlilegastur og valdi sem minnstu óöryggi í hugum barnanna ... Félögin telja að með því að skipa málaflokknum á eitt svið/ráð komi sveitarfélög betur til móts við kröfur foreldra.“ • Um skipulag kennaramenntunar segir meðal annars: „ Í nýjum tillögum Kennaraháskóla Íslands er stefnan að kennaranámið verði fimm ára nám til meistaraprófs óháð því á hvaða skólastigi fólk hyggst kenna. Í tillögunum eru einnig hugmyndir um að auka sveigjanleika þannig að hægt sé að afla sér menntunar sem gefur rétt til að kenna á mörkum skólastiga í báðar áttir ... Félögin telja að stofnun sérstaks ráð um leikskólamálaflokkinn stangist algjörlega á við þessar tillögur og gangi í þveröfuga átt.“ • Um forystuhlutverk höfuðborgarinnar segir meðal annars: „Síðustu ár hafa sveitarfélög séð jákvæð tækifæri felast í því að fela einni nefnd og/eða sviði að fjalla um skólamál sem eru á forræði sveitarfélagsins, þ.e. leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla. Mikill meirihluti sveitarfélaga, m.a. öll stærstu sveitarfélög á landinu, hafa stigið þetta skref ... Eitt af markmiðunum við flutning grunnskólans til sveitarfélaganna var að færa þjónust- una nær neytendum og samþætta hana þeirri þjónustu sem var þá þegar á hendi sveitarfélaganna, m.a. rekstur leikskólanna. Félögin telja að sveitarfélög nái mun betur að uppfylla þetta markmið með því að skólamálin séu öll á einu sviði/ráði og með því sparist bæði fjármunir og tími.“ • Um áherslur menntamálaráðherra segir meðal annars: „Menntamálaráð- herra hefur sl. vetur unnið í nánu samstarfi við stjórn Kennarasam- bandsins og félög innan þess að ýmsu er varðar skólamál og tengist markmiðum ráðherra um betra skólakerfi og heildarendurskoðun á námi og námsskipan skólastiganna ... Félögin telja að það að taka leik- skólamálaflokkinn úr menntaráði sé í algjörri andstöðu við áform ráðherra og í engu samræmi við það sem almennt er talin eðlileg þróun og að skiptingin hindri frekar sveigjan-leika og samræmingu.” • Um stefnu og samvinnu innan KÍ segir meðal annars: „Frá árinu 2000 hefur hið nýja Kennarasamband starfað, en þá tóku kennarar og skólastjórar í leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarskólum þá ákvörðun að skipa sér saman í sveit burt séð frá því hvaða skólastigi þeir tilheyrðu ... Reynsla undanfarinna ára hefur sannfært kennarahópana um gildi þess að starfa náið saman og það er óumdeilt í hugum kennara að sameiningin hefur auðveldað skoðanaskipti og stefnumörkun á allan hátt. Félögin telja að það sama eigi við um umfjöllun um skólamál á vettvangi sveitarfélaganna, þ.e. að eitt svið/ráð einfaldi og geri alla umræðu skilvirkari og heildstæðari.“ • Um reynslu síðastliðið ár segir meðal annars: „Það er skoðun áheyrnarfulltrúa kennarahópanna í menntaráði að málin hafi þróast vel í vetur eftir að hópurinn stillti sig saman og kynntist. Það er samdóma álit þeirra að auðveldara sé að vinna að stefnumörkun í skólamálum út frá heildarsjónarmiði þegar um eitt ráð er að ræða. Félögin telja því að þróunin á fundum menntaráðs hafi verið í rétta átt og að sú gagnrýni sem fram hefur komið á umfang ráðsins réttlæti alls ekki að skipta málaflokknum upp og stíga þar með skref afturábak.“ • Um tíðar breytingar segir meðal annars: „Það er skoðun mikils meiri- hluta þeirra sem í hlut eiga að afar óheppilegt sé að knýja að nýju fram breytingar í kjölfar annarra sem ekki er komin reynsla á. Þar að auki hefur ekki farið fram formlegt mat á því hvernig til tókst og því skilur fólk ekki tilganginn, verður óöruggt, spyr spurninga og vill skýr svör ... Félögin sjá engin rök fyrir því að fara aftur til baka í gamla fyrirkomulagið og aðskilja skólastigin án þess að fram hafi farið faglegt mat á þeim breytingum sem gerðar voru og áhrifum þeirra.“ • Um nafngiftina segir meðal annars: „Það er ekki í takti við þá þróun sem rakin hefur verið hér á undan að tala annars vegar um menntasvið/ráð og hins vegar um leikskólasvið/ráð. Félögunum finnst vegið að virðingu leikskólans/leikskólakennara með því að skilgreina hlutina á þennan hátt og telja að með þessari skilgrein- ingu séu leikskólamál ekki talin menntamál.“ Norræn sérkennsluráðstefna að ári SPECIALPEDAGOGIK 4. – 6. október 2007

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.