Skólavarðan - 01.09.2006, Blaðsíða 18

Skólavarðan - 01.09.2006, Blaðsíða 18
18 NÁMSKEIÐ Í FÆREYJUM SKÓLAVARÐAN 6.TBL. 6. ÁRG. 2006 Norrænu kennarasamtökin, NLS, halda þriðja hvert ár sumarnámskeið fyrir félagsmenn sína, til skiptis í aðildarlöndunum. Að þessu sinni var sumarnámskeiðið haldið í Þórshöfn í Færeyjum 28. júní til 2. júlí undir yfi r- skriftinni Gæði menntunar – samræður og reynsla. Tilgangurinn var að efl a skilning á því hve áríðandi fagleg þekking og reynsla kennara eru þegar gerð er krafa um kennslu sem stenst ítrustu gæðakröfur og þróun kennslunnar í takt við þróun samfélagsins. Námskeiðið fór þannig fram að þungamiðjan voru fyrirlestrar þriggja fræðimanna en á milli þeirra ræddu þátt- takendur saman í hópum um það sem komið hafði fram í fyrirlestrunum. Þarna ræddi Ulf Fredriksson frá Rannsóknarsetri Evrópusambandsins í fullorðinsfræðslu um það hvort unnt sé að bera saman gæði mismunandi menntakerfa, Hans Laugesen fjallaði um starf að gæðamælingu innan Evrópusambandsins og Anders Rusk fjallaði um árangur fi nnskra skóla í PISA- rannsóknum. Það fór ekki hjá því að athygli manna beindist ekki síst að erindi hins síðast- nefnda, enda hefur góð útkoma Finna í PISA-könnunum vakið verðskuldaða athygli víða um heim og verið notuð sem viðmið fyrir menntakerfi annarra þjóða. Í umræðum hér á landi og annars staðar hafa komið fram hugmyndir um eftirlitsmenn í skólakerfi nu til að stuðla að því að skólarnir standi sína plikt gagnvart nemendum, samræmd próf í grunnskólum hafa verið talin nauðsyn hér á landi og ekki þarf að segja lesendum Skólavörðunnar frá baráttu kennarastéttarinnar fyrir almennilegum launum. Það var þess vegna fróðlegt að heyra það frá Anders Rusk að engin samræmd próf fara fram í grunnskólanum fyrir allt landið, hins vegar geta nemendur valið að fara í sambærileg próf til að kanna stöðu sína. Engir eftirlitsmenn fara milli skóla heldur eru gerðar úttektir á árangri skólastarfsins, ýmist á vegum ríkis eða sveitarfélags. Ekkert eftirlit er með kennslubókum en kennt samkvæmt námsáætlun sem gildir fyrir allt landið. Þá lagði Anders Rusk áherslu á góða kennaramenntun í Finnlandi og þá virðingu sem kennarastarfi ð nyti í landinu, sem og það sjálfstæði sem kennarar nytu í starfi sínu. Einnig að kennarar væru ævinlega hafðir með í ráðum sem fagmenn þegar rætt væri um breytingar á skólakerfi nu í Finnlandi. Hann sagði að Finnar hefðu gott skólakerfi sem stuðlaði að jafnrétti og næði til allra. Það mikilsverðasta við PISA-árangurinn væri að skólakerfi nu heppnaðist að ná góðum námsárangri auk þess að minnka til muna áhrifi n af ólíkum félagslegum bakgrunni nemendanna; það væri árangur sem fólk í mörgum löndum hefði talið vera ómögulegt að ná. Sérlega fróðlegur fyrirlestur á að hlýða. Auk þess að sitja á fundum eyddu þátttakendur eftirmiðdegi í að kynnast Færeyjum; hluti þeirra fór í siglingu frá Vestmanna en aðrir heimsóttu Kirkjubæ. Auk þess heimsóttum við leikhús sem kynnti fyrir okkur færeyskan menningararf í söngvum, sögum og dansi og héldum svo norrænt kvöld þar sem þátttakendur frá hverju landi sáu um stutt atriði. Almenn ánægja var hjá íslenska hópnum með innihald námskeiðsins, skipulagningu, hótel og félagslega samveru. Mikið var eins og fyrr segir um hópavinnu þar sem margir gerðu sitt besta til að skilja og tjá sig á öðru máli en móðurmáli sínu. Aðrir vönduðu sig í hvívetna við að tala skýrt og greinilega. Samt sem áður má ávallt gera betur og kom sú hugmynd upp í íslenska hópnum að NLS stæði fyrir gerð orðabókar sem tæki fyrir helstu hugtök sem notuð eru í uppeldis- og menntunarfræðum. Þessi hugtök yrðu sett fram á öllum norðurlandamálum ásamt ensku. Mjög FINNSKA SKÓLAKERFIÐ: • Engin samræmd próf • Engir eftirlitsmenn • Ekkert kennslubókaeftirlit En hins vegar: • Góð kennaramenntun • Mikil virðing borin fyrir kennurum • Kennarar alltaf hafðir með í ráðum þegar rætt er um breytingar á skóla- kerfi nu Og afraksturinn: • Fyrirmynd annarra þjóða – félagslegur ójöfnuður minnkar - frábær útkoma í PISA Gæðakennsla í takt við kröfur tímans Sumarnámskeið NLS í Færeyjum LJ ó sm yn d ir : H a u k u r M á r H a ra ld ss o n

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.