Skólavarðan


Skólavarðan - 01.11.2001, Blaðsíða 2

Skólavarðan - 01.11.2001, Blaðsíða 2
Allir félagsmenn í Kennarasambandi Íslands taka nú laun samkvæmt nýjum kjarasamningum og lauk samningalot- unni með því að kjarasamningur Félags tónlistarskóla- kennara og Félags íslenskra hljómlistarmanna var endur- nýjaður eftir rúmlega mánaðarverkfall og nær ári eftir að eldri kjarasamningur rann út. Dagvinnulaun kennara í grunn-, framhalds- og tónlist- arskólum landsins taka langþráðum og verulegum breyt- ingum til hins betra með kjarasamningum sem gerðir hafa verið á árinu 2001. Sameiginlegt einkenni þeirra er víðtækt endurmat til launa á kennarastarfinu, á menntun, ábyrgð og kennslureynslu. Tónlistarskólakennarar eru sigurvegarar Enginn hópur launamanna gerir það að gamni sínu að grípa til verkfallsaðgerða. Verkfall er lögbundinn réttur launamanna til þess að fylgja eftir kjarakröfum sínum en ljóst er að langlundargeð tónlistarskólakennara var mikið áður en til átaka kom. Framganga tónlistarskólakennara í nýafstöðnu verkfalli hefur vakið aðdáun félaga þeirra í kennarastétt. Samn- inganefndin gerði ávallt skipulega og yfirvegað grein fyrir kröfum þeirra og augljóst var hverjum sem skilja vildi að bæta þyrfti laun þeirra stórlega, annars horfði illa fyrir tónlistarmenntun í landinu. Rödd tónlistarskólakennara var sterk nú á haustdögum og áhrif af málflutningi þeirra miklu meiri en ráða má af stærð þessa hóps, en hann er lítill á venjulegan mælikvarða stéttarfélaga. Launaþróun og ástand í efnahagsmálum Kjarasamningur framhaldsskólakennara frá 7. janúar 2001 skilaði þeim sambærilegum árangri og önnur félög háskólamenntaðra starfsmanna ríkisins höfðu áður náð og er áfangi að því markmiði að dagvinnulaun í fram- haldsskólum standist samanburð við eðlilega samanburð- arhópa og dugi til framfærslu. Kjarasamningur grunn- skólans breytir einnig grunnlaunum kennara á því skóla- stigi þannig að með kjarasamningum tónlistarskólakenn- ara nú síðast má segja að um viss tímamót sé að ræða í þróun dagvinnulauna kennara á þessu samningstímabili. En þó er að ýmsu að hyggja á löngum samningstíma, einkum þar sem kennarar njóta jafnan ekki launaskriðs neitt í líkingu við samanburðarhópa. Ef dæmi er tekið af launaþróun framhaldsskólakennara þá er hún nokkuð ásættanleg það sem af er árinu 2001, ef marka má opinberar tölur, en jafnljóst að verðhækkanir á vörum, þjónustu og opinberum gjöldum naga þann ávinning sem náðist í kjarasamningum okkar, annarra félagsmanna í Kennarasambandinu og launamanna almennt. Kennarasamband Íslands þarf að beina kröftum sínum sérstaklega að því á næstu mánuðum að krefjast við- bragða stjórnvalda og aðgerða til þess að varðveita megi þær kjarabætur sem um var samið á árinu fyrir félags- menn þess. Markmið kjarasamninga og fjárveitingar til framhaldsskóla Í gildandi kjarasamningi fyrir framhaldsskóla hafa fulltrú- ar fjármálaráðherra og stéttarfélag kennara sameinast um þau markmið m.a. að laga störf og skilgreiningar starfa í framhaldsskólum að breyttu starfsumhverfi og nýjum kröfum stjórnvalda og samfélags. Ljóst er að til að þessi markmið, sem eiga að styrkja faglegt og kjaralegt umhverfi framhaldsskólans, verði annað en orðin tóm þarf að auka fjárveitingar til hans. Brýnasta viðfangsefnið á því sviði á fjárlögum ársins 2002 er að setja fé í úrbætur á reiknilíkani fyrir framhaldsskól- ann, tillögur liggja fyrir en ekki er áætlað fé í það í fyrir- liggjandi fjárlagafrumvarpi. Í kjarasamningi framhaldsskólans eru nú í fyrsta skipti ákvæði sem útfæra skal og semja um í einstökum skólum. Samningagerð er í höndum samstarfsnefnda sem eru nú teknar til starfa í framhaldsskólum. Þetta er eitthvert stærsta viðfangsefni í kjaramálum sem félagið hefur tekist á hendur til þessa og skiptir miklu hvernig til tekst. Stjórnendur framhaldsskóla jafnt sem kennarar fá þarna hlutverk brautryðjenda og jafnframt nýjar starfsskyldur. Launakjör allra kennara verða ætíð að standast samanburð Mikilvægar breytingar hafa átt sér stað með kjarasamn- ingum félagsmanna KÍ á árinu. Ætla má að skólar séu eða verði á næstunni þokkalega samkeppnishæfir um dag- vinnulaun á vinnumarkaði - a.m.k. við aðra vinnuveitend- ur hins opinbera. Viðsemjendur allra kennara og þeir sem stýra faglegum málum hjá ríki og sveitarfélögum þurfa að slá skjaldborg um starfsskilyrði skóla og um kjör kennara. Elna Katrín Jónsdóttir Formannspist i l l Síðasti kennara- samningurinn í höfn 3

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.