Skólavarðan


Skólavarðan - 01.11.2001, Blaðsíða 19

Skólavarðan - 01.11.2001, Blaðsíða 19
Leikskóli á að leggja grunn að því að börn verði virkir þátttakendur í þjóðfélagi okkar sem breytist mjög hratt á tímum óendanlegrar, að því er virðist, tæknibylt- ingar. Internet, GSM-símar, sítengingar, tölvur og margmiðlun eru að verða stærri þáttur í samskiptum manna en áður og því mikilvægt að börn kynnist þessum hlutum og læri að umgangast þá. Tölvunotkun í leikskólum er að aukast en skiptar skoðanir hafa verið um ágæti þeirra og uppi eru raddir um minnkandi félagsleg tengsl og aukna einangrun barna. Leikskólakennarar á Mánabrekku eru á annarri skoðun. ,,Allar áhyggjur af skorti á félagslegum tengslum og samskiptaleysi eru óþarfar, börnin eru yfirleitt alltaf tvö saman, þau hjálpa hvort öðru og tala saman um það sem þau eru að gera. Ef eitthvað er urðu samskiptin fjöl- breyttari og skemmtilegri,“ segja þær Dag- rún og Elín. Á Mánabrekku var hafist handa strax í janúar 1998, farið var af stað með sérstakar tölvustundir fyrir elstu börnin og um haustið fékk skólinn styrk frá menntamála- ráðuneyti til að þróa tölvustarfið. Fram að því notaði starfsfólk tímann vel, fór meðal annars á námskeið hjá tölvuskólanum Framtíðarbörnum og kynntist forritinu Kid Pix Studio. Námskeiðið hafði mikil á- hrif á þróun verkefnisins og hvernig fram- hald kennslunnar varð. ,,Verkefnið þróaðist mikið á tímanum. Í upphafi var ætlunin að gera börnin hæf til að bjarga sér á tölvur. Við yrðum að kenna þeim það sem við kynnum og fá næði til þess, því settum við tölvurnar í byrjun í sérherbergi þar sem hægt var að loka að sér,“ segir Elín. Ísland á byrjunarstigi Í nóvember 1998 fengu verkefnisstjórar tækifæri til að fara til Svíþjóðar á ráðstefnu. Það var mjög mikilvægt fyrir starfið að taka þátt í henni þar sem Ísland er á byrjunar- stigi hvað varðar tölvunotkun í leikskólum en sums staðar á Norðurlöndum er hún vel á veg komin. Elín segir þátttökuna hafa opnað nýjar víddir fyrir þeim og þær hafi fengið nýja sýn á hvað hægt væri að gera með tölvu í leikskólum. Þegar heim var komið tóku þær að hluta upp stefnu Lailu Nilsen leikskólakennara frá Danmörku sem hefur allt frá árinu 1991 þróað notkun tölvu í leikskólum. Markmið þeirrar stefnu er að þróa skapandi tölvuvinnu og uppeld- isfræðilegt ferli þar sem tölvur og önnur náms- og viðfangsefni örva mynd- og mál- þroska og samkiptahæfileika barnanna. Leikurinn er undirstaða starfsins og eitt Tölvur í le ikskólastarf i 22 Frá því árið 1998 hafa tölvur gegnt stóru hlutverki í starfsemi Mána- brekku. Forsagan er sú að í ársbyrjun 1998 fengu leikskólarnir Mánabrekka og Sólbrekka hvor sína PC-tölvu að gjöf frá Hitaveitu Seltjarnarness í til- efni af þrjátíu ára afmæli hennar. Kristjana Stefánsdóttir leikskólafull- trúi á Nesinu kom fram með hug- mynd um þróunarverkefni fyrir leik- skólana sem ýtt var úr vör árið 1998 og fékk heitið Skapandi notkun tölvu í leikskólastarfi. Skólavarðan tók hús á þeim Elínu Guðjónsdóttur verkefnisstjóra og Dagrúnu Ársælsdóttur leikskólastjóra til að kynnast verkefninu. „Allt í einu kom úlfurinn stökkvandi niður úr trénu...“ - skapandi notkun tölvu í leikskólastarfi á Mánabrekku á Seltjarnarnesi Völundarhús og óslegið gras staður óendanlegra ævintýra Seltjarnarnes er tilvalinn staður til að skoða náttúruna, stutt út í Gróttu með öll- um sínum fuglum og flóru. Krakkarnir á Mánabrekku eru mjög meðvituð um um- hverfisvernd, þau flokka matarafganga, fara með mjólkurfernur í Sorpu, tína rusl í vettvangsferðum og svona mætti lengi telja. Leiksvæði þeirra er eins náttúrlegt og hægt er. Þar er grasið til dæmis aldrei slegið og þannig stuðlað að fjölbreytt- ara skordýralífi, börnin læra að leika sér í óslegnu grasinu og getur það orðið að heilmiklu ævintýri. Völundarhús úr torfhleðslu prýðir garðinn, þar er hægt að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn og húsið er vettvangur alls konar leikja. ,,Listaskálinn er hjarta hússins og stefnunnar og þar er öllu safnað saman, meðal annars því sem börnin koma með að heiman, svo sem gleri, kertastjökum, afgöngum af ýmsu og pappír. Þetta er svo notað í starfi og þar er það flokkað, í listaskálanum sést stefnan í hnotskurn,“ segir Dagrún Ársælsdóttir leikskólastjóri, en hugmyndafræði leikskólastarfsins er byggð á umhverfis- og náttúruvernd. Markmið þessarar uppeldisstefnu er meðal annars að opna augu barna fyrir feg- urð náttúrunnar, vekja virðingu þeirra fyrir henni og ábyrgðarkennd. Að leggja grundvöll að siðgæðisviðhorfi barna til allra lifandi vera; manna, dýra og plantna. Skólinn hefur starfað eftir þessari stefnu frá því hann tók til starfa fyrir fimm árum og börnin hafa fengið tækifæri til að kynnast endurnýtingu pappírs og mat- væla, þekkja tré og jurtir, skoða lífverur í víðsjá og með stækkunargleri, fylgjast með breytingu árstíðanna og gera margt fleira sem viðkemur náttúrunni.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.