Skólavarðan


Skólavarðan - 01.11.2001, Blaðsíða 4

Skólavarðan - 01.11.2001, Blaðsíða 4
Eru foreldrar velkomnir? Ég var ánægð að sjá í einu tölublaði Skólavörðunnar að meðal þess, sem talið er hafa tekist vel í þróun skólastarfs að undanförnu, sé efling á samstarfi foreldra og skóla. Það er rétt að foreldrastarf er að verða markvissara í flestum skólum, ekki síst eftir að lögboðin foreldraráð tóku til starfa. Enn er þó heilmikil vinna eftir til að öllum foreldrum finnist eðlilegt að taka þátt í skólastarfi barna sinna. Sem stjórnarmaður í SAMFOK - sambandi foreldrafélaga og foreldraráða í grunnskólum Reykjavíkur - til nokkurra ára hef ég fengið innsýn í hvernig foreldrar taka þátt í skólastarfi í ýmsum skólum í Reykjavík og er skemmst frá að segja að það er afar mis- jafnt. Sums staðar - til dæmis í Engjaskóla - þykir svo sjálfsagt og eðlilegt að foreldrar taki virkan þátt að fulltrúi þeirra hefur í mörg ár haft lykil að skólanum svo að þeir geti sinnt þessu starfi óhindrað. Í öðrum skólum heyrum við að foreldrum finnist þvingandi að koma í skólann; eins og eng- inn sé ánægður að sjá þá, hvað þá að þeim sé búin þægileg aðstaða til að sinna foreldrastarfi. En eiga foreldrar eitthvert erindi inn í skólann? Mörgum foreldrum finnst það og miðað við upphafsorð mín hér virðist ríkja almenn ánægja meðal kennara með aukið samstarf við foreldra. Við höfum heyrt að margir foreldrar vilji gjarnan finna að þeir séu virkilega velkomnir í skólann á skólatíma. Þannig geti þeir kynnst starfsfólki skólans, séð það mikla starf sem þar fer fram - sem væntanlega eykur skilning - séð hvernig barninu gengur að til- einka sér það sem fram fer í kennslustundum, hvernig því virðist líða í skólanum, hvernig því lyndir við skólafélaga sína og hvernig þeir eru. Barn getur hegðað sér gerólíkt heima hjá sér og í skólan- um og engin leið fyrir foreldra að kynnast þeirri hlið nema af eigin raun. Ýmis dæmi eru um að foreldrar hafi fengið kvartanir frá skóla yfir hegðun barnsins þar - sem þeir hafa aldrei séð heima við og eiga því erfitt með að bregðast við. Með því að foreldrar kynnist umhverfinu sem kallar fram þessa ,,óþekktu“ hegðun hjá barninu eru meiri líkur á að þeir og skólinn geti tekið höndum saman um úrbætur sem virka. Gaman að koma í skólann Einnig má nefna að mörgum foreldrum finnst gaman að koma í skólann endrum og sinnum - ekki síst ef þeir fá að hjálpa eitthvað til. Sjálf þáði ég heimboð skólastjórans í Melaskóla og mætti á sér- staka heimsóknardaga fyrir foreldra í október. Dóttir mín var þá í handavinnutímum og kennar- inn var ánægður með að fá hjálp við að þræða nálar og fleira. Í frímínútum fylgdist ég með börnunum í leik og gat þar huggað stelpu sem datt og meiddi sig lítillega. Það fer auðvitað eftir kennurum og foreldrum hvort betra er að foreldrar fylgist aðgerðalausir með eða taki þátt á einhvern hátt. En á það má benda að foreldrar geta verið hafsjór af fróðleik og þekkingu sem vel má nýta þegar færi gefst. Reynslan hefur sýnt að börnum vegnar betur þegar foreldrar sýna skóla þeirra og námi virkan áhuga. Þetta hefur til dæmis komið í ljós þar sem bekkjarfulltrúar hafa lagt áherslu á að skipuleggja fjölbreytt og skemmtilegt bekkjarstarf, í góðu sam- starfi við bekkjarkennarann, og þar hefur yfirleitt náðst að mynda góð vinatengsl milli barnanna í bekknum. Slíkt stuðlar að vellíðan þeirra allra - en sagt hefur verið að barn sem líður illa geti ekki lært eftir bestu getu. Nú kynnu einhverjir að spyrja hvort ég eigi við að skólastarfið geti ekki gengið vel nema foreldrar séu stöðugt í skólanum. Að sjálfsögðu á ég ekki við það, enda foreldrar nær allir útivinnandi og geta sjaldan tekið sér frí til að koma í skólann. En ef kennarar telja það framfaraskref að samstarf foreldra og skóla hefur eflst hljóta þeir að vilja að það vaxi og dafni enn frekar - öllu skólastarfi til fram- dráttar. Því endurtek ég að vinna þarf að því að öllum foreldrum, sem langar að taka meiri þátt í skólastarfinu, finnist þeir raunverulega velkomnir í skóla barns síns. Kurteislegt heimboð virkar nefnilega ekki nema vel sé tekið á móti gestinum - og langbest er að foreldr- um hætti að finnast þeir vera gestir og líti þess í stað á sig sem kær- komna heimilisvini. Bryndís Kristjánsdóttir Höfundur er móðir þriggja barna og situr í stjórn SAMFOK. Ges task r i f Vinna þarf að því að öllum foreldrum, sem langar að taka meiri þátt í skólastarfinu, finnist þeir raunverulega velkomnir í skóla barns síns. Kurteislegt heimboð virkar nefnilega ekki nema vel sé tekið á móti gestinum - og langbest er að foreldrum hætti að finnast þeir vera gestir og líti þess í stað á sig sem kærkomna heimilisvini. 5

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.