Þjóðmál - 01.06.2012, Blaðsíða 60

Þjóðmál - 01.06.2012, Blaðsíða 60
 Þjóðmál SUmAR 2012 59 er atvinnu stig jafn an betra og jöfnuður og hagv öxtur meiri í hagkerfum með sjálf­ stæðan gjald miðil . Loks má nefna að ef hér væri tek inn upp erlendur gjaldmiðill yrði hann iðu lega of sterkur eða veikur fyrir hag kerfi okkar . Það er líka nauðsynlegt að leiðrétta þá bábilju að hagkerfi Íslands sé of smátt til að bera sjálfstæðan gjaldmiðil . Það fer lítið fyrir kenningum um vandamál of smárra myntsvæða . Hagfræðin fjallar meira um vandamál stærri myntsvæða og þau vanda­ mál sem upp koma þegar ólík ríki reyna að búa við sameiginlega mynt . Hvað gefur gjaldmiðlum verðgildi Hvernig getur seðill, sem er í raun ekkert nema loforð um greiðslu í öðrum eins seðli, haft verðgildi? Hvers vegna samþykkir fólk krónur sem greiðslu fyrir vinnu og vöru? Skýringin felst í því að ríkið leggur á skatta í íslenskum krónum, ríflega fimm hundruð milljarða á ári, og myndar þannig kjölfestu í eftirspurn eftir krónunni . Á meðan ríkið innheimtir skatta í krónum, munu flestir landsmenn og fyrirtæki hafa þörf fyrir krónur til að greiða skatta . Þar með hafa krónur verðgildi . Það er samt skilyrði að peningamagnið (seðlar, mynt og lausar innstæður) sé hæfilegt og breytist í takt við vöxt og þarfir hagkerfisins . Vaxi peningamagnið of hratt, fer þannig að fólk þarf sífellt fleiri krónur til að kaupa sömu vörur en áður . Það verður verðbólga . Bankar búa til rafkrónur með útlánum Enn eru margir sem trúa því að bankar þurfi að safna innlánum (sparnaði) til að geta veitt útlán . Staðreyndin er sú að banki getur búið til nýjar rafkrónur og lánað þær út svo lengi sem bankinn uppfyllir skilyrði um eiginfjárhlutfall . Viljugur lántaki er allt sem banki þarf til að setja nýjar krónur út í hagkerfið . Fjármálaeftirlitið setur bönkum skilyrði um eiginfjárhlutfall (16%) og bankar á Íslandi geta því veitt lán sem nema ríflega 6 földu eigin fé bankans . Þegar banki veitir lán getur hann gert það með því einfaldlega að hækka innstæðuna á hlaupareikningi lántakandans . Þessar viðbótar­rafkrónur á hlaupareikningi lán­ takandans eru ekki tilfærsla á sparnaði heldur aukning á peningamagni í landinu . Raf krónur, sem bankar búa til með þessum hætti, eru jafngjaldgengar í viðskiptum og seðlar og mynt sem Seðlabankinn setur í umferð . „ . . . bankar veita lán einfaldlega með því að hækka innstæðuna á hlaupareikningi lántakans, lántakinn getur síðan notað innstæðuna sem greiðslu hvar sem er . Bankar veita lán með því að búa til peninga .“ – Bank of England Quarterly Bulletin 2008 Q1 | Volume 48 No. 1. Hvernig peningamagni er stýrt Eins og fram hefur komið hefur Seðla­bankinn sett alls 40 mia króna í seðlum og mynt í umferð en bankar hafa sett 1 .000 mia af rafkrónum (lausum innstæðum) í umferð . Bankarnir eru því í aðalhlutverki við framleiðslu gjaldmiðilsins . Markmið Seðlabankans er verðstöðugleiki en markmið einkabanka er að sjálfsögðu að hámarka arðsemi eigenda sinna . Banki, sem gætir eigin hagsmuna, vill auka útlán (þenja út peningamagn) á uppgangstímum en draga úr útlánum (draga saman peningamagn) í niðursveiflu . Bankar hafa því innbyggðan hvata til að magna hagsveiflur í stað þess að dempa þær .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.