Þjóðmál - 01.06.2013, Qupperneq 81

Þjóðmál - 01.06.2013, Qupperneq 81
80 Þjóðmál SUmAR 2013 og félagar höfðu velt því fyrir sér, hvort Ragnar Arnalds, fyrsti formaður Alþýðu- bandalagsins, væri sósíalisti . Ég hef velt fyrir mér sömu spurningu og eftir samtöl um pólitík í 64 ár er ég kominn að þeirri niðurstöðu, að Ragnar sé mesti íhaldsmaður, sem ég hef kynnzt um dagana . En vinstri menn geta verið íhaldsmenn og hægri menn geta verið róttækir umbótasinnar . Hins vegar finnst mér á skorta að Svavar geri grein fyrir sinni sýn á hinar stóru línur í þróun stjórnmálahreyfinga vinstri manna frá byrjun 20 . aldar . Kannski er hann ekki kominn að niðurstöðu . Það stendur enn, sem Óskar Guðmundsson sagði í inngangi að mikilvægri bók sinni, Alþýðubandalagið — Átakasaga, sem út kom árið 1987: „Sósíalistaflokkurinn . . . sem hafði verið afspyrnu Sovéthollur, gerði ekki upp við þá fortíð sína, sem varð tilefni tví- skinn ungs og bælingar í Alþýðu banda- l aginu frá stofnun þess . Breytti litlu þó Alþýðubandalagið þróaðist frá stalín ism- anum í reynd; hið sársaukafulla upp gjör fór ekki fram í flokknum . . . Mót setn ing- arnar sem menn höfðu verið að kljást við bæði innan Sósíalistaflokksins og í stjórn- málasamtökunum Alþýðubanda lagi voru flestar fyrir hendi í hinum nýja flokki, sem stofnaður var formlega 1968 .“ En hverjar eru þessar stóru línur? Ungir hugsjónamenn koma fram á sjónarsviðið og taka upp baráttu fyrir bættum hag fátæka fólksins á Íslandi . Það var göfug barátta . Hún var háð jöfnum höndum á vettvangi stjórnmálanna og á vinnumarkaðnum . Hugsjónamennirnir ungu ánetjast al þjóð- legum hreyfingum sósíalista, sem segjast berjast fyrir sömu markmiðum og þar með var fjandinn laus . Þeir gerast ýmist vit andi vits eða án þess að gera sér grein fyrir því tæki alþjóðlegra afla til að seilast til áhrifa á Í s- landi . Þeir verða eins konar fimmta her deild . Til þess að ná víðari skírskotun leita þeir samstarfs við vinstri arm Alþýðu flokksins . Héðinn Valdimarsson gengur til samstarfs við þá undir lok fjórða áratugarins en þoldi ekki við í þeirri sambúð . En sambandið við Héðinn, þótt stutt væri, leiddi til þess að þeir náðu sterkari fótfestu meðal kjósenda og undir- tökum í verkalýðshreyfingunni . Þeir endur- tóku þennan leik með bandalagi við Hanni- bal Valdemarsson 1956 . Og beittu völd um sínum í verkalýðshreyfing unni óspart . Hannibal og hans menn þoldu ekki frekar við en Héðinn og um þremur áratugum eftir að Héðinn gekk til samstarfs við Einar Olgeirsson, Brynjólf Bjarnason og samherja þeirra, sprengdu Hannibal og Björn Jónsson þetta samstarf í loft upp og fóru sína leið . Einar og Brynjólfur voru ekki alltaf sam- mála og vísbendingar eru um að þeir hafi seinni árin verið á öndverðum meið um þróun þeirrar stjórnmálahreyfingar, sem þeir höfðu átt svo mikinn hlut í að byggja upp . Í raun var Sósíalistaflokkurinn tveir flokkar: Annars vegar flokkurinn á landsvísu sem Einar réði með samherjum sínum . Hins vegar Sósíalistafélag Reykjavíkur, sem var vígi Brynjólfs . Einn nánasti samstarfsmaður Einars var Ingi R . Helgason, sem var í raun pólitískur arftaki Einars og litið á hann sem slíkan . Atburðar- ásin varð hins vegar til þess, að Ingi R . varð ekki jafn virkur í stjórnmálum og ætla hefði mátt . En með rökum má segja, að hann hafi framselt þá pólitísku arfleifð, sem hann tók við úr hendi Einars til Svavars Gestssonar . Hópurinn í kringum Einar var ekki sam- mála um allt . Eitt af því voru tengslin við kommúnistaríkin í Austur-Evrópu og inn- rás Varsjárbandalagsríkj anna í Prag 1968 ýtti undir þær deilur . Kjartan Ólafsson, sem var um skeið fram kvæmdastjóri Sósíal ista- flokksins og síðar ritstjóri Þjóðviljans, vildi slíta þeim . Einar og Magnús Kjartansson voru því ekki sammála . Svavar á eftir að gera þessa sögu upp .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.