Skólavarðan - 01.11.2013, Blaðsíða 29

Skólavarðan - 01.11.2013, Blaðsíða 29
viðtal SKóLaVarðaN 2. tbl 2013 viðtal 27 Illugi Gunnarsson var fyrst kosinn á þing árið 2007 fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Rúmum sex árum síðar, nánar tiltekið 23. maí síðastliðinn, tók hann við lykl- unum að mennta- og menningarmála- ráðuneytinu. Þar með er þessi fjörutíu og sex ára kennarasonur frá Siglufirði kominn í þá stöðu að geta haft veruleg áhrif á það hvernig skólakerfið á Íslandi þróast næstu misseri. „Það er margt í skólakerfinu sem er mjög vel gert og margt af því gæti jafnvel talist vera til fyrirmyndar. Ég get þar nefnt áhersluna á að huga meira að líðan barna í skólum, en okkur hefur þannig orðið mjög ágengt í baráttunni gegn einelti sem skiptir gríðarlegu máli. Við leggjum líka hæfni nemenda til grundvallar í skólastarfinu því við erum að búa börnin okkar undir þátt- töku í samfélagi sem við vitum ekki hvernig á eftir að verða, þar sem tækni- og samfélagsbreytingarnar eru svo hraðar. Því þarf að búa nemendur undir að geta aðlagast breyttum að- stæðum. Ég held að kennarar standi sig mjög vel í störfum sínum og ég er ekkert að ýkja þegar ég segi að margir þeirra vinni afrek á hverjum degi. En á sama tíma held ég að við höfum heil- mikið svigrúm til að bæta okkur. Of fáir leggja stund á verk- og iðnnám, námsráðgjöf í grunnskólum mætti vera betri og brottfall úr framhalds- skólum þyrfti að vera minna. Og svo er það niðurstaða PISA könnunarinnar frá árinu 2009 sem sýndi að 25% drengja og 9% stúlkna geta ekki lesið sér til gagns við námslok í grunnskóla. Ég held að allir geti verið sammála um að þetta sé óásættanlegt. Að mínu viti þarf að efla lestrarkennslu í grunn- skólunum. Þar þarf að hafa sérstaklega í huga að grunnskólinn er hið mikla jöfnunartæki samfélagsins. Allir sem útskrifast eiga að hafa sömu tækifæri í lífinu, óháð efnahag foreldra o.s.frv. En þá hljótum við að spyrja okkur, hver eru tækifæri sextán ára unglings sem getur ekki lesið sér til gagns?“ STyTTiNg NÁMS TiL STúDeNTSpróFS Illugi hefur frá því hann varð mennta- og menningarmálaráðherra ítrekað lagt áherslu á að stytta eigi nám til stúdentsprófs. Það taki að jafnaði fjórtán ár að klára stúdentsprófið hér á landi en í öðrum löndum innan OECD útskrifist nemendur eftir tólf eða þrett- án ár. Hann boðar því breytingu. „Þar hef ég beint sjónum mínum að framhaldsskólanum og því að stytta námið þar niður í þrjú ár. Það útilokar hins vegar ekki styttingu á grunnskól- anum en í því sambandi vil ég skoða Viðtal við illuga gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra Kjör kennara ekki samkeppnishæf Menntamálaráðherra telur gott starf unnið í skólakerfinu en vill stytta nám til stúdentsprófs og leggja aukna áherslu á lestrarkennslu í grunnskólum. Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra. Ég held að það sé mjög ríkur metnaður hjá forystunni og kennurum almennt að skila sem bestu starfi fyrir nemendur. Mikilvægt að efla virðingu  kennarastarfsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.