Skólavarðan - 01.11.2013, Blaðsíða 24

Skólavarðan - 01.11.2013, Blaðsíða 24
22 Skólavarðan 2. tbl 2013 nýjungýjung Frjáls félagasamtök í alþjóðastarfi og Þróunarsamvinnustofnun Íslands efndu til kynningarviku um gildi þró- unarsamvinnu í október sl. undir yfir- heitinu: Þróunarsamvinna ber ávöxt – komum heiminum í lag. Að þessu sinni var áherslan á menntamál. Á málþingi í kynningarvikunni opnaði Illugi Gunn- arsson, mennta- og menningarmála- ráðherra, formlega nýjan kennsluvef um þróunarmál, www.komumheim- inumilag.is. Á nýja kennsluvefnum er meðal annars þýdd kennslubók um þróunarmál fyrir elstu bekki grunnskóla og framhalds- skóla sem heitir: Verður heimurinn betri?, en Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna, UNDP, gefur bókina út. „Frá því að Verður heimurinn betri? kom fyrst út í Svíþjóð árið 2005, hafa tug- þúsundir manna lesið hana og notað, ungir sem aldnir, í skólum, félagasam- tökum og námshópum. Við höfum fengið mikið af jákvæðum viðbrögð- um og athugasemdum, sem lúta ekki síst að þeirri staðreynd að í rauninni er ástandið í heiminum alls ekki eins hörmulegt og ætla mætti,“ skrifar Camilla Brükner, framkvæmdastjóri Norðurlandaskrifstofu UNDP í formála bókarinnar. Engilbert Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofn- unar Íslands, segir í formála íslensku útgáfunnar m.a. frá því að í könnun um þróunarfræðslu í íslenskum grunn- og framhaldsskólum sem unnin var fyrr á þessu ári hafi komið í ljós að sú fræðsla hafi bæði verið takmörkuð og ómark- viss. „Kennarar töldu eina meginskýr- inguna vera skort á vönduðu námsefni með nýjum upplýsingum. Það eru ríkir hagsmunir Þróunarsamvinnustofnun- ar Íslands að unga kynslóðin á Íslandi hafi aðgang að góðu námsefni um þró- unarmál og til þess að bæta úr brýnni þörf var skimað eftir ákjósanlegum námsbókum í nágrannalöndum okkar. Staðnæmst var við bókina Blir världen bättre? sem bæði Kennarasamband Íslands og Námsgagnastofnun töldu einkar vel við hæfi að fá þýdda fyrir ís- lenska nemendur. Mikil og góð reynsla er af bókinni í Svíþjóð og hún talar á auðskiljanlegan og jákvæðan hátt til nemenda um þróun í veröldinni, vekur upp spurningar og umræður og vísar í staðreyndir og nýja tölfræði.“ Áðurnefnd könnun um þróunar- fræðslu sýnir að í þeim fáu grunn- skólum þar sem slík fræðsla er í boði tengist hún helst söfnunum frjálsra félagasamtaka og námsefnið er fyrst og fremst fræðslu- og kynningarefni þeirra. Í framhaldsskólum er þróunar- fræðsla takmörkuð að mestu leyti við félagsfræðiáfanga þar sem hún bygg- ist að mestu á námsbók sem kom út fyrir áratug. Á fyrrnefndu málþingi var birt niður- staða nýrrar skoðanakönnunar um viðhorf og þekkingu Íslendinga á þróunarmálum. Helstu niðurstöður eru þær að tæplega 90% Íslendinga vilja óbreytt eða aukin framlög til al- þjóðlegrar þróunarsamvinnu. Átta af hverjum tíu Íslendingum eru hlynntir því að íslensk stjórnvöld taki þátt í slíkri vinnu og litlu færri eru sammála því að hún hjálpi til í baráttunni gegn fátækt í þróunarríkjum. Hins vegar er þekking Íslendinga á málaflokknum lítil. Til dæmis vakti athygli að aðeins 4% nefndu skóla þegar spurt var: Hvar færð þú helst upplýsingar um þróunar- samvinnu? Einnig leiðir könnunin í ljós að yfir 86% aðspurðra gátu ekki nefnt neitt þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem þó voru samþykkt árið 2000 og hafa verið rauður þráður í öllu þróunarstarfi í meira en áratug. Á nýja kennsluvefnum hefur verið safnað saman gagnlegum upplýs- ingum um þróunarmál frá frjálsum félagasamtökum í alþjóðastarfi og Þró- unarsamvinnustofnun og þar er meðal annars að finna fjölda kvikmyndabrota, auk nýju kennslubókarinnar. Texti og mynd: Gunnar Salvarsson, út- gáfu- og kynningarstjóri Þróunarsam- vinnustofnunar Íslands. þróUNar- SaMViNNa Ber ÁVÖxT komum heiminum í lag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.