Skólavarðan - 01.11.2013, Blaðsíða 39

Skólavarðan - 01.11.2013, Blaðsíða 39
Skólavarðan 2. tbl 2013 37 khan academykhan academ DraUMaFLippið geriST eKKi Á SVipSTUNDU Fleiri og fleiri íslenskir kennarar í grunn- og framhaldsskólum hafa vent kennslu sinni. Áslaug Högnadóttir í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og Þórhalla Arnardóttir í Verzlunarskóla Ís- lands, báðar raungreinakennarar, lýstu reynslu sinni af vendikennslu á mál- þingi náttúrufræðikennara síðastliðið vor. Í máli þeirra kom fram að hin hefð- bundna sýn væri að kennarinn væri miðpunktur kennslustofunnar, stæði upp við töflu og talaði nánast allan tímann. Kennslan miðaðist við meðal- nemendur, og þeir sem væru komnir lengra eða skemmra létu sér leiðast. „Vendikennsla er virkilega skemmtileg kennsluaðferð þar sem nemendur verða virkari en áður og því góð við- bót við aðrar aðferðir,“ sögðu Þórhalla og Áslaug og hvöttu fólk til að prófa. Fyrstu vikurnar eru nemendur dá- lítið utangátta og margir horfa ekki á myndböndin þó þeim sé sett það fyrir því þeir eru vanir að fá allt á silfurfati í tímum. Margir átta sig þó fljótt á því að þeir þurfa að leggja sig fram við að tileinka sér námsefnið. „Draumaflippið gerist heldur ekki á svipstundu. Það tekur nokkrar annir fyrir kennara að komast almennilega í flippgírinn og nýta kennslutímana sem best.“ HVeTJa aLLa TiL að FLippa Áslaug og Þórhalla segja að nem- endur læri fljótt að það sést strax í hóp- vinnunni ef þeir mæta óundirbúnir í tíma. Þeir sem eru nokkurn veginn með á nótunum, sem í flestum tilfellum er meiri hluti nemenda, geta leyst verk- efnin í tímum og hjálpast að. Þeir sem þurfa enga hjálp og hafa náð atriðinu geta farið lengra og þeir sem þurfa meira reyna líka jafningjafræðslu, en dugi hún ekki kemur kennarinn til að- stoðar. „Að ná til þeirra sem vilja bara láta mata sig og gera lítið sjálfir er álíka erfitt með flippaðri kennslu og hefðbundinni að- ferð. Tilfinning okkar er sú að aðferðin skili svipuðum námsárangri, en ástæða er til að rannsaka það þegar meiri reynsla er komin á að flippa kennsl- unni. En tímarnir verða skemmtilegri, því nemendur eru að jafnaði virkari en áður og meira svigrúm myndast fyrir verklegar tilraunir og til að sinna ein- stökum nemendum. Við hvetjum alla til að stökkva út í djúpu laugina, en það var þannig sem við byrjuðum. Til að byrja með má nýta myndbönd sem eru þegar til á netinu og síðan gera sín eigin. Þetta er virki- lega skemmtileg kennsluaðferð sem virkjar nemendur. Verið óhrædd að prófa – þetta er svo gaman“. FrÁBÆrT SKreF FrÁ MÖTUN Í ÁTT að SJÁLF- STÆði NeMeNDa Þetta hófst allt með stærðfræði og þeir sem mæla með aðferðinni kenna flestir stærðfræði eða raungreinar. En hvað með fög eins og móðurmálið eða nám í erlendum tungumálum? Á leitarforriti Youtube fannst ekkert um kennslu er- lendra mála en þegar orðinu setninga- fræði var slegið upp komu upp mörg myndskeið. Bjarni Benedikt Björnsson, kennari í MH, og Ragnar Þór Péturs- son, kennari í Norðlingaskóla, hafa birt efni þar sem ýmis hugtök íslenskrar málfræði eru útskýrð. Bjarni sést í mynd og heldur fyrirlestra en Ragnar Þór notar aðferð Kahns. Skólavarðan spurði Ragnar Þór hvort vendikennsla hentaði í öllum fögum og hann full- yrti að svo væri. „Aðferðin byggist á annarri hlutverkaskiptingu kennara og nemanda en algengust er. Kennarinn er þá varða frekar en uppflettirit. Hann kemur í veg fyrir að nemandinn rambi of langt af leið og notar meiri tíma og orku í að meta námsaðferðir nemand- ans en að mata hann á upplýsingum. Slík kennsla er framför frá hefðbundnu ítroðslunámi, en engan veginn enda- punktur,“ sagði Ragnar Þór. „Fyrir mér er vendikennsla frábært fyrsta skref frá mötun í átt að sjálfstæði nemenda. Það er því ágætt upp að því marki sem fyrsta þrep í stiga er ágætt. Það merkir ekki að maður vilji dvelja þar langdvöl- um. Stefnan er sett annað og lengra, en það er ágætt að nota þessa aðferð í bland við annað.“ Og Ragnar Þór bætti við: „Vendikennslu fylgja ýmis vandræði. Kennarar eru t.d. of gjarnir á að halda röngum hluta ábyrgðarinnar hjá sér og bregðast við því að nemendur mæti óundirbúnir með því að endurtaka námsefnið í tím- anum, þvert á það sem til var stofnað. Ég hef gert þau mistök sjálfur. Annars gengur skiptingin úr hefðbundinni töflukennslu í aðrar aðferðir mjög vel og án stórvandræðna.“ Texti: Guðlaug Guðmundsdóttir. Heimild: www.khanacademy.org að venda sinni kennslu í kross
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.