Skólavarðan


Skólavarðan - 01.12.2015, Blaðsíða 27

Skólavarðan - 01.12.2015, Blaðsíða 27
DESEMBER 2015 27 „Dagurinn fór langt fram úr mínum björtustu vonum. Húsfyllir var allan tímann og við sem að þessu stóðum áttum engan veginn von á öllum þessum fjölda,“ segir hin kampakáta Sara Björg Sigurðardóttir í samtali við Skólavörðuna, en hún var bæði hugmyndasmiður og aðalsprauta hátíðar- innar. Sara Björg hefur búið í Breiðholtinu undanfarin ár og á sjálf ung börn sem ganga í grunn- og leikskóla hverfisins. Aðspurð um hvað hún hafi verið ánægðust með, segir hún það hafa verið hversu margir voru tilbúnir að leggja sitt af mörkum til að gera hátíðina jafn glæsilega og fjölbreytta og raunin varð. Um sannkallað grasrótarverkefni var að ræða sem foreldrar barna í Neðra- Breiðholti unnu í samvinnu við stjórnendur Breiðholtsskóla og leikskóla hverfisins, sem og foreldrafélög þeirra. Á hátíðinni var hægt að kynna sér matarmenningu fjórtán ólíkra landa víðsvegar um heiminn, leik og dans. Þar var meðal annars hægt að smakka hvít-rússneskar kjötbollur, marokkóskt te og tælenskt grænmetisskraut sem boðið var upp á innan um fjölda litskrúðugra þjóðbún- inga. Þá var boðið upp á söng- og dansatriði og helstu íþróttafélög Breiðholts kynntu starfsemi sína. Hátt í fimmtíu foreldrar og börn úr hverfinu lögðu hönd á plóg við framkvæmd fjölmenningarhátíðarinnar. Hugmynd sem spratt upp úr gras­ rótinni Sara Björg segist hafa gengið lengi með hugmyndina að hátíðinni í maganum. Svo þegar Reykjavíkurborg hafi samþykkt að veita fjölmenningarhátíðinni peningastyrk hafi ekki verið aftur snúið. „Mig langaði að tengjast betur foreldrum barnanna í hverf- inu og gera þau virkari í nærsamfélaginu samhliða því að kynna fyrir mínum börnum uppruna barnanna sem þau umgangast og hitta daglega í skólunum sínum, þannig að þau beri strax í upphafi virðingu fyrir þeirra uppruna, tungumálum og hvað geri þau að þeim einstaklingum sem þau eru. Kenna þeim að það þekkja ekki öll börn á Íslandi grjónagraut og slátur eða flatköku með hangikjöti. Við erum öll einstök en á sama tíma eigum við að fagna fjölbreytn- inni og virða hvort annað. Ávinningurinn verður vonandi betra nærsamfélag, þar sem nágrannar fara að heilsast, leyfa börnunum Gestir gæða sér á kræsingunum sem voru í boði. Maturinn var frá 14 löndum og má þar nefna hvít- rússneskar kjötbollur, marokkóskt te og grænmeti að taílenskum sið. MYNDIR: ANTON BRINK Ægir Þór Eysteinsson

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.